Tugir fatlaðra barna án vistunar 21. september 2004 00:01 Stærstur hluti fatlaðra nemenda í grunnskólum landsins verður hart úti í yfirstandandi kennaraverkfalli. Um 75 börn í Öskjuhlíðarskóla eru dæmd til að vera heima allan daginn, þar sem þau fá ekki skóladagvist. Allt rask á skipulagi hversdagsins kemur ákaflega illa við fötluðu börnin, sem þurfa helst að hafa allt í föstum skorðum. "Dóttir okkar er þroskaheft með einhverfu," sagði Sigurður Sigurðsson, faðir lítillar stúlku, einnar þeirra sem lenda illa úti í kennaraverkfallinu. Hún stundar nám í Safamýrarskóla, en þar eru börn sem eiga við hvað mesta fötlun að stríða. Hún fær þó skóladagvist eftir hádegi "Líf einhverfu barnanna snýst um að hafa reglu á öllum hlutum," sagði faðir hennar. "Rask, eins og svona verkfall hefur í för með sér er það versta sem kemur fyrir þau." Einar Hólm skólastjóri Öskjuhlíðarskóla sagði, að skóladagvist á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar væri í boði fyrir alla nemendur í 1. - 4. bekk skólans, sem sótt hefði verið um fyrir. Í þessum bekkjum væru 25 - 26 börn. Sú starfsemi væri óbreytt í kennaraverkfallinu og gætu nemendurnir sótt hana eftir klukkan eitt á daginn. Þá hefði ÍTR nýverið tekið við skóladagvist 5. - 10. bekk. Þar hefði ekki verið ráðið starfsfólk enn sem komið væri. "Nemendur 5. - 10. bekkjar, sem eru um 75 talsins, eru því alfarið án tilboða í þessu verkfalli," sagði hann. Gerður Aagot Árnadóttir, formaður Foreldrafélags Öskjuhlíðarskóla, gagnrýndi mjög, að aðgerðir af því tagi sem kennarar stæðu nú fyrir bitnuðu alltaf harðast á fötluðum börnum og aðstandendum þeirra. "Það er eins og alltaf sé hægt að setja okkur í algerlega vonlausa aðstöðu," sagði hún. "Það er hægt að reyna að útvega einhverja pössun hér og þar. En krakkarnir þola þetta ekki. Ef þetta eru mikið fötluð börn, eins og eru í sérskólunum, þá þola þau alls ekki einhvern þvæling. Þetta veldur þeim mikilli vanlíðan. Þau verða erfið og óróleg. Mér finnst þetta ekki vera boðlegt, sem þessum fjölskyldum er boðið upp á." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Stærstur hluti fatlaðra nemenda í grunnskólum landsins verður hart úti í yfirstandandi kennaraverkfalli. Um 75 börn í Öskjuhlíðarskóla eru dæmd til að vera heima allan daginn, þar sem þau fá ekki skóladagvist. Allt rask á skipulagi hversdagsins kemur ákaflega illa við fötluðu börnin, sem þurfa helst að hafa allt í föstum skorðum. "Dóttir okkar er þroskaheft með einhverfu," sagði Sigurður Sigurðsson, faðir lítillar stúlku, einnar þeirra sem lenda illa úti í kennaraverkfallinu. Hún stundar nám í Safamýrarskóla, en þar eru börn sem eiga við hvað mesta fötlun að stríða. Hún fær þó skóladagvist eftir hádegi "Líf einhverfu barnanna snýst um að hafa reglu á öllum hlutum," sagði faðir hennar. "Rask, eins og svona verkfall hefur í för með sér er það versta sem kemur fyrir þau." Einar Hólm skólastjóri Öskjuhlíðarskóla sagði, að skóladagvist á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar væri í boði fyrir alla nemendur í 1. - 4. bekk skólans, sem sótt hefði verið um fyrir. Í þessum bekkjum væru 25 - 26 börn. Sú starfsemi væri óbreytt í kennaraverkfallinu og gætu nemendurnir sótt hana eftir klukkan eitt á daginn. Þá hefði ÍTR nýverið tekið við skóladagvist 5. - 10. bekk. Þar hefði ekki verið ráðið starfsfólk enn sem komið væri. "Nemendur 5. - 10. bekkjar, sem eru um 75 talsins, eru því alfarið án tilboða í þessu verkfalli," sagði hann. Gerður Aagot Árnadóttir, formaður Foreldrafélags Öskjuhlíðarskóla, gagnrýndi mjög, að aðgerðir af því tagi sem kennarar stæðu nú fyrir bitnuðu alltaf harðast á fötluðum börnum og aðstandendum þeirra. "Það er eins og alltaf sé hægt að setja okkur í algerlega vonlausa aðstöðu," sagði hún. "Það er hægt að reyna að útvega einhverja pössun hér og þar. En krakkarnir þola þetta ekki. Ef þetta eru mikið fötluð börn, eins og eru í sérskólunum, þá þola þau alls ekki einhvern þvæling. Þetta veldur þeim mikilli vanlíðan. Þau verða erfið og óróleg. Mér finnst þetta ekki vera boðlegt, sem þessum fjölskyldum er boðið upp á."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira