6,1 milljarðs halli á ríkissjóði 30. september 2004 00:01 6,1 milljarðs króna halli varð á rekstri ríkissjóðs á síðasta ári samanborið við 8,1 milljarðs króna halla árið á undan. Þetta kemur fram í niðurstöðutölum ríkisreiknings fyrir árið 2003 sem birtar voru í dag. Tekjur ársins urðu 275 milljarðar króna, 33,9% af landsframleiðslu samanborið við 33,3% árið 2002. Gjöld ársins voru 281 milljarðar króna eða 34,6% af landsframleiðslu sem er svipað hlutfall og á fyrra ári. Útgjöld til heilbrigðismála, almannatrygginga og fræðslumála vega þungt hjá ríkissjóði og námu þau alls 152 milljörðum króna eða 54,2% af útgjöldum ríkisins. Þegar afkoman er skoðuð án tilfallandi liða eins og eignasölu, lífeyrisskuldbindinga og afskrifta á skattkröfum kemur fram 1,1 milljarðs króna halli sem er í meginatriðum í samræmi við forsendur fjárlaga, að viðbættum tvennum fjáraukalögum, að því er segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. Lánsfjárjöfnuður Rekstur ríkissjóðs skilaði 3,4 milljarða króna lánsfjárafgangi, umfram 8,6 milljarða greiðslur vegna lífeyrisskuldbindinga, sem er verulegur viðsnúningur frá fyrra ári en þá var 14,6 milljarða króna lánsfjárþörf. Ríkissjóður nýtti lánsfjárafgang ársins til að greiða niður langtímaskuldir. Aðstæður á innlendum skuldabréfamarkaði voru jafnframt nýttar til að lækka erlendar skuldir og auka vægi innlendra skulda. Þannig voru erlendar skuldir greiddar niður um 18 milljarða á árinu og námu þær 20,3% af landframleiðslu í árslok 2003 í stað 23,4% árið áður. Tekin lán ríkissjóðs námu 277 milljörðum króna í lok árs 2003 eða 34,2% af landsframleiðslu samanborið við 36,1% í árslok 2002 Tekjur ríkissjóðs Tekjur ársins urðu 275 milljarðar króna, 33,9% af landsframleiðslu samanborið við 33,3% árið 2002. Tekjubreytingin milli ára endurspeglar góða afkomu fyrirtækja í landinu og vaxandi kaupmátt almennings. Þannig aukast tekjur af skattlagningu á lögaðila um nálægt 40% frá fyrra ári. Einnig kemur fram töluverð raunaukning í tekjum af veltusköttum eins og virðisaukaskatti og vörugjöldum á milli ára. Hins vegar lækka vaxtatekjur ríkissjóðs á milli ára um 4,5 milljarða króna sem má bæði rekja til lægra vaxtastigs og þeirrar tiltektar sem hefur farið fram varðandi afskriftir á ofmetnum skattkröfum á undanförnum árum. Gjöld ríkissjóðs Gjöld ársins voru 281 milljarðar króna eða 34,6% af landsframleiðslu sem er svipað hlutfall og á fyrra ári. Útgjöld til heilbrigðismála, almannatrygginga og fræðslumála vega þungt hjá ríkissjóði og námu þau alls 152 milljörðum króna eða 54,2% af útgjöldum ríkisins. Árið 2002 námu þessi útgjöld tæplega 137 milljörðum króna eða 51,1%. Hækkunin á milli ára nam tæplega 16 milljörðum króna eða um 9,4% að raungildi. Mest aukning útgjalda varð til almannatrygginga en þau hækkuðu um 9,4 milljarða króna eða 17,5% að raungildi. Af þeirri hækkun eru 5,5 milljarðar króna vegna hækkunar lífeyris- og félagslegra bóta sem endurspeglar þær áherslur sem lagðar eru á framlög til þessa málaflokks. Framlög til heilbrigðismála jukust um 3,6 milljarða eða 3,3% að raungildi og til fræðslumála um 2,6 milljarða eða 8,7% að raungildi. Loks jukust framlög til samgöngumála um 2,2 milljarða króna eða 11,6% að raungildi. Á móti vegur að fjármagnskostnaður lækkaði um 0,7 milljarða á árinu og er nú 2,7 milljörðum lægri en árið 2001. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
6,1 milljarðs króna halli varð á rekstri ríkissjóðs á síðasta ári samanborið við 8,1 milljarðs króna halla árið á undan. Þetta kemur fram í niðurstöðutölum ríkisreiknings fyrir árið 2003 sem birtar voru í dag. Tekjur ársins urðu 275 milljarðar króna, 33,9% af landsframleiðslu samanborið við 33,3% árið 2002. Gjöld ársins voru 281 milljarðar króna eða 34,6% af landsframleiðslu sem er svipað hlutfall og á fyrra ári. Útgjöld til heilbrigðismála, almannatrygginga og fræðslumála vega þungt hjá ríkissjóði og námu þau alls 152 milljörðum króna eða 54,2% af útgjöldum ríkisins. Þegar afkoman er skoðuð án tilfallandi liða eins og eignasölu, lífeyrisskuldbindinga og afskrifta á skattkröfum kemur fram 1,1 milljarðs króna halli sem er í meginatriðum í samræmi við forsendur fjárlaga, að viðbættum tvennum fjáraukalögum, að því er segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. Lánsfjárjöfnuður Rekstur ríkissjóðs skilaði 3,4 milljarða króna lánsfjárafgangi, umfram 8,6 milljarða greiðslur vegna lífeyrisskuldbindinga, sem er verulegur viðsnúningur frá fyrra ári en þá var 14,6 milljarða króna lánsfjárþörf. Ríkissjóður nýtti lánsfjárafgang ársins til að greiða niður langtímaskuldir. Aðstæður á innlendum skuldabréfamarkaði voru jafnframt nýttar til að lækka erlendar skuldir og auka vægi innlendra skulda. Þannig voru erlendar skuldir greiddar niður um 18 milljarða á árinu og námu þær 20,3% af landframleiðslu í árslok 2003 í stað 23,4% árið áður. Tekin lán ríkissjóðs námu 277 milljörðum króna í lok árs 2003 eða 34,2% af landsframleiðslu samanborið við 36,1% í árslok 2002 Tekjur ríkissjóðs Tekjur ársins urðu 275 milljarðar króna, 33,9% af landsframleiðslu samanborið við 33,3% árið 2002. Tekjubreytingin milli ára endurspeglar góða afkomu fyrirtækja í landinu og vaxandi kaupmátt almennings. Þannig aukast tekjur af skattlagningu á lögaðila um nálægt 40% frá fyrra ári. Einnig kemur fram töluverð raunaukning í tekjum af veltusköttum eins og virðisaukaskatti og vörugjöldum á milli ára. Hins vegar lækka vaxtatekjur ríkissjóðs á milli ára um 4,5 milljarða króna sem má bæði rekja til lægra vaxtastigs og þeirrar tiltektar sem hefur farið fram varðandi afskriftir á ofmetnum skattkröfum á undanförnum árum. Gjöld ríkissjóðs Gjöld ársins voru 281 milljarðar króna eða 34,6% af landsframleiðslu sem er svipað hlutfall og á fyrra ári. Útgjöld til heilbrigðismála, almannatrygginga og fræðslumála vega þungt hjá ríkissjóði og námu þau alls 152 milljörðum króna eða 54,2% af útgjöldum ríkisins. Árið 2002 námu þessi útgjöld tæplega 137 milljörðum króna eða 51,1%. Hækkunin á milli ára nam tæplega 16 milljörðum króna eða um 9,4% að raungildi. Mest aukning útgjalda varð til almannatrygginga en þau hækkuðu um 9,4 milljarða króna eða 17,5% að raungildi. Af þeirri hækkun eru 5,5 milljarðar króna vegna hækkunar lífeyris- og félagslegra bóta sem endurspeglar þær áherslur sem lagðar eru á framlög til þessa málaflokks. Framlög til heilbrigðismála jukust um 3,6 milljarða eða 3,3% að raungildi og til fræðslumála um 2,6 milljarða eða 8,7% að raungildi. Loks jukust framlög til samgöngumála um 2,2 milljarða króna eða 11,6% að raungildi. Á móti vegur að fjármagnskostnaður lækkaði um 0,7 milljarða á árinu og er nú 2,7 milljörðum lægri en árið 2001.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira