Fáum ekki aðstoð verkfallssjóðs 20. september 2004 00:01 Systurnar, Júlíana Ósk og Guðmunda Guðmundsdætur, segja barnapössun vegna kennaraverkfallsins bjargast fyrstu dagana en málið farið virkilega að vandast ef teygist á verfallinu. Sjötugur faðir systranna, Guðmundur Árni Bjarnason, ætlar að gæta fjögurra barnabarna sinna í verkfallinu en fyrir passar hann yngsta barnabarnið. Systurnar skiptust á að fara í vinnu í gær þar sem faðir þeirra fór vestur í réttir með gömlum vini. "Hann ætlaði ekki að fara í réttirnar af því hann væri að passa. En hann fer svo sjaldan eitthvað að ég tók það ekki í mál og við systurnar hjálpuðumst að í gær," segir Júlíana. En faðir hennar passar jafnan yngsta barnið á móti eiginmanni hennar sem er í vaktavinnu. Guðmunda vann fyrri part dagsins í gær en kom síðan og tók við af Júlíönu um eittleytið svo hún kæmist til vinnu . Júlíana á alls fjögur börn og þar af eru tvö á skólaaldri, sjö og níu ára. Dóttir Guðmundu var að byrja í skóla í haust og á hún annað barn á leikskólaaldri. Júlíana vinnur á lítilli bókhaldsskrifstofu og segist mæta skilningi hjá yfirmanni sínum sem er giftur kennara. Þannig hafi hún oft þann kost að hliðra til vinnutímanum og vinna jafnvel eitthvað á kvöldin. "Það er engin leið fyrir mig að missa marga daga úr vinnu því rekstur heimilisins er háður tekjunum. Það eru engir verfallssjóðir sem styðja við bakið á mér eða minni fjölskyldu," segir Júlíana. Hún er mjög þakklát föður sínum sem ætlar að gæta barnanna en það geti auðvitað bara gengið í nokkra daga. Fjögur börn séu alltof mikið álag á sjötugan mann því þurfi jafnvel að finna aðrar lausnir ef verkfallið teygist á langinn. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Systurnar, Júlíana Ósk og Guðmunda Guðmundsdætur, segja barnapössun vegna kennaraverkfallsins bjargast fyrstu dagana en málið farið virkilega að vandast ef teygist á verfallinu. Sjötugur faðir systranna, Guðmundur Árni Bjarnason, ætlar að gæta fjögurra barnabarna sinna í verkfallinu en fyrir passar hann yngsta barnabarnið. Systurnar skiptust á að fara í vinnu í gær þar sem faðir þeirra fór vestur í réttir með gömlum vini. "Hann ætlaði ekki að fara í réttirnar af því hann væri að passa. En hann fer svo sjaldan eitthvað að ég tók það ekki í mál og við systurnar hjálpuðumst að í gær," segir Júlíana. En faðir hennar passar jafnan yngsta barnið á móti eiginmanni hennar sem er í vaktavinnu. Guðmunda vann fyrri part dagsins í gær en kom síðan og tók við af Júlíönu um eittleytið svo hún kæmist til vinnu . Júlíana á alls fjögur börn og þar af eru tvö á skólaaldri, sjö og níu ára. Dóttir Guðmundu var að byrja í skóla í haust og á hún annað barn á leikskólaaldri. Júlíana vinnur á lítilli bókhaldsskrifstofu og segist mæta skilningi hjá yfirmanni sínum sem er giftur kennara. Þannig hafi hún oft þann kost að hliðra til vinnutímanum og vinna jafnvel eitthvað á kvöldin. "Það er engin leið fyrir mig að missa marga daga úr vinnu því rekstur heimilisins er háður tekjunum. Það eru engir verfallssjóðir sem styðja við bakið á mér eða minni fjölskyldu," segir Júlíana. Hún er mjög þakklát föður sínum sem ætlar að gæta barnanna en það geti auðvitað bara gengið í nokkra daga. Fjögur börn séu alltof mikið álag á sjötugan mann því þurfi jafnvel að finna aðrar lausnir ef verkfallið teygist á langinn.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira