Iðnaðarstörf flytjast úr landi 3. október 2004 00:01 Sigurður Bragi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Plastprents og stjórnarmaður í Samtökum Iðnaðarins, gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir losaralega efnahagsstjórn sem komið hafi niður á starfsumhverfi iðnaðarfyrirtækja. "Núverandi ríkisstjórn hefur algjörlega misst tökin á launakostnaði hins opinbera," segir hann og telur að iðnaðurinn mæti ekki nægum skilningi yfirvalda. Sigurður bendir á að iðnaður skapi meiri atvinnu en bæði landbúnaður og sjávarútvegur til samans. "Í iðnaði starfa um 20 prósent vinnandi fólks en 10 til 12 prósent í sjávarútvegi og um 2 prósent í landbúnaði," segir hann og telur ranga gengisskráningu og launaþróun hins opinbera hafa skaðað iðnaðinn. " Við erum aðallega að missa störf úr landi vegna þess að núverandi ríkisstjórn hefur algjörlega misst tökin á þróun launakostnaðar hjá ríkinu og íslenskur iðnaður á erfitt með að keppa við launin sem þar eru í boði. Þessum gífurlega kostnaðarauka hjá hinu opinbera hefur svo verið velt yfir á fyrirtækin í landinu, hvort sem það er með tryggingagjaldi eða öðrum hætti," segir hann. Plastprent á í samningaviðræðum um kaup á verksmiðju í Litháen og verður eftir kaupin með um 80 prósenta markaðshlutdeild þar líkt og í Lettlandi, þar sem fyrirtækið á tvær verksmiðjur. Sigurður Bragi sér fram á að verkefni færist í auknum mæli út til Lettlands og Litháen næstu ár. Þar er markaður upp á 5 til 6 milljónir manna og plastpokanotkun fer ört vaxandi. "Næstu árin er áætlaður 50 prósenta vöxtur árlega á þessum markaði," segir hann. Að sögn Sigurðar er viðbúið að einhverjir tugur starfa flytjist til útlanda frá fyrirtækinu á ári hverju næstu árin. Hjá Plastprent Group starfa alls um 400 manns, þar af milli 160 og 180 hér á landi. Sigurður bendir á að margföldunaráhrif séu af því að missa störf úr landi því bak við hvert eitt starf í framleiðslu geta verið tvö til þrjú önnur störf. Hann áætlar að meðalaunatekjur starfsmanna, með launatengdum gjöldum, séu um 200 þúsund krónur. Síðustu launahækkanir segir hann þýða um þrjátíu þúsund króna kostnaðarauka á mánuði vegna hvers starfsmanns. "Sú hækkun ein er meiri en heildarlaunin úti, sem eru um 28 þúsund krónur á mánuði," bendir hann á. Kröfur um afhendingartíma gera að verkum að ekki flyst öll starfsemi til útlanda. "Kallið eftir loðnupokum getur til að mynda komið fyrirvaralaust og sjávarútvegurinn getur ekki beðið í neinar fjórar vikur eftir að þeir berist með frakt. Það verður þess vegna alltaf ákveðin vinnsla hér," segir hann. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Sigurður Bragi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Plastprents og stjórnarmaður í Samtökum Iðnaðarins, gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir losaralega efnahagsstjórn sem komið hafi niður á starfsumhverfi iðnaðarfyrirtækja. "Núverandi ríkisstjórn hefur algjörlega misst tökin á launakostnaði hins opinbera," segir hann og telur að iðnaðurinn mæti ekki nægum skilningi yfirvalda. Sigurður bendir á að iðnaður skapi meiri atvinnu en bæði landbúnaður og sjávarútvegur til samans. "Í iðnaði starfa um 20 prósent vinnandi fólks en 10 til 12 prósent í sjávarútvegi og um 2 prósent í landbúnaði," segir hann og telur ranga gengisskráningu og launaþróun hins opinbera hafa skaðað iðnaðinn. " Við erum aðallega að missa störf úr landi vegna þess að núverandi ríkisstjórn hefur algjörlega misst tökin á þróun launakostnaðar hjá ríkinu og íslenskur iðnaður á erfitt með að keppa við launin sem þar eru í boði. Þessum gífurlega kostnaðarauka hjá hinu opinbera hefur svo verið velt yfir á fyrirtækin í landinu, hvort sem það er með tryggingagjaldi eða öðrum hætti," segir hann. Plastprent á í samningaviðræðum um kaup á verksmiðju í Litháen og verður eftir kaupin með um 80 prósenta markaðshlutdeild þar líkt og í Lettlandi, þar sem fyrirtækið á tvær verksmiðjur. Sigurður Bragi sér fram á að verkefni færist í auknum mæli út til Lettlands og Litháen næstu ár. Þar er markaður upp á 5 til 6 milljónir manna og plastpokanotkun fer ört vaxandi. "Næstu árin er áætlaður 50 prósenta vöxtur árlega á þessum markaði," segir hann. Að sögn Sigurðar er viðbúið að einhverjir tugur starfa flytjist til útlanda frá fyrirtækinu á ári hverju næstu árin. Hjá Plastprent Group starfa alls um 400 manns, þar af milli 160 og 180 hér á landi. Sigurður bendir á að margföldunaráhrif séu af því að missa störf úr landi því bak við hvert eitt starf í framleiðslu geta verið tvö til þrjú önnur störf. Hann áætlar að meðalaunatekjur starfsmanna, með launatengdum gjöldum, séu um 200 þúsund krónur. Síðustu launahækkanir segir hann þýða um þrjátíu þúsund króna kostnaðarauka á mánuði vegna hvers starfsmanns. "Sú hækkun ein er meiri en heildarlaunin úti, sem eru um 28 þúsund krónur á mánuði," bendir hann á. Kröfur um afhendingartíma gera að verkum að ekki flyst öll starfsemi til útlanda. "Kallið eftir loðnupokum getur til að mynda komið fyrirvaralaust og sjávarútvegurinn getur ekki beðið í neinar fjórar vikur eftir að þeir berist með frakt. Það verður þess vegna alltaf ákveðin vinnsla hér," segir hann.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira