Viðskiptin í samráði við Kauphöll 2. september 2004 00:01 Viðskipti Burðaráss og Orra Vigfússonar, bankaráðsmanns í Íslandsbanka, eru harðlega gagnrýnd úti á markaðnum. Kauphöllin gerði athugasemdir við viðskiptin, en taldi leiðrétta tilkynningu viðunandi. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar sagði að aðrir þættir viðskiptanna og eðli samningsins væru á verksviði Fjármálaeftirlitsins. Kauphöllin beindi því málinu þangað. Gagnrýnin beinist fyrst og fremst að því að fjárfestar hafi ekki verið upplýstir um hver bæri áhættu af bréfunum. Niðurstaðan er sú að Burðarás fær bréfin til baka á verði sem er langt undir núverandi markaðsgengi. Áhættan af breytingum á gengi bréfanna lá því allan tímann hjá Burðarási, en ekki hjá Orra eins og ætla mátti. Í kjölfarið hafa einnig verið settar fram spurningar um hvernig Íslandsbankabréfin voru bókfærð hjá Burðarási. Friðrik Jóhannsson forstjóri Burðaráss segir að farið hafi verið að öllum reglum varðandi viðskiptin og færslu þeirra í bókum félagsins. "Reikningsskil félagsins eru rétt og það þarf vart að ansa dylgjum um slíkt," segir Friðrik. "Við seldum bréfin á háu gengi í byrjun. Gengi sem var yfir markaðsgengi. Við töldum eftir samtal við Orra að hann gæti fengið erlenda fjárfesta að eignarhaldsfélagi sínu. Það gekk bara ekki eftir." Friðrik segir viðskiptin hafa verið með eðlilegum hætti. "Við höfðum samráð við Kauphöllina um tilkynninguna og þeir töldu hana í lagi. Svo skiptu þeir um skoðun sem er ekkert óeðlilegt." Friðrik segir að aðilar viðskiptanna hafi þegar komið til móts við Kauphöllina og sent nýja tilkynningu í samræmi við kröfur hennar. "Það var auðsótt mál af okkar hálfu að senda nýja tilkynningu." Fjármálaeftirlitið skoðar nú þessi viðskipti og fleiri þætti í sambandi við eignarhald Íslandsbanka. Þrír voru með stóra eignarhluti í framvirkum samningum í bankanum, auk Orra, eignarhaldsfélag í eigu Karls Wernerssonar og systkina hans. Það félag er komið yfir tíu prósenta hlut og fer því sjálfkrafa til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu. Helgi Magnússon er einnig með framvirkan samning við Landsbankann um eignarhlut í bankanum. Honum var flaggað á sínum tíma og fyrir liggja allar upplýsingar um áhættu hvors aðila um sig af viðskiptunum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Viðskipti Burðaráss og Orra Vigfússonar, bankaráðsmanns í Íslandsbanka, eru harðlega gagnrýnd úti á markaðnum. Kauphöllin gerði athugasemdir við viðskiptin, en taldi leiðrétta tilkynningu viðunandi. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar sagði að aðrir þættir viðskiptanna og eðli samningsins væru á verksviði Fjármálaeftirlitsins. Kauphöllin beindi því málinu þangað. Gagnrýnin beinist fyrst og fremst að því að fjárfestar hafi ekki verið upplýstir um hver bæri áhættu af bréfunum. Niðurstaðan er sú að Burðarás fær bréfin til baka á verði sem er langt undir núverandi markaðsgengi. Áhættan af breytingum á gengi bréfanna lá því allan tímann hjá Burðarási, en ekki hjá Orra eins og ætla mátti. Í kjölfarið hafa einnig verið settar fram spurningar um hvernig Íslandsbankabréfin voru bókfærð hjá Burðarási. Friðrik Jóhannsson forstjóri Burðaráss segir að farið hafi verið að öllum reglum varðandi viðskiptin og færslu þeirra í bókum félagsins. "Reikningsskil félagsins eru rétt og það þarf vart að ansa dylgjum um slíkt," segir Friðrik. "Við seldum bréfin á háu gengi í byrjun. Gengi sem var yfir markaðsgengi. Við töldum eftir samtal við Orra að hann gæti fengið erlenda fjárfesta að eignarhaldsfélagi sínu. Það gekk bara ekki eftir." Friðrik segir viðskiptin hafa verið með eðlilegum hætti. "Við höfðum samráð við Kauphöllina um tilkynninguna og þeir töldu hana í lagi. Svo skiptu þeir um skoðun sem er ekkert óeðlilegt." Friðrik segir að aðilar viðskiptanna hafi þegar komið til móts við Kauphöllina og sent nýja tilkynningu í samræmi við kröfur hennar. "Það var auðsótt mál af okkar hálfu að senda nýja tilkynningu." Fjármálaeftirlitið skoðar nú þessi viðskipti og fleiri þætti í sambandi við eignarhald Íslandsbanka. Þrír voru með stóra eignarhluti í framvirkum samningum í bankanum, auk Orra, eignarhaldsfélag í eigu Karls Wernerssonar og systkina hans. Það félag er komið yfir tíu prósenta hlut og fer því sjálfkrafa til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu. Helgi Magnússon er einnig með framvirkan samning við Landsbankann um eignarhlut í bankanum. Honum var flaggað á sínum tíma og fyrir liggja allar upplýsingar um áhættu hvors aðila um sig af viðskiptunum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira