Þorgerður útilokar ekki inngrip 22. september 2004 00:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra útilokar ekki að stjórnvöld grípi inn í deilu kennara. "Ég mun ekki beita mér neitt í deilu kennara og sveitarfélaganna; alla vega ekki í bili," sagði Þorgerður eftir fund með fulltrúum svæðasamtaka og landssamtaka foreldra í ráðuneytinu í gær. Þorgerður segir ekki tímabært að segja til hvaða aðgerða hún gripi. "Það eru ákveðnar leiðir í stöðunni sem hægt væri að fara. Algerlega ótímabært er að ræða þær," segir Þorgerður Katrín. Hún gaf ekki upp hvenær tímabært væri að grípa inn í deilu kennara og sveitarfélaganna. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, vinnumarkaðsfæðingur og lekor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir það neyðarúrræði grípi stjórnvöld til aðgerða vegna verkfalls kennara. Sú leið sem stjórnvöldum sé fær til að stöðva verkfallið sé setning bráðabirgðalaga. "Verkfallinu er þá aflýst og starfsmenn hverfa aftur til starfa," segir Gylfi. Deilan standi eftir óleyst og líklegast í mikilli óþökk verkalýðshreyfinga. Bergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK, mætti á fund menntamálaráðherra í gær til að benda á ósanngirni þess að verkfall kennara bitnaði á börnum en ekki vinnuveitendum. "Þorgerður er yfirmaður menntamála í landinu. Ég er persónulega á þeirri skoðun að hún þurfi að axla þá ábyrgð og grípa inní deilu sveitarfélaga og kennara á einhvern hátt," sagði Bergþóra og bætti við: "Það er á ábyrgð menntamálaráðuneytisins að börnin fái þá menntun sem þau eiga heimtingu á samkvæmt lögum. Ég get ekki séð að ráðuneytið geti þvegið hendur sína að því." Elín Thorarensen, stjórnarmaður Heimilis og skóla - Landssamtaks foreldra, sat einnig fundinn. Hún segir óábyrgt af sveitarfélögum og kennurum að fara í verkfall: "Þeir eru búnir að hafa sex mánuði til að leysa deiluna. Að sjálfsögðu áttu þeir að vera búnir að því áður en verkfall skall á." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra útilokar ekki að stjórnvöld grípi inn í deilu kennara. "Ég mun ekki beita mér neitt í deilu kennara og sveitarfélaganna; alla vega ekki í bili," sagði Þorgerður eftir fund með fulltrúum svæðasamtaka og landssamtaka foreldra í ráðuneytinu í gær. Þorgerður segir ekki tímabært að segja til hvaða aðgerða hún gripi. "Það eru ákveðnar leiðir í stöðunni sem hægt væri að fara. Algerlega ótímabært er að ræða þær," segir Þorgerður Katrín. Hún gaf ekki upp hvenær tímabært væri að grípa inn í deilu kennara og sveitarfélaganna. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, vinnumarkaðsfæðingur og lekor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir það neyðarúrræði grípi stjórnvöld til aðgerða vegna verkfalls kennara. Sú leið sem stjórnvöldum sé fær til að stöðva verkfallið sé setning bráðabirgðalaga. "Verkfallinu er þá aflýst og starfsmenn hverfa aftur til starfa," segir Gylfi. Deilan standi eftir óleyst og líklegast í mikilli óþökk verkalýðshreyfinga. Bergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK, mætti á fund menntamálaráðherra í gær til að benda á ósanngirni þess að verkfall kennara bitnaði á börnum en ekki vinnuveitendum. "Þorgerður er yfirmaður menntamála í landinu. Ég er persónulega á þeirri skoðun að hún þurfi að axla þá ábyrgð og grípa inní deilu sveitarfélaga og kennara á einhvern hátt," sagði Bergþóra og bætti við: "Það er á ábyrgð menntamálaráðuneytisins að börnin fái þá menntun sem þau eiga heimtingu á samkvæmt lögum. Ég get ekki séð að ráðuneytið geti þvegið hendur sína að því." Elín Thorarensen, stjórnarmaður Heimilis og skóla - Landssamtaks foreldra, sat einnig fundinn. Hún segir óábyrgt af sveitarfélögum og kennurum að fara í verkfall: "Þeir eru búnir að hafa sex mánuði til að leysa deiluna. Að sjálfsögðu áttu þeir að vera búnir að því áður en verkfall skall á."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira