Langt í úrlausn verkfalls 23. september 2004 00:01 Samninganefnd kennara hyggst ekki funda með launanefnd sveitarfélaganna fyrr en nýtt tilboð liggur á borðinu. Launanefnd sveitarfélaganna ætlar ekki að leggja fram tilboðið fyrr en umræður hafa farið fram milli þeirra og kennara. Fyrsta fundi deilenda eftir að til verkfalls kennara kom lauk á tólfta tímanum í gærmorgun. Næsti fundur hefur verið boðaður eftir tæpa viku. Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir tilboði launanefndarinnar ekki hafa verið hnikað um sentimetra frá því í vor. "Það hlýtur að liggja í augum uppi að við bíðum þar til þeir sýna einhvern lit," segir Finnbogi. "Það sem liggur á borðinu hjá þeim núna er nákvæmlega það sama og í vor og ástæða þess að við greiddum atkvæði um verkfall." Birgir Björn Sigurjónsson segir launanefnd sveitarfélaganna hafa komið með nýtt tilboð á fund kennara á sunnudag. Um það hafi ekki verið rætt. "Ég held að báðar samninganefndirnar hafi gengið eins langt og þær treystu sér til á sunnudag. Sáttasemjari bað báða hópana um að hittast á mánudaginn og fara í opna umræðu um hvaða leiðir væru mögulegar í stöðunni. Kennararnir sögðu að kröfur þeirra væru ófrávíkjanlegar og höfnuðu viðræðum. Þeir sögðu að ekki kæmi til neinna viðræðna fyrr en við legðum fram nýtt tilboð. Þar stendur málið," segir Birgir. Launanefndin sé öllum stundum tilbúin til viðræðna við kennara. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari segir mikinn ágreining um efnisdrög samninganna. "Ég hef hvatt báða aðila til að hugleiða hvernig þeir geti nálgast hvorn annan," segir Ásmundur. Eiríkur Jónsson gerði grein fyrir stöðu kjaradeilnanna á fundi með kennurum í verkfallshúsi þeirra í Borgartúni í fyrrakvöld. Hann segir samninganefnd kennara hafa fengið skýr skilaboð frá félagsmönnum. "Við förum ekki frá samningaborðinu fyrr en við höfum náð markmiðum okkar varðandi kennsluskyldu og verkstjórnarþáttinn, ásamt því að svokallaður launapottur verði færður inn í grunnlaun. Þetta eru ófrávíkjanlegar kröfur," segir Eiríkur, sem fundar ekki fyrr en tilboð sveitafélaganna berst. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Samninganefnd kennara hyggst ekki funda með launanefnd sveitarfélaganna fyrr en nýtt tilboð liggur á borðinu. Launanefnd sveitarfélaganna ætlar ekki að leggja fram tilboðið fyrr en umræður hafa farið fram milli þeirra og kennara. Fyrsta fundi deilenda eftir að til verkfalls kennara kom lauk á tólfta tímanum í gærmorgun. Næsti fundur hefur verið boðaður eftir tæpa viku. Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir tilboði launanefndarinnar ekki hafa verið hnikað um sentimetra frá því í vor. "Það hlýtur að liggja í augum uppi að við bíðum þar til þeir sýna einhvern lit," segir Finnbogi. "Það sem liggur á borðinu hjá þeim núna er nákvæmlega það sama og í vor og ástæða þess að við greiddum atkvæði um verkfall." Birgir Björn Sigurjónsson segir launanefnd sveitarfélaganna hafa komið með nýtt tilboð á fund kennara á sunnudag. Um það hafi ekki verið rætt. "Ég held að báðar samninganefndirnar hafi gengið eins langt og þær treystu sér til á sunnudag. Sáttasemjari bað báða hópana um að hittast á mánudaginn og fara í opna umræðu um hvaða leiðir væru mögulegar í stöðunni. Kennararnir sögðu að kröfur þeirra væru ófrávíkjanlegar og höfnuðu viðræðum. Þeir sögðu að ekki kæmi til neinna viðræðna fyrr en við legðum fram nýtt tilboð. Þar stendur málið," segir Birgir. Launanefndin sé öllum stundum tilbúin til viðræðna við kennara. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari segir mikinn ágreining um efnisdrög samninganna. "Ég hef hvatt báða aðila til að hugleiða hvernig þeir geti nálgast hvorn annan," segir Ásmundur. Eiríkur Jónsson gerði grein fyrir stöðu kjaradeilnanna á fundi með kennurum í verkfallshúsi þeirra í Borgartúni í fyrrakvöld. Hann segir samninganefnd kennara hafa fengið skýr skilaboð frá félagsmönnum. "Við förum ekki frá samningaborðinu fyrr en við höfum náð markmiðum okkar varðandi kennsluskyldu og verkstjórnarþáttinn, ásamt því að svokallaður launapottur verði færður inn í grunnlaun. Þetta eru ófrávíkjanlegar kröfur," segir Eiríkur, sem fundar ekki fyrr en tilboð sveitafélaganna berst.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira