Sjálfstæðismenn takast á 5. september 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það má velta upp þeirri spurningu hvort ræða Björgólfs Guðmundssonar, bankaráðsformanns Landsbankans, á þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna í fyrrakvöld og svar Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, við ræðu Björgólfs í Reykjavíkurbréfi sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins dragi ekki fyrst og fremst fram djúpstæð átök innan Sjálfstæðisflokksins -- jafnvel vísi að klofningi -- fremur en að þessi skoðanaskipti lýsi ólíkum áherslum stjórnmálamanna og frammámanna í viðskiptum. Í ræðu sinni talaði Björgólfur sem sjálfstæðismaður. Þegar hann sagði "við" átti hann við sjálfstæðismenn en ekki félaga sína í viðskiptum. Björgólfur undraði sig á að innan raða sjálfstæðismanna væru menn sem krefðust þess að íslenskum fyrirtækjum yrði búinn þrengri starfsskilyrði með lögum en annars staðar þekkist. Hann undraði sig á að meðal sjálfstæðismanna væru þeir til sem reyndu að magna upp ótta almennings við stór fyrirtæki og vekja almenna andúð á viðskiptalífinu. Og Björgólfur kvartaði undan leiðaraskrifum Morgunblaðsins sem virtust helst hafa það markmið að egna stjórnmálamenn til að þröngva íslensku samfélagi nokkra áratugi aftur í tímann og endurvekja einangrun lokaðs klíkusamfélagsins. Björgólfur talaði sem sjálfstæðismaður sem trúði enn á helstu stefnumál flokksins um frjálsan markað, frelsi einstaklinganna og valddreifingu í stað valdboða og miðstýringar. Hann talaði sem flokksmaður sem skyldi ekki hvers vegna forysta flokksins og ritstjóri Morgunblaðsins vildu sveigja af þeirri braut sem skilað hefur miklum árangri, opnað samfélagið og stóreflt. Án efa hefur Björgólfur talað þarna fyrir munn margra sjálfstæðismanna. Síðustu misseri hafa verið mörgum sjálfstæðismanninum erfið. Forysta flokksins og ritstjóri Morgunblaðsins hafa staðið fyrir áróðri fyrir afturhvarfi til valdstjórnarstjórnmála þar sem öll svið samfélagsins eru sett undir hælinn á stjórnvöldum. Það er ekki aðeins viðskiptalífið og flest stærstu og öflugustu fyrirtæki landsins sem hafa verið skotspænir forystu flokks og blaðs heldur allar helstu stofnanir landsins; Hæstiréttur, forsetinn, Háskólinn, umboðsmaður Alþingis, jafnréttislög. Í kjölfar mikils framfaraskeiðs og þegar íslenskt samfélag virðist hafa tækifæri til að eflast og stórlega batna fylltist forysta flokks og blaðs skyndilega einhverri óskýrðri ólund og hafði allt á hornum sér. Þegar Íslendingar fóru að sjá árangur erfiðis síns sá forysta flokks og blaðs aðeins svartnætti og hrópaði á bráðaaðgerðir til að forða samfélaginu frá glötun. Þetta hafa fleiri sjálfstæðismenn en Björgólfur átt erfitt með að skilja -- ekki síst þar sem beindist einna helst gegn því sem áður voru helstu baráttumál flokks og blaðs. Það er því alrangt af Styrmi Morgunblaðsritstjóra að túlka sjónarmið Björgólfs sem hagsmuni stórfyrirtækja. Sjónarmið Björgólfs njóta án nokkurs vafa meiri stuðnings innan sjálfstæðisflokksins en skoðanir Styrmis -- og það sama á reyndar við landsmenn alla, eins og fjölmargar skoðanakannanir hafa sýnt. Þegar Styrmir býður Björgólfi í lok Reykjavíkurbréfsins að láta af skoðunum sínum og taka upp skoðanir ritstjórans og hljóta að launum forystuhlutverk í viðskiptalífinu; verður okkur hins vegar ljós vandi Morgunblaðsritstjórans. Björgólfur hefur hingað til náð að túlka ágætlega sjónarmið viðskiptalífsins og ekki þurft að sækja það umboð til Morgunblaðsins. Í ræðu sinni á þingi SUS túlkaði hann einnig vel sjónarmið meirihluta almennra sjálfstæðismanna -- og aftur án aðstoðar eða blessunar Styrmis. Það er einkenni forystumanna að vera læsir á samtíma sinn og tækifærin sem hann ber með sér. Þeir sem lesa ekkert úr samtímanum annað en vá og ógn geta aldrei orðið forystumenn. Slíkir menn kallast úrtölumenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það má velta upp þeirri spurningu hvort ræða Björgólfs Guðmundssonar, bankaráðsformanns Landsbankans, á þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna í fyrrakvöld og svar Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, við ræðu Björgólfs í Reykjavíkurbréfi sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins dragi ekki fyrst og fremst fram djúpstæð átök innan Sjálfstæðisflokksins -- jafnvel vísi að klofningi -- fremur en að þessi skoðanaskipti lýsi ólíkum áherslum stjórnmálamanna og frammámanna í viðskiptum. Í ræðu sinni talaði Björgólfur sem sjálfstæðismaður. Þegar hann sagði "við" átti hann við sjálfstæðismenn en ekki félaga sína í viðskiptum. Björgólfur undraði sig á að innan raða sjálfstæðismanna væru menn sem krefðust þess að íslenskum fyrirtækjum yrði búinn þrengri starfsskilyrði með lögum en annars staðar þekkist. Hann undraði sig á að meðal sjálfstæðismanna væru þeir til sem reyndu að magna upp ótta almennings við stór fyrirtæki og vekja almenna andúð á viðskiptalífinu. Og Björgólfur kvartaði undan leiðaraskrifum Morgunblaðsins sem virtust helst hafa það markmið að egna stjórnmálamenn til að þröngva íslensku samfélagi nokkra áratugi aftur í tímann og endurvekja einangrun lokaðs klíkusamfélagsins. Björgólfur talaði sem sjálfstæðismaður sem trúði enn á helstu stefnumál flokksins um frjálsan markað, frelsi einstaklinganna og valddreifingu í stað valdboða og miðstýringar. Hann talaði sem flokksmaður sem skyldi ekki hvers vegna forysta flokksins og ritstjóri Morgunblaðsins vildu sveigja af þeirri braut sem skilað hefur miklum árangri, opnað samfélagið og stóreflt. Án efa hefur Björgólfur talað þarna fyrir munn margra sjálfstæðismanna. Síðustu misseri hafa verið mörgum sjálfstæðismanninum erfið. Forysta flokksins og ritstjóri Morgunblaðsins hafa staðið fyrir áróðri fyrir afturhvarfi til valdstjórnarstjórnmála þar sem öll svið samfélagsins eru sett undir hælinn á stjórnvöldum. Það er ekki aðeins viðskiptalífið og flest stærstu og öflugustu fyrirtæki landsins sem hafa verið skotspænir forystu flokks og blaðs heldur allar helstu stofnanir landsins; Hæstiréttur, forsetinn, Háskólinn, umboðsmaður Alþingis, jafnréttislög. Í kjölfar mikils framfaraskeiðs og þegar íslenskt samfélag virðist hafa tækifæri til að eflast og stórlega batna fylltist forysta flokks og blaðs skyndilega einhverri óskýrðri ólund og hafði allt á hornum sér. Þegar Íslendingar fóru að sjá árangur erfiðis síns sá forysta flokks og blaðs aðeins svartnætti og hrópaði á bráðaaðgerðir til að forða samfélaginu frá glötun. Þetta hafa fleiri sjálfstæðismenn en Björgólfur átt erfitt með að skilja -- ekki síst þar sem beindist einna helst gegn því sem áður voru helstu baráttumál flokks og blaðs. Það er því alrangt af Styrmi Morgunblaðsritstjóra að túlka sjónarmið Björgólfs sem hagsmuni stórfyrirtækja. Sjónarmið Björgólfs njóta án nokkurs vafa meiri stuðnings innan sjálfstæðisflokksins en skoðanir Styrmis -- og það sama á reyndar við landsmenn alla, eins og fjölmargar skoðanakannanir hafa sýnt. Þegar Styrmir býður Björgólfi í lok Reykjavíkurbréfsins að láta af skoðunum sínum og taka upp skoðanir ritstjórans og hljóta að launum forystuhlutverk í viðskiptalífinu; verður okkur hins vegar ljós vandi Morgunblaðsritstjórans. Björgólfur hefur hingað til náð að túlka ágætlega sjónarmið viðskiptalífsins og ekki þurft að sækja það umboð til Morgunblaðsins. Í ræðu sinni á þingi SUS túlkaði hann einnig vel sjónarmið meirihluta almennra sjálfstæðismanna -- og aftur án aðstoðar eða blessunar Styrmis. Það er einkenni forystumanna að vera læsir á samtíma sinn og tækifærin sem hann ber með sér. Þeir sem lesa ekkert úr samtímanum annað en vá og ógn geta aldrei orðið forystumenn. Slíkir menn kallast úrtölumenn.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun