Undrast ásakanir kennara 26. september 2004 00:01 Formaður samninganefndar sveitarfélaganna undrast ásakanir forsvarsmanna kennara um að loðið orðalag hafi rýrt gildi samninga sem kennarar gerðu við sveitarfélögin árið 2001. Hann segir ekki hægt að lofa því að komið verði til móts við kennara á fimmtudaginn, haldi þeir áfram tali um ófrávíkjanlegar kröfur. Í fréttum Stöðvar 2 á föstudag sagði Agla Ástbjörnsdóttir í samninganefnd kennara að hefði nefndin vitað fyrirfram hvernig framkvæmd samninganna við kennara árið 2001 hefði orðið, hefðu félagsmenn kolfellt samninginn. Þessi ummæli undrast formaður samninganefndar sveitarfélaga, Birgir Björn Sigurjónsson, sem segir að sett hafi verið á fót sérstök verkefnisstjórn til þess að svara öllum þeim spurningum sem upp kynnu að koma hjá kennurum. Þau svör megi finna á vefnum. Hann segir að orðalagið sé alls ekki loðið heldur séu samningsgreinarnar mjög vandaðar, sem og umfjöllunin í inngangi samningsins þar sem breytingar eru útskýrðar. En hvað sem öðru líður verður þetta orðaskak væntanlega ekki til þess að bæta andrúmsloftið fyrir næsta fund deiluaðila á fimmtudaginn. Kennarar ætla ekki að gera neinar tilslakanir fram að þeim tíma og flest bendir til að hið sama verði uppi á teningnum hjá launanefnd sveitarfélaganna. „Orð verða til alls fyrst; það gerist náttúrlega ekkert án samræðu,“ segir Birgir Björn. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Formaður samninganefndar sveitarfélaganna undrast ásakanir forsvarsmanna kennara um að loðið orðalag hafi rýrt gildi samninga sem kennarar gerðu við sveitarfélögin árið 2001. Hann segir ekki hægt að lofa því að komið verði til móts við kennara á fimmtudaginn, haldi þeir áfram tali um ófrávíkjanlegar kröfur. Í fréttum Stöðvar 2 á föstudag sagði Agla Ástbjörnsdóttir í samninganefnd kennara að hefði nefndin vitað fyrirfram hvernig framkvæmd samninganna við kennara árið 2001 hefði orðið, hefðu félagsmenn kolfellt samninginn. Þessi ummæli undrast formaður samninganefndar sveitarfélaga, Birgir Björn Sigurjónsson, sem segir að sett hafi verið á fót sérstök verkefnisstjórn til þess að svara öllum þeim spurningum sem upp kynnu að koma hjá kennurum. Þau svör megi finna á vefnum. Hann segir að orðalagið sé alls ekki loðið heldur séu samningsgreinarnar mjög vandaðar, sem og umfjöllunin í inngangi samningsins þar sem breytingar eru útskýrðar. En hvað sem öðru líður verður þetta orðaskak væntanlega ekki til þess að bæta andrúmsloftið fyrir næsta fund deiluaðila á fimmtudaginn. Kennarar ætla ekki að gera neinar tilslakanir fram að þeim tíma og flest bendir til að hið sama verði uppi á teningnum hjá launanefnd sveitarfélaganna. „Orð verða til alls fyrst; það gerist náttúrlega ekkert án samræðu,“ segir Birgir Björn.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira