Tröllin sem stálu kosningunum Össur Skarphéðinsson skrifar 8. júlí 2004 00:01 Stjórnarskráin mælir skýlaust fyrir um að synji forseti lýðveldisins um staðfestingu laga skuli þjóðaratkvæðagreiðsla fara fram eins fljótt og auðið er. Í stjórnarskránni er engin heimild til að spóla til baka og byrja upp á nýtt. Þjóðaratkvæðagreiðslan verður að eiga sér stað. Þetta var Davíð Oddssyni fullkomlega ljóst þegar forseti Íslands synjaði um staðfestingu fjölmiðlalaganna. Hann gaf við mörg tækifæri skýlausar yfirlýsingar um að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði haldin. Þannig var vart liðinn sólarhringur frá synjun forsetans þegar Davíð Oddsson lofaði þjóðaratkvæðagreiðslu í Kastljósi sjónvarpsins að kvöldi þriðja júní. Davíð tók sérstaklega fram að Halldór Ásgrímsson væri honum sammála. Við forystumenn stjórnarandstöðunnar áttum fund með þeim báðum í Stjórnarráðinu um miðjan júní. Þar var samkomulag um að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði fyrri part ágúst.Tíunda júní óskaði Davíð eftir því við forseta Íslands að hann gæfi út forsetabréf um að þing yrði kvatt saman fimmta júlí. Hann tjáði forsetanum að tilefni sumarþingsins væri að fjalla um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Fleiri ráðherrar en Davíð Oddsson lýstu yfir að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði haldin. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, gaf slíka yfirlýsingu í byrjun júlí. Varaformaður hans, Guðni Ágústsson, sem þjóðin öll sá hvernig engdist yfir málinu í Kastljósi sl. mánudagsvöld, hafði þá lýst hinu sama yfir degi fyrr. Geir H. Haarde, varaformaður Sjalfstæðisflokksins lýsti margsinnis yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði að fara fram. Hann túlkaði stjórnarskrána svo að það yrði að gerast innan tveggja mánaða frá yfirlýsingu forsetans. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sagði í frægum pistli á vefsíðu sinni 3. júní, sem hann hefur að vísu margbreytt síðan, að það væri skylda ríkisstjórnarinnar að sjá til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan færi fram, og eins fljótt og auðið væri. Allir þessir ráðherrar, fimm að tölu, hafa nú gengið á bak orða sinna um að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um fjölmiðlalögin. Ástæðan er allri þjóðinni ljós. Þjóðaratkvæðagreiðslan var koltöpuð fyrir stjórninni. Þessvegna ákváð ríkisstjórnin að eyðileggja rétt þjóðarinnar til að segja álit sitt milliliðalaust á fjölmiðlalögunum einsog stjórnarskráin mælir skýlaust fyrir. Aðferðin felst í því að draga fjölmiðlalögin frá í vor til baka og samþykkja jafnharðan ný lög, sem eru nánast einsog lögin frá í vor. Fjórum dögum áður en tillagan kom fram á þingi hafði Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, lýst fyrir Fréttablaðinu að fjarstæðukennt væri að ætla að þessi leið yrði farin, þar sem hún fæli að öllum líkindum í sér brot á stjórnarskránni. Björn Bjarnason kallaði þessa leið á vefsíðu sinni óbrúklega "brellu". Í alkunnri barnasögu stálu tröllin jólunum. En ríkisstjórnin getur ekki stolið frá þjóðinni réttinum til að segja álit sitt á fjölmiðlalögunum. Hafi hún ekki þrek til að axla úrskurð þjóðaratkvæðagreiðslu á hún að axla sín skinn. Ríkisstjórnin er hvort sem er orðin sálræn byrði á þjóðinni sem bíður eftir að geta hrist hana af sér við fyrsta tækifæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarskráin mælir skýlaust fyrir um að synji forseti lýðveldisins um staðfestingu laga skuli þjóðaratkvæðagreiðsla fara fram eins fljótt og auðið er. Í stjórnarskránni er engin heimild til að spóla til baka og byrja upp á nýtt. Þjóðaratkvæðagreiðslan verður að eiga sér stað. Þetta var Davíð Oddssyni fullkomlega ljóst þegar forseti Íslands synjaði um staðfestingu fjölmiðlalaganna. Hann gaf við mörg tækifæri skýlausar yfirlýsingar um að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði haldin. Þannig var vart liðinn sólarhringur frá synjun forsetans þegar Davíð Oddsson lofaði þjóðaratkvæðagreiðslu í Kastljósi sjónvarpsins að kvöldi þriðja júní. Davíð tók sérstaklega fram að Halldór Ásgrímsson væri honum sammála. Við forystumenn stjórnarandstöðunnar áttum fund með þeim báðum í Stjórnarráðinu um miðjan júní. Þar var samkomulag um að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði fyrri part ágúst.Tíunda júní óskaði Davíð eftir því við forseta Íslands að hann gæfi út forsetabréf um að þing yrði kvatt saman fimmta júlí. Hann tjáði forsetanum að tilefni sumarþingsins væri að fjalla um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Fleiri ráðherrar en Davíð Oddsson lýstu yfir að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði haldin. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, gaf slíka yfirlýsingu í byrjun júlí. Varaformaður hans, Guðni Ágústsson, sem þjóðin öll sá hvernig engdist yfir málinu í Kastljósi sl. mánudagsvöld, hafði þá lýst hinu sama yfir degi fyrr. Geir H. Haarde, varaformaður Sjalfstæðisflokksins lýsti margsinnis yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði að fara fram. Hann túlkaði stjórnarskrána svo að það yrði að gerast innan tveggja mánaða frá yfirlýsingu forsetans. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sagði í frægum pistli á vefsíðu sinni 3. júní, sem hann hefur að vísu margbreytt síðan, að það væri skylda ríkisstjórnarinnar að sjá til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan færi fram, og eins fljótt og auðið væri. Allir þessir ráðherrar, fimm að tölu, hafa nú gengið á bak orða sinna um að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um fjölmiðlalögin. Ástæðan er allri þjóðinni ljós. Þjóðaratkvæðagreiðslan var koltöpuð fyrir stjórninni. Þessvegna ákváð ríkisstjórnin að eyðileggja rétt þjóðarinnar til að segja álit sitt milliliðalaust á fjölmiðlalögunum einsog stjórnarskráin mælir skýlaust fyrir. Aðferðin felst í því að draga fjölmiðlalögin frá í vor til baka og samþykkja jafnharðan ný lög, sem eru nánast einsog lögin frá í vor. Fjórum dögum áður en tillagan kom fram á þingi hafði Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, lýst fyrir Fréttablaðinu að fjarstæðukennt væri að ætla að þessi leið yrði farin, þar sem hún fæli að öllum líkindum í sér brot á stjórnarskránni. Björn Bjarnason kallaði þessa leið á vefsíðu sinni óbrúklega "brellu". Í alkunnri barnasögu stálu tröllin jólunum. En ríkisstjórnin getur ekki stolið frá þjóðinni réttinum til að segja álit sitt á fjölmiðlalögunum. Hafi hún ekki þrek til að axla úrskurð þjóðaratkvæðagreiðslu á hún að axla sín skinn. Ríkisstjórnin er hvort sem er orðin sálræn byrði á þjóðinni sem bíður eftir að geta hrist hana af sér við fyrsta tækifæri.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun