Ríkið og almenningssamgöngur 16. júlí 2004 00:01 Skiptar skoðanir - Ríkið og almenningssamgöngur Katrín Jakobsdóttir Eitt mesta umhverfisvandamál sem blasir við Evrópu nú er loftmengun. Stór hluti hennar tengist sívaxandi umferð einkabíla og flutningabíla. Mjög víða í Evrópu hefur hlutfall almenningssamgangna farið minnkandi nema þar sem hið opinbera hefur gripið í taumana og ráðist í markvissar aðgerði til að bæta þjónustuna.Almenningssamgöngur lúta öðrum lögmálum en t.d. leigubílarekstur. Þær eru umhverfisvænni ferðakostur enda snúast þær um að koma mörgum í einu á milli staða í einu farartæki. Þær eru ennfremur nokkuð dýr rekstur þar sem í almenningssamgöngum verður að þjóna öllum á tilteknu svæði. Að sama skapi verða almenningssamgöngur að vera ódýrar fyrir notendur til að þær verði raunhæfur valkostur við einkabílinn. Stjórnvöld græða samt á því að efla almenningssamgöngur þar sem þau geta þannig sparað umfangsmikinn gatnagerðarkostnað fyrir sífellt fleiri bíla og dregið verulega úr loftmengun og þannig aukið lífsgæði borgaranna. Þar sem ráðist hefur verið í að efla almenningssamgöngur í Evrópu, t.d. með bættri þjónustu, léttlestum og öðru slíku, má sjá ótrúlegar breytingar á ferðamynstri en hlutfall þeirra sem velja almenningssamgöngur hefur tvö-til þrefaldast. Að sama skapi hefur einkavæðing almenningssamgangna víða mistekist og má nefna það þegar Thatcher einkavæddi bresku lestirnar með skelfilegum afleiðingum og hefur nú hluti kerfisins sem lýtur að þjónustu og eftirliti með lestum verið færður að nýju til hins opinbera. Hið opinbera á því tvímælalaust að reka almenningssamgöngur og leggja metnað í það enda hlutfallslega umhverfisvænn samgöngumáti.Friðbjörn Orri Ketilsson Almenningssamgöngur eru mörgum mikilvægar og sumum jafnvel svo mikilvægar að þeir kæmust hvorki til vinnu né í búðina án þeirra. Því er mikilvægt að haga fyrirkomulagi þeirra svo að sem best þjónusta fáist á sem lægstu verði. Eðli þess að reka strætisvagna, lestir eða aðrar tegundir samgöngukerfa er það sama og í öllum rekstri. Lágmarka þarf kostnað og gera sem best við viðskiptavini svo að þeir haldi viðskiptum sínum áfram. Þar sem ríkiseinokun er á rekstrinum hafa neytendur ekki val um neitt nema hið ríkisrekna kerfi sama hversu slæmt það kann að vera. Það er svo að ríkisreknar samgöngur eru niðurgreiddar með skattfé og því ljóst að þeir eru látnir niðurgreiða þjónustuna sem e.t.v. ekki nota hana. Eðlilegt er að þeir sem noti þjónustuna greiði fyrir hana. Það hlýtur því að teljast ranglátt að skattgreiðslur leigubílstjórans séu notaðar til að niðurgreiða rekstur strætisvagna sem beinlínis hafa af honum viðskipti og draga úr tekjum hans. Það er einnig mjög mikilvægt að ríkið hætti niðurgreiðslum á tiltekinni þjónustu svo markaðurinn geti fundið út hvaða þjónusta hentar best hverju sinni. Svo kann að vera að kostnaður við ferð með strætisvagni sé alltof mikill og hagkvæmara sé að taka leigubíl. Einnig getur verið hagkvæmara að eiga bíl en að taka leigubíl og svo mætti lengi telja. Til að skynsamleg ákvörðun sé tekin hverju sinni þarf kostnaður að vera neytendum ljós. Með þeim hætti næst sem best nálgun við hagkvæmustu niðurstöðuna hverju sinni. Ríkisreknar samgöngur ættu að heyra sögunni til - rétt eins og ríkisreknar ferðaskrifstofur, útgerðarfyrirtæki, flugfélög eða matvöruverslanir sem eru aðeins til minningar sem um liðinn tíma. Einkaframtak og aukið frelsi er vænlegra til árangurs en ríkisrekstur.Katrín Jakobsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Skiptar skoðanir - Ríkið og almenningssamgöngur Katrín Jakobsdóttir Eitt mesta umhverfisvandamál sem blasir við Evrópu nú er loftmengun. Stór hluti hennar tengist sívaxandi umferð einkabíla og flutningabíla. Mjög víða í Evrópu hefur hlutfall almenningssamgangna farið minnkandi nema þar sem hið opinbera hefur gripið í taumana og ráðist í markvissar aðgerði til að bæta þjónustuna.Almenningssamgöngur lúta öðrum lögmálum en t.d. leigubílarekstur. Þær eru umhverfisvænni ferðakostur enda snúast þær um að koma mörgum í einu á milli staða í einu farartæki. Þær eru ennfremur nokkuð dýr rekstur þar sem í almenningssamgöngum verður að þjóna öllum á tilteknu svæði. Að sama skapi verða almenningssamgöngur að vera ódýrar fyrir notendur til að þær verði raunhæfur valkostur við einkabílinn. Stjórnvöld græða samt á því að efla almenningssamgöngur þar sem þau geta þannig sparað umfangsmikinn gatnagerðarkostnað fyrir sífellt fleiri bíla og dregið verulega úr loftmengun og þannig aukið lífsgæði borgaranna. Þar sem ráðist hefur verið í að efla almenningssamgöngur í Evrópu, t.d. með bættri þjónustu, léttlestum og öðru slíku, má sjá ótrúlegar breytingar á ferðamynstri en hlutfall þeirra sem velja almenningssamgöngur hefur tvö-til þrefaldast. Að sama skapi hefur einkavæðing almenningssamgangna víða mistekist og má nefna það þegar Thatcher einkavæddi bresku lestirnar með skelfilegum afleiðingum og hefur nú hluti kerfisins sem lýtur að þjónustu og eftirliti með lestum verið færður að nýju til hins opinbera. Hið opinbera á því tvímælalaust að reka almenningssamgöngur og leggja metnað í það enda hlutfallslega umhverfisvænn samgöngumáti.Friðbjörn Orri Ketilsson Almenningssamgöngur eru mörgum mikilvægar og sumum jafnvel svo mikilvægar að þeir kæmust hvorki til vinnu né í búðina án þeirra. Því er mikilvægt að haga fyrirkomulagi þeirra svo að sem best þjónusta fáist á sem lægstu verði. Eðli þess að reka strætisvagna, lestir eða aðrar tegundir samgöngukerfa er það sama og í öllum rekstri. Lágmarka þarf kostnað og gera sem best við viðskiptavini svo að þeir haldi viðskiptum sínum áfram. Þar sem ríkiseinokun er á rekstrinum hafa neytendur ekki val um neitt nema hið ríkisrekna kerfi sama hversu slæmt það kann að vera. Það er svo að ríkisreknar samgöngur eru niðurgreiddar með skattfé og því ljóst að þeir eru látnir niðurgreiða þjónustuna sem e.t.v. ekki nota hana. Eðlilegt er að þeir sem noti þjónustuna greiði fyrir hana. Það hlýtur því að teljast ranglátt að skattgreiðslur leigubílstjórans séu notaðar til að niðurgreiða rekstur strætisvagna sem beinlínis hafa af honum viðskipti og draga úr tekjum hans. Það er einnig mjög mikilvægt að ríkið hætti niðurgreiðslum á tiltekinni þjónustu svo markaðurinn geti fundið út hvaða þjónusta hentar best hverju sinni. Svo kann að vera að kostnaður við ferð með strætisvagni sé alltof mikill og hagkvæmara sé að taka leigubíl. Einnig getur verið hagkvæmara að eiga bíl en að taka leigubíl og svo mætti lengi telja. Til að skynsamleg ákvörðun sé tekin hverju sinni þarf kostnaður að vera neytendum ljós. Með þeim hætti næst sem best nálgun við hagkvæmustu niðurstöðuna hverju sinni. Ríkisreknar samgöngur ættu að heyra sögunni til - rétt eins og ríkisreknar ferðaskrifstofur, útgerðarfyrirtæki, flugfélög eða matvöruverslanir sem eru aðeins til minningar sem um liðinn tíma. Einkaframtak og aukið frelsi er vænlegra til árangurs en ríkisrekstur.Katrín Jakobsdóttir
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar