Sjálfstæðismenn takast á 5. september 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það má velta upp þeirri spurningu hvort ræða Björgólfs Guðmundssonar, bankaráðsformanns Landsbankans, á þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna í fyrrakvöld og svar Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, við ræðu Björgólfs í Reykjavíkurbréfi sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins dragi ekki fyrst og fremst fram djúpstæð átök innan Sjálfstæðisflokksins -- jafnvel vísi að klofningi -- fremur en að þessi skoðanaskipti lýsi ólíkum áherslum stjórnmálamanna og frammámanna í viðskiptum. Í ræðu sinni talaði Björgólfur sem sjálfstæðismaður. Þegar hann sagði "við" átti hann við sjálfstæðismenn en ekki félaga sína í viðskiptum. Björgólfur undraði sig á að innan raða sjálfstæðismanna væru menn sem krefðust þess að íslenskum fyrirtækjum yrði búinn þrengri starfsskilyrði með lögum en annars staðar þekkist. Hann undraði sig á að meðal sjálfstæðismanna væru þeir til sem reyndu að magna upp ótta almennings við stór fyrirtæki og vekja almenna andúð á viðskiptalífinu. Og Björgólfur kvartaði undan leiðaraskrifum Morgunblaðsins sem virtust helst hafa það markmið að egna stjórnmálamenn til að þröngva íslensku samfélagi nokkra áratugi aftur í tímann og endurvekja einangrun lokaðs klíkusamfélagsins. Björgólfur talaði sem sjálfstæðismaður sem trúði enn á helstu stefnumál flokksins um frjálsan markað, frelsi einstaklinganna og valddreifingu í stað valdboða og miðstýringar. Hann talaði sem flokksmaður sem skyldi ekki hvers vegna forysta flokksins og ritstjóri Morgunblaðsins vildu sveigja af þeirri braut sem skilað hefur miklum árangri, opnað samfélagið og stóreflt. Án efa hefur Björgólfur talað þarna fyrir munn margra sjálfstæðismanna. Síðustu misseri hafa verið mörgum sjálfstæðismanninum erfið. Forysta flokksins og ritstjóri Morgunblaðsins hafa staðið fyrir áróðri fyrir afturhvarfi til valdstjórnarstjórnmála þar sem öll svið samfélagsins eru sett undir hælinn á stjórnvöldum. Það er ekki aðeins viðskiptalífið og flest stærstu og öflugustu fyrirtæki landsins sem hafa verið skotspænir forystu flokks og blaðs heldur allar helstu stofnanir landsins; Hæstiréttur, forsetinn, Háskólinn, umboðsmaður Alþingis, jafnréttislög. Í kjölfar mikils framfaraskeiðs og þegar íslenskt samfélag virðist hafa tækifæri til að eflast og stórlega batna fylltist forysta flokks og blaðs skyndilega einhverri óskýrðri ólund og hafði allt á hornum sér. Þegar Íslendingar fóru að sjá árangur erfiðis síns sá forysta flokks og blaðs aðeins svartnætti og hrópaði á bráðaaðgerðir til að forða samfélaginu frá glötun. Þetta hafa fleiri sjálfstæðismenn en Björgólfur átt erfitt með að skilja -- ekki síst þar sem beindist einna helst gegn því sem áður voru helstu baráttumál flokks og blaðs. Það er því alrangt af Styrmi Morgunblaðsritstjóra að túlka sjónarmið Björgólfs sem hagsmuni stórfyrirtækja. Sjónarmið Björgólfs njóta án nokkurs vafa meiri stuðnings innan sjálfstæðisflokksins en skoðanir Styrmis -- og það sama á reyndar við landsmenn alla, eins og fjölmargar skoðanakannanir hafa sýnt. Þegar Styrmir býður Björgólfi í lok Reykjavíkurbréfsins að láta af skoðunum sínum og taka upp skoðanir ritstjórans og hljóta að launum forystuhlutverk í viðskiptalífinu; verður okkur hins vegar ljós vandi Morgunblaðsritstjórans. Björgólfur hefur hingað til náð að túlka ágætlega sjónarmið viðskiptalífsins og ekki þurft að sækja það umboð til Morgunblaðsins. Í ræðu sinni á þingi SUS túlkaði hann einnig vel sjónarmið meirihluta almennra sjálfstæðismanna -- og aftur án aðstoðar eða blessunar Styrmis. Það er einkenni forystumanna að vera læsir á samtíma sinn og tækifærin sem hann ber með sér. Þeir sem lesa ekkert úr samtímanum annað en vá og ógn geta aldrei orðið forystumenn. Slíkir menn kallast úrtölumenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það má velta upp þeirri spurningu hvort ræða Björgólfs Guðmundssonar, bankaráðsformanns Landsbankans, á þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna í fyrrakvöld og svar Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, við ræðu Björgólfs í Reykjavíkurbréfi sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins dragi ekki fyrst og fremst fram djúpstæð átök innan Sjálfstæðisflokksins -- jafnvel vísi að klofningi -- fremur en að þessi skoðanaskipti lýsi ólíkum áherslum stjórnmálamanna og frammámanna í viðskiptum. Í ræðu sinni talaði Björgólfur sem sjálfstæðismaður. Þegar hann sagði "við" átti hann við sjálfstæðismenn en ekki félaga sína í viðskiptum. Björgólfur undraði sig á að innan raða sjálfstæðismanna væru menn sem krefðust þess að íslenskum fyrirtækjum yrði búinn þrengri starfsskilyrði með lögum en annars staðar þekkist. Hann undraði sig á að meðal sjálfstæðismanna væru þeir til sem reyndu að magna upp ótta almennings við stór fyrirtæki og vekja almenna andúð á viðskiptalífinu. Og Björgólfur kvartaði undan leiðaraskrifum Morgunblaðsins sem virtust helst hafa það markmið að egna stjórnmálamenn til að þröngva íslensku samfélagi nokkra áratugi aftur í tímann og endurvekja einangrun lokaðs klíkusamfélagsins. Björgólfur talaði sem sjálfstæðismaður sem trúði enn á helstu stefnumál flokksins um frjálsan markað, frelsi einstaklinganna og valddreifingu í stað valdboða og miðstýringar. Hann talaði sem flokksmaður sem skyldi ekki hvers vegna forysta flokksins og ritstjóri Morgunblaðsins vildu sveigja af þeirri braut sem skilað hefur miklum árangri, opnað samfélagið og stóreflt. Án efa hefur Björgólfur talað þarna fyrir munn margra sjálfstæðismanna. Síðustu misseri hafa verið mörgum sjálfstæðismanninum erfið. Forysta flokksins og ritstjóri Morgunblaðsins hafa staðið fyrir áróðri fyrir afturhvarfi til valdstjórnarstjórnmála þar sem öll svið samfélagsins eru sett undir hælinn á stjórnvöldum. Það er ekki aðeins viðskiptalífið og flest stærstu og öflugustu fyrirtæki landsins sem hafa verið skotspænir forystu flokks og blaðs heldur allar helstu stofnanir landsins; Hæstiréttur, forsetinn, Háskólinn, umboðsmaður Alþingis, jafnréttislög. Í kjölfar mikils framfaraskeiðs og þegar íslenskt samfélag virðist hafa tækifæri til að eflast og stórlega batna fylltist forysta flokks og blaðs skyndilega einhverri óskýrðri ólund og hafði allt á hornum sér. Þegar Íslendingar fóru að sjá árangur erfiðis síns sá forysta flokks og blaðs aðeins svartnætti og hrópaði á bráðaaðgerðir til að forða samfélaginu frá glötun. Þetta hafa fleiri sjálfstæðismenn en Björgólfur átt erfitt með að skilja -- ekki síst þar sem beindist einna helst gegn því sem áður voru helstu baráttumál flokks og blaðs. Það er því alrangt af Styrmi Morgunblaðsritstjóra að túlka sjónarmið Björgólfs sem hagsmuni stórfyrirtækja. Sjónarmið Björgólfs njóta án nokkurs vafa meiri stuðnings innan sjálfstæðisflokksins en skoðanir Styrmis -- og það sama á reyndar við landsmenn alla, eins og fjölmargar skoðanakannanir hafa sýnt. Þegar Styrmir býður Björgólfi í lok Reykjavíkurbréfsins að láta af skoðunum sínum og taka upp skoðanir ritstjórans og hljóta að launum forystuhlutverk í viðskiptalífinu; verður okkur hins vegar ljós vandi Morgunblaðsritstjórans. Björgólfur hefur hingað til náð að túlka ágætlega sjónarmið viðskiptalífsins og ekki þurft að sækja það umboð til Morgunblaðsins. Í ræðu sinni á þingi SUS túlkaði hann einnig vel sjónarmið meirihluta almennra sjálfstæðismanna -- og aftur án aðstoðar eða blessunar Styrmis. Það er einkenni forystumanna að vera læsir á samtíma sinn og tækifærin sem hann ber með sér. Þeir sem lesa ekkert úr samtímanum annað en vá og ógn geta aldrei orðið forystumenn. Slíkir menn kallast úrtölumenn.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar