Verðhjöðnun en væntingar óbreyttar 12. júlí 2004 00:01 Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,5 prósent í júlí sem er tölvert meira en spár greiningardeilda bankanna gerðu ráð fyrir. "Þetta eru í sjálfu sér ánægjuleg tíðindi," segir Ingimundur Friðriksson, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans. "Þetta breytir hins vegar ekki neinum grundvallaratriðum um ákvarðanir Seðlabankans." Seðlabankinn gerði ráð fyrir því á spá sinni að tólf mánaða verðbólga yrði um og yfir þolmörk verðbólgumarkmiðs bankans sem eru fjögur prósent. Verðbólga síðustu tólf mánaða er nú 3,6 prósent. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5 prósent. Verðbólgan er því enn vel yfir því markmiði og gera má ráð fyrir að svo verði á næstunni. Lækkunin nú skýrist að stærstum hluta af liðnum: föt og skór. Útsölur eru hafnar og eru áhrif liðarins á vísitöluna 0,45 prósent til lækkunar. Markaðsverð húsnæðis hækkar enn, en á móti kemur að áhrif kerfisbreytingar í íbúðalánakerfi veldur lækkun húsnæðisliðar, þannig að sá liður stendur nánast í stað. Greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir því að verðbólgan í júlí yrði frá núll niður í - 0,2 prósent. Kristinn Árnason, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans, segir að frávik vísitölunnar frá spá bankans skýrist af húsnæðisliðnum sem hafi ekki hækkað eins mikið og Landsbankinn bjóst við. "Við gerðum ráð fyrir áhrifum af útsölunum," segir Kristinn. Greiningardeildir hafa vanmetið þann lið síðustu mánuði, en nú varð minni hækkun á húsnæði en gert var ráð fyrir. Kristinn tekur undir með Ingimundi að tíðindin nú breyti ekki stóru myndinnni, enda þótt þau veki vonir um að verðbólguþrýstingur sé heldur minni í augnablikinu en menn bjuggust við. Fleiri mælingar þurfi til þess að mat á stöðu efnahagsmála og verðbólguhorfa breytist fyrir næstu mánuði. Kristinn á von á því að Seðlabankinn haldi sínu striki. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar, segir frávikið frá - 0,2 prósenta spá bankans helgast af því að ekki hafi verið gert ráð fyrir svo miklum áhrifum til lækkunar af breytingu íbúðalánakerfisins. Líklegt sé að sú breyting muni einnig hafa áhrif til lækkunar í vísitölunni fyrir ágúst. "Forsendur til lengri tíma hafa ekki breyst að okkar mati og spár okkar um vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa ekki breyst við þessa niðurstöðu." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,5 prósent í júlí sem er tölvert meira en spár greiningardeilda bankanna gerðu ráð fyrir. "Þetta eru í sjálfu sér ánægjuleg tíðindi," segir Ingimundur Friðriksson, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans. "Þetta breytir hins vegar ekki neinum grundvallaratriðum um ákvarðanir Seðlabankans." Seðlabankinn gerði ráð fyrir því á spá sinni að tólf mánaða verðbólga yrði um og yfir þolmörk verðbólgumarkmiðs bankans sem eru fjögur prósent. Verðbólga síðustu tólf mánaða er nú 3,6 prósent. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5 prósent. Verðbólgan er því enn vel yfir því markmiði og gera má ráð fyrir að svo verði á næstunni. Lækkunin nú skýrist að stærstum hluta af liðnum: föt og skór. Útsölur eru hafnar og eru áhrif liðarins á vísitöluna 0,45 prósent til lækkunar. Markaðsverð húsnæðis hækkar enn, en á móti kemur að áhrif kerfisbreytingar í íbúðalánakerfi veldur lækkun húsnæðisliðar, þannig að sá liður stendur nánast í stað. Greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir því að verðbólgan í júlí yrði frá núll niður í - 0,2 prósent. Kristinn Árnason, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans, segir að frávik vísitölunnar frá spá bankans skýrist af húsnæðisliðnum sem hafi ekki hækkað eins mikið og Landsbankinn bjóst við. "Við gerðum ráð fyrir áhrifum af útsölunum," segir Kristinn. Greiningardeildir hafa vanmetið þann lið síðustu mánuði, en nú varð minni hækkun á húsnæði en gert var ráð fyrir. Kristinn tekur undir með Ingimundi að tíðindin nú breyti ekki stóru myndinnni, enda þótt þau veki vonir um að verðbólguþrýstingur sé heldur minni í augnablikinu en menn bjuggust við. Fleiri mælingar þurfi til þess að mat á stöðu efnahagsmála og verðbólguhorfa breytist fyrir næstu mánuði. Kristinn á von á því að Seðlabankinn haldi sínu striki. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar, segir frávikið frá - 0,2 prósenta spá bankans helgast af því að ekki hafi verið gert ráð fyrir svo miklum áhrifum til lækkunar af breytingu íbúðalánakerfisins. Líklegt sé að sú breyting muni einnig hafa áhrif til lækkunar í vísitölunni fyrir ágúst. "Forsendur til lengri tíma hafa ekki breyst að okkar mati og spár okkar um vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa ekki breyst við þessa niðurstöðu."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira