Þetta er ekki deila ríkisins 17. september 2004 00:01 Forsætisráðherra segir ekki koma til greina að ríkið hlaupi undir bagga með sveitarfélögum til að mæta kröfum kennara. "Þetta er ekki okkar deila," segir Halldór Ásgrímsson. Hagfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir fjárhagsstöðu margra sveitarfélaga bága. Hún sé ekki eina fyrirstaða þess að erfiðlega gangi að semja við kennara. "Starfsfólk sveitarfélaganna er um 19 þúsund. Kennarar eru rúmlega fjögur þúsund. Þetta er því ekki bara spurning um hvort sveitarfélögin hafi efni á að koma til móts við þær kröfur sem kennarar fara fram á heldur verða sveitarfélög að standa ábyrg gagnvart öðrum starfsmönnum sínum," segir Gunnlaugur Júlíusson, sviðstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Gunnlaugur segir stöðu sveitarfélaga víða erfiða. Hann veltir fyrir sér hvort rétt sé gefið þegar ríkið telji sig geta lækkað skatta en sveitarfélögin safni skuldum og standi jafnvel frammi fyrir skattahækkunum. Það sé þó aðeins ein leið tveggja. Hin sé forgangsröðun verkefna sem ekki séu lögbundin, megi þar nefna menningarmál, íþróttamál og æskulýðsmál. "Ef ríkið telur sig eiga möguleika á að lækka skatta sín megin en sveitarfélögin segja; Við ráðum ekki við þau verkefni sem við höfum, þá er þetta spurning um millifærslu þar sem ríki og sveitarfélög eru sitt hvor hliðin á hinu opinbera," segir Gunnlaugur. Halldór Ásgrímsson segir hafa verið ljóst þegar sveitarfélögin tóku við grunnskólunum á sínum tíma að meira fjármagn frá ríkinu kæmi ekki til greina. Greiðslur ríkisins til sveitarfélaganna hafi ekki verið of lágar. Sveitarfélögum hafi verið veitt einum milljarði umfram þann kostnað sem ríkið hafi borið af grunnskólunum: "Sveitarfélögin verða að leysa kjaradeilu við kennurum á sínum vettvangi." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Forsætisráðherra segir ekki koma til greina að ríkið hlaupi undir bagga með sveitarfélögum til að mæta kröfum kennara. "Þetta er ekki okkar deila," segir Halldór Ásgrímsson. Hagfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir fjárhagsstöðu margra sveitarfélaga bága. Hún sé ekki eina fyrirstaða þess að erfiðlega gangi að semja við kennara. "Starfsfólk sveitarfélaganna er um 19 þúsund. Kennarar eru rúmlega fjögur þúsund. Þetta er því ekki bara spurning um hvort sveitarfélögin hafi efni á að koma til móts við þær kröfur sem kennarar fara fram á heldur verða sveitarfélög að standa ábyrg gagnvart öðrum starfsmönnum sínum," segir Gunnlaugur Júlíusson, sviðstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Gunnlaugur segir stöðu sveitarfélaga víða erfiða. Hann veltir fyrir sér hvort rétt sé gefið þegar ríkið telji sig geta lækkað skatta en sveitarfélögin safni skuldum og standi jafnvel frammi fyrir skattahækkunum. Það sé þó aðeins ein leið tveggja. Hin sé forgangsröðun verkefna sem ekki séu lögbundin, megi þar nefna menningarmál, íþróttamál og æskulýðsmál. "Ef ríkið telur sig eiga möguleika á að lækka skatta sín megin en sveitarfélögin segja; Við ráðum ekki við þau verkefni sem við höfum, þá er þetta spurning um millifærslu þar sem ríki og sveitarfélög eru sitt hvor hliðin á hinu opinbera," segir Gunnlaugur. Halldór Ásgrímsson segir hafa verið ljóst þegar sveitarfélögin tóku við grunnskólunum á sínum tíma að meira fjármagn frá ríkinu kæmi ekki til greina. Greiðslur ríkisins til sveitarfélaganna hafi ekki verið of lágar. Sveitarfélögum hafi verið veitt einum milljarði umfram þann kostnað sem ríkið hafi borið af grunnskólunum: "Sveitarfélögin verða að leysa kjaradeilu við kennurum á sínum vettvangi."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira