Barnagæslan verkfallsbrot 20. september 2004 00:01 Kennarar segja skipulagða barnagæslu fyrirtækja á nokkrum stöðum meðan á verkfalli stendur vera verkfallsbrot. Þeir eru nú að íhuga til hvaða aðgerða á að grípa. Mjög mikil aðsókn er í gæsluna og komast færri að en vilja. Í Valshemilinu voru um hundrað börn starfsmanna KB banka í gæslu í dag en hún er skipulögð af starfsmönnunum sjálfum. Verkfallsverðir grunnskólakennara komu í heimsókn þar í morgun til að kynna sér starfsemina en börnin eru aðallega í íþróttum og alls kyns leikjum. Telja kennarar að það gæti verið verkfallsbrot þar sem þannig væri verið að ganga í störf íþróttakennara Ekki líta skipuleggjendur svo á að þeir séu að fremja verkfallsbrot, enda sé ekki verið að kenna börnunum neitt heldur eingöngu að skipuleggja dagskrá fyrir þau. Og þörfin fyrir gæsluna er greinilega mikil. Svali Björgvinsson, starfsmaður KB banka, segir að á bilinu 15-20 fyrirtæki hafi haft samband við sig til að athuga hvort þau mættu taka þátt í henni. Það hafi hins vegar ekki verið hægt að verða við því. Í Þróttarheimilinu í Laugardalnum mættu 120 börn starfsmanna Íslandsbanka og Sjóvár- Almennra. Þar er einnig þaulskipulögð dagskrá. Ásgerður Guðmundsóttir, skólastjóri Heilsuskólans sem svo er kallaður, segir einn hópinn vera í listasmiðju, annan í íþróttasalnum og tveir hópar eru úti í einu, annað hvort í vettvangsferð eða í leikjum. Ásgerður segir að þessi skipulagða dagskrá sé algjör forsenda þess að börnin geti tekist á við álagið sem fylgir verkfallinu. Verkfallstjórn grunnskólakennara fylgist grannt með og her verkfallsvarða hefur heimsótt gæslustaði og skóla um allt land í dag. Rétt fyrir fréttir komst verkfallstjórnin að þeirri niðurstöðu að þarna og á fleiri stöðum væri verið að ganga í störf kennara og að litið væri á það sem verkfallsbrot. Kennarar eru nú að íhuga til hvaða aðgerða eigi að grípa. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Kennarar segja skipulagða barnagæslu fyrirtækja á nokkrum stöðum meðan á verkfalli stendur vera verkfallsbrot. Þeir eru nú að íhuga til hvaða aðgerða á að grípa. Mjög mikil aðsókn er í gæsluna og komast færri að en vilja. Í Valshemilinu voru um hundrað börn starfsmanna KB banka í gæslu í dag en hún er skipulögð af starfsmönnunum sjálfum. Verkfallsverðir grunnskólakennara komu í heimsókn þar í morgun til að kynna sér starfsemina en börnin eru aðallega í íþróttum og alls kyns leikjum. Telja kennarar að það gæti verið verkfallsbrot þar sem þannig væri verið að ganga í störf íþróttakennara Ekki líta skipuleggjendur svo á að þeir séu að fremja verkfallsbrot, enda sé ekki verið að kenna börnunum neitt heldur eingöngu að skipuleggja dagskrá fyrir þau. Og þörfin fyrir gæsluna er greinilega mikil. Svali Björgvinsson, starfsmaður KB banka, segir að á bilinu 15-20 fyrirtæki hafi haft samband við sig til að athuga hvort þau mættu taka þátt í henni. Það hafi hins vegar ekki verið hægt að verða við því. Í Þróttarheimilinu í Laugardalnum mættu 120 börn starfsmanna Íslandsbanka og Sjóvár- Almennra. Þar er einnig þaulskipulögð dagskrá. Ásgerður Guðmundsóttir, skólastjóri Heilsuskólans sem svo er kallaður, segir einn hópinn vera í listasmiðju, annan í íþróttasalnum og tveir hópar eru úti í einu, annað hvort í vettvangsferð eða í leikjum. Ásgerður segir að þessi skipulagða dagskrá sé algjör forsenda þess að börnin geti tekist á við álagið sem fylgir verkfallinu. Verkfallstjórn grunnskólakennara fylgist grannt með og her verkfallsvarða hefur heimsótt gæslustaði og skóla um allt land í dag. Rétt fyrir fréttir komst verkfallstjórnin að þeirri niðurstöðu að þarna og á fleiri stöðum væri verið að ganga í störf kennara og að litið væri á það sem verkfallsbrot. Kennarar eru nú að íhuga til hvaða aðgerða eigi að grípa.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira