Kjarkur nauðsynlegur á Bessastöðum 21. júní 2004 00:01 Það er vandfundið stríðsástandið sem forysta Sjálfstæðisflokksins og leiðarhöfundur Morgunblaðsins boðaði ef forseti Íslands synjaði lögum staðfestingar - Gunnar Smári Egilsson. Þrátt fyrir að tiltölulega sviplitla baráttu fyrir komandi forsetakosningar er hún að verða nokkuð söguleg. Ég held það hafi ekki gerst síðan 1952 að forysta stjórnmálaflokks hafi beitt sér að nokkru ráði í forsetakosningum eins og nokkrir af helstu forystumönnum Sjálfstæðisflokksins hafa gert nú. Og enn síður að nokkur fjölmiðill hafi tekið jafn einarða afstöðu til frambjóðenda og Morgunblaðið hefur gert að undanförnu. Morgunblaðið virðiust ekki styðja neinn frambjóðenda en leggur sig fram um að lýsa andstöðu við Ólaf Ragnar Grímsson, sitjandi forseta. Morgunblaðið hefur skrifað þónokkra leiðara gegn Ólafi Ragnari frá blaðamannafundinum 2. júní þegar hann tilkynnti að hann tgreysti sér ekki til að staðfesta fjölmiðlalögin. Á laugardaginn helgaði Morgunblaðið andúð sinni á Ólafi Ragnari síðan bæði Reykjavíkurbréf og leiðara sunnudagsútgáfu sinnar. Þótt skrif Morgunblaðsins séu að sjálfsögðu kursteislegar orðuð en þeirra sem ráðist hafa gegn Ólafi Ragnari af mestum dólgskap að undanförnu fer ekki á milli mála að Morgunblaðið og helstu forystumenn Sjálfstæðisflokksins telja Ólaf Ragnar óhæfan forseta. Rökin eru þau að hann hafi teigt á valdsviði embættisins og misbeitt því þegar hann staðfesti ekki fjölmiðlalögin, móðgað Alþingi, ráðist gegn þingræðinu og framkallað hér eina alsherjar óleysanlega stjórnskipunarkreppu.En er það svo?Ég er ansi hræddur um að fáir verði varir við þennan hildarleik aðrir en forystumenn Sjálfstæðisflokksins og talsmenn þeirra. Þeir virðast kjósa að túlka ákvörðun Ólafs Ragnars sem einskonar árás á sig og öll sín verk. Kreppan sem ákvörðun Ólafs Ragnars framkallar er því mest í þeirra eigin sál. Áður en Ólafur Ragnar kynnti ákvörðun sína lýstu sömu menn því yfir að ef hann staðfesti ekki lögin myndi skapast hér eins konar stríðsástand. Hvar er það stríð í dag – annars staðar en í leiðurum Morgunblaðsins og einstaka skoðanagrein í því blaði? Skoðanakannanir hafa sýnt að mikill meirihluti landsmanna sættir sig vel við ákvörðun Ólafs Ragnars og er henni sammála. Meirihluti landsmanna fagnar því að fá að kjósa um fjölmiðlalögin og ætlast til að stjórnvöld sætti sig við niðurstöður þeirra kosninga. Ef ráðamenn eiga erfitt með að kyngja því meiga þeir ekki telja þau innri átök sín vera einhvert stríðsástand í samfélaginu.Nema ætlun þeirra sé að efna til enn frekari ófriðar í samfélaginu. Það gekk fram af öllum þorra almennings með hvaða hætti fjölmiðlalögin voru sett. Þingnefndum voru skammtaðir fáeinir sólarhringar til að sætta sig við frumvarp forsætisráðherra og augljóst var að beiðni nefndanna um álit fræðimanna og hagsmunaaðila var aðeins leikþáttur. Ef forsetinn er sakaður um að móðga Alþingi í dag; hvað má þá segja um meðferð ríkisstjórnarinar á þessari stofnun sem misyndismennirnir kalla nú elstu og helgustu stofnun landsins. Forysta Sjálfstæðisflokksins og leiðarhöfundur málgangs hennar verður að sætta sig við að mikill meirihluti þjóðarinnar var sammála Ólafi Ragnari að grípa inn í þessa atburðarrás og telur að synjunarvald forseta hafi verið sett í stjórnarskrá einmitt til að fyrirbyggja að valdi stjórnmálaflokka– sem vel að nefna er ekki gert ráð fyrir í stjórnarskrá – sé misbeitt. Vald Alþingis þarf að vera meira en vald ríkisstjórna og ríkisstjórna meira en forystumanna stjórnmálaflokka ef stjórnarhættir hér eiga að vera lýðræðislegir. Þegar þessu er snúið á haus getum við þakkað framsýni stjórnarskrárhöfunda að forseti Íslands hafi vald til að vísa málum til þjóðarinnar. Og að í embættiunu sé maður sem hafi kjark til að beitra þessu valdi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það er vandfundið stríðsástandið sem forysta Sjálfstæðisflokksins og leiðarhöfundur Morgunblaðsins boðaði ef forseti Íslands synjaði lögum staðfestingar - Gunnar Smári Egilsson. Þrátt fyrir að tiltölulega sviplitla baráttu fyrir komandi forsetakosningar er hún að verða nokkuð söguleg. Ég held það hafi ekki gerst síðan 1952 að forysta stjórnmálaflokks hafi beitt sér að nokkru ráði í forsetakosningum eins og nokkrir af helstu forystumönnum Sjálfstæðisflokksins hafa gert nú. Og enn síður að nokkur fjölmiðill hafi tekið jafn einarða afstöðu til frambjóðenda og Morgunblaðið hefur gert að undanförnu. Morgunblaðið virðiust ekki styðja neinn frambjóðenda en leggur sig fram um að lýsa andstöðu við Ólaf Ragnar Grímsson, sitjandi forseta. Morgunblaðið hefur skrifað þónokkra leiðara gegn Ólafi Ragnari frá blaðamannafundinum 2. júní þegar hann tilkynnti að hann tgreysti sér ekki til að staðfesta fjölmiðlalögin. Á laugardaginn helgaði Morgunblaðið andúð sinni á Ólafi Ragnari síðan bæði Reykjavíkurbréf og leiðara sunnudagsútgáfu sinnar. Þótt skrif Morgunblaðsins séu að sjálfsögðu kursteislegar orðuð en þeirra sem ráðist hafa gegn Ólafi Ragnari af mestum dólgskap að undanförnu fer ekki á milli mála að Morgunblaðið og helstu forystumenn Sjálfstæðisflokksins telja Ólaf Ragnar óhæfan forseta. Rökin eru þau að hann hafi teigt á valdsviði embættisins og misbeitt því þegar hann staðfesti ekki fjölmiðlalögin, móðgað Alþingi, ráðist gegn þingræðinu og framkallað hér eina alsherjar óleysanlega stjórnskipunarkreppu.En er það svo?Ég er ansi hræddur um að fáir verði varir við þennan hildarleik aðrir en forystumenn Sjálfstæðisflokksins og talsmenn þeirra. Þeir virðast kjósa að túlka ákvörðun Ólafs Ragnars sem einskonar árás á sig og öll sín verk. Kreppan sem ákvörðun Ólafs Ragnars framkallar er því mest í þeirra eigin sál. Áður en Ólafur Ragnar kynnti ákvörðun sína lýstu sömu menn því yfir að ef hann staðfesti ekki lögin myndi skapast hér eins konar stríðsástand. Hvar er það stríð í dag – annars staðar en í leiðurum Morgunblaðsins og einstaka skoðanagrein í því blaði? Skoðanakannanir hafa sýnt að mikill meirihluti landsmanna sættir sig vel við ákvörðun Ólafs Ragnars og er henni sammála. Meirihluti landsmanna fagnar því að fá að kjósa um fjölmiðlalögin og ætlast til að stjórnvöld sætti sig við niðurstöður þeirra kosninga. Ef ráðamenn eiga erfitt með að kyngja því meiga þeir ekki telja þau innri átök sín vera einhvert stríðsástand í samfélaginu.Nema ætlun þeirra sé að efna til enn frekari ófriðar í samfélaginu. Það gekk fram af öllum þorra almennings með hvaða hætti fjölmiðlalögin voru sett. Þingnefndum voru skammtaðir fáeinir sólarhringar til að sætta sig við frumvarp forsætisráðherra og augljóst var að beiðni nefndanna um álit fræðimanna og hagsmunaaðila var aðeins leikþáttur. Ef forsetinn er sakaður um að móðga Alþingi í dag; hvað má þá segja um meðferð ríkisstjórnarinar á þessari stofnun sem misyndismennirnir kalla nú elstu og helgustu stofnun landsins. Forysta Sjálfstæðisflokksins og leiðarhöfundur málgangs hennar verður að sætta sig við að mikill meirihluti þjóðarinnar var sammála Ólafi Ragnari að grípa inn í þessa atburðarrás og telur að synjunarvald forseta hafi verið sett í stjórnarskrá einmitt til að fyrirbyggja að valdi stjórnmálaflokka– sem vel að nefna er ekki gert ráð fyrir í stjórnarskrá – sé misbeitt. Vald Alþingis þarf að vera meira en vald ríkisstjórna og ríkisstjórna meira en forystumanna stjórnmálaflokka ef stjórnarhættir hér eiga að vera lýðræðislegir. Þegar þessu er snúið á haus getum við þakkað framsýni stjórnarskrárhöfunda að forseti Íslands hafi vald til að vísa málum til þjóðarinnar. Og að í embættiunu sé maður sem hafi kjark til að beitra þessu valdi.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun