Hugmyndakreppa til hægri 14. júní 2004 00:01 Það er þraut sjálfstæðismanna að halda samstöðu hægrimanna í gegnum hörð átök í samfélaginu - Gunnar Smári Egilsson Þótt innan Sjálfstæðisflokksins hafi ætíð verið uppi mismunandi sjónarmið og ólík viðhorf tókst flokknum að sameina íslenska hægrimenn lengst af síðustu öld. Frá stofnun Borgaraflokksins 1987 hefur Sjálfstæðisflokkurinn þurft að deila hægri væng stjórnmálanna með minni flokk, sem skilgreint hefur sig frjálslyndari en Sjálfstæðisflokkurinn -- einskonar flokk litla mannsins. Nú hafa ungir frjálshyggjumenn sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum og boðað framboð til þingkosninga árið 2007.Þeir skilgreina sig frá Sjálfstæðisflokknum með því að hafna sérhagsmunagæslu og ríkisforsjá. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn muni líklega takast áfram að halda flestum frjálslyndum hægrmönnum og frjálshyggjumönnum innan sinna raða er þessi klofningur frá flokknum athygliverður. Hann á sér orðið samfellda sögu sem spannar næstum tvo áratugi og virðist fremur aukast en að sáttir séu í sjónmáli. Á næstu árum mun koma í ljós hvort hægri menn á Íslandi kjósi að starfa innan sama flokksins eða hvort þessi vængur stjórnmálanna verði líkari því sem tíðkast hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndum.Stefna forystu Sjálfstæðisflokksins að undanförnu hlýtur að reyna á þolrif margra hægrimanna. Með lögum um ríkisábyrgð til Íslenskrar erfðagreiningar, Spron-lögunum og fjölmiðlalögunum hefur flokkurinn haft forystu um afskipti af atvinnulífinu sem getur ekki hugnast frjálshyggjumönnum. Gagnrýni á forystu flokksins fyrir óvægni og hörku fer fyrir brjóstið á frjálslyndari mönnum. En gagnrýni forystunnar á Hæstarétt og forsetann hlýtur ekki síður að renna öfugt ofan í hefðbundna íhaldsmenn.Meðal þeirra hefur það ekki þótt góð latína að grafa undan eða véfengja helstu undirstöður samfélagsins. Íhaldsmenn hafa látið róttækum vinstri mönnum slíkar árásir eftir, en tekið að sér að vera brjóstvörn borgaralegs samfélags. Það hlýtur því að rugla þá rækilega í rýminu þegar ráðherrar flokksins leggja sig fram við að draga úr trúverðugleika Hæstaréttar og dómkerfisins, forsetans og embættis hans og draga meira að segja í efa að ætíð sé skylt að fara að lögum.Þegar frjálshyggjan, frjálslyndið og íhaldssemin eru farin að stangast á við stefnu forystunnar er kominn tími til að velta fyrir sér hverskyns hægri flokkur Sjálfstæðisflokkurinn er. Ef marka má leiðarar Morgunblaðsins -- sem nú eru ritaðir af meiri tryggð við forystu Sjálfstæðisflokksins en allt frá formannstíð Geirs Hallgrímssonar -- þá leggur forystan áherslu á sterkt ríkisvald sem ber að hlutast til um og grípa inn í atvinnulífið; ekki bara til að þoka hlutum til betri vegar heldur ekki síður til að hyrta menn til hlýðni við óskráðar -- og æði óljósar -- reglur og sýna þeim hvar valdið liggur.Morgunblaðið studdi takmörkun á tjáningarfrelsi í fjölmiðlalögunum -- eins sérstætt og það hljómar fyrir borgaralegt hægriblað á Vesturlöndum. Morgunblaðið er á bandi Pútíns Rússlandsforseta í innanlandsmálum þótt það fylgi Bush Bandaríkjaforseta í utanríkismálum. Flokkurinn og blaðið eru því í stríði við glæpsamleg öfl; bæði innanlands og utan.Lykillinn að miðlægri stöðu Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum var samstaðan sem flokkurinn myndaði meðal þeirra sem voru hægra meginn við miðju. Þessi samstaða tryggði fylgi langt inn að miðju. Leiðin til að halda þessari sterku stöðu er að viðhalda samstöðunni. Hvort flokknum tekst það mun ráða vægi hans í íslenskum stjórnmálum; ekki úrslit í orustum um ímyndaðar markalínur sem forysta flokksins dregur þvers og kruss um íslenskt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Það er þraut sjálfstæðismanna að halda samstöðu hægrimanna í gegnum hörð átök í samfélaginu - Gunnar Smári Egilsson Þótt innan Sjálfstæðisflokksins hafi ætíð verið uppi mismunandi sjónarmið og ólík viðhorf tókst flokknum að sameina íslenska hægrimenn lengst af síðustu öld. Frá stofnun Borgaraflokksins 1987 hefur Sjálfstæðisflokkurinn þurft að deila hægri væng stjórnmálanna með minni flokk, sem skilgreint hefur sig frjálslyndari en Sjálfstæðisflokkurinn -- einskonar flokk litla mannsins. Nú hafa ungir frjálshyggjumenn sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum og boðað framboð til þingkosninga árið 2007.Þeir skilgreina sig frá Sjálfstæðisflokknum með því að hafna sérhagsmunagæslu og ríkisforsjá. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn muni líklega takast áfram að halda flestum frjálslyndum hægrmönnum og frjálshyggjumönnum innan sinna raða er þessi klofningur frá flokknum athygliverður. Hann á sér orðið samfellda sögu sem spannar næstum tvo áratugi og virðist fremur aukast en að sáttir séu í sjónmáli. Á næstu árum mun koma í ljós hvort hægri menn á Íslandi kjósi að starfa innan sama flokksins eða hvort þessi vængur stjórnmálanna verði líkari því sem tíðkast hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndum.Stefna forystu Sjálfstæðisflokksins að undanförnu hlýtur að reyna á þolrif margra hægrimanna. Með lögum um ríkisábyrgð til Íslenskrar erfðagreiningar, Spron-lögunum og fjölmiðlalögunum hefur flokkurinn haft forystu um afskipti af atvinnulífinu sem getur ekki hugnast frjálshyggjumönnum. Gagnrýni á forystu flokksins fyrir óvægni og hörku fer fyrir brjóstið á frjálslyndari mönnum. En gagnrýni forystunnar á Hæstarétt og forsetann hlýtur ekki síður að renna öfugt ofan í hefðbundna íhaldsmenn.Meðal þeirra hefur það ekki þótt góð latína að grafa undan eða véfengja helstu undirstöður samfélagsins. Íhaldsmenn hafa látið róttækum vinstri mönnum slíkar árásir eftir, en tekið að sér að vera brjóstvörn borgaralegs samfélags. Það hlýtur því að rugla þá rækilega í rýminu þegar ráðherrar flokksins leggja sig fram við að draga úr trúverðugleika Hæstaréttar og dómkerfisins, forsetans og embættis hans og draga meira að segja í efa að ætíð sé skylt að fara að lögum.Þegar frjálshyggjan, frjálslyndið og íhaldssemin eru farin að stangast á við stefnu forystunnar er kominn tími til að velta fyrir sér hverskyns hægri flokkur Sjálfstæðisflokkurinn er. Ef marka má leiðarar Morgunblaðsins -- sem nú eru ritaðir af meiri tryggð við forystu Sjálfstæðisflokksins en allt frá formannstíð Geirs Hallgrímssonar -- þá leggur forystan áherslu á sterkt ríkisvald sem ber að hlutast til um og grípa inn í atvinnulífið; ekki bara til að þoka hlutum til betri vegar heldur ekki síður til að hyrta menn til hlýðni við óskráðar -- og æði óljósar -- reglur og sýna þeim hvar valdið liggur.Morgunblaðið studdi takmörkun á tjáningarfrelsi í fjölmiðlalögunum -- eins sérstætt og það hljómar fyrir borgaralegt hægriblað á Vesturlöndum. Morgunblaðið er á bandi Pútíns Rússlandsforseta í innanlandsmálum þótt það fylgi Bush Bandaríkjaforseta í utanríkismálum. Flokkurinn og blaðið eru því í stríði við glæpsamleg öfl; bæði innanlands og utan.Lykillinn að miðlægri stöðu Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum var samstaðan sem flokkurinn myndaði meðal þeirra sem voru hægra meginn við miðju. Þessi samstaða tryggði fylgi langt inn að miðju. Leiðin til að halda þessari sterku stöðu er að viðhalda samstöðunni. Hvort flokknum tekst það mun ráða vægi hans í íslenskum stjórnmálum; ekki úrslit í orustum um ímyndaðar markalínur sem forysta flokksins dregur þvers og kruss um íslenskt samfélag.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun