Enn pattstaða við Akureyrarhöfn 5. október 2004 00:01 Pattstaða ríkir enn við Akureyrarhöfn þar sem félagar úr Sjómannasambandinu hindra löndun úr Sólbaki EA. Sjómannasambandið segist verða kyrrt þar til forstjóri Brims tekur til baka sérsamning sem gerður var við áhöfnina. Forstjórinn stendur hins vegar fast á sínu og segist vera með lögin sín megin. Lögreglan segir þetta vinnudeilu og mun ekki blanda sér í málið að svo komnu. Lið manna úr forystu Sjómannasambandsins tók á móti Sólbaki EA þegar togarinn kom til hafnar á Akureyri í dag. Skipið er alfarið í eigu Brims en forstjóri fyrirtækisins stofnaði um rekstur hans sérstakt félag og samdi sérstaklega við áhöfnina án hlutdeildar Sjómannasambandsins. Þessu hefur verkalýðsforystan mótmælt harðlega og sagt brot á vinnulöggjöf og kjarasamningum. Menn séu þvingaði til að standa utan verkalýðsfélaga og fái verri kjör en samningar segi til um. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, telur málið klárt lögbrot og enga ástæðu til að fara með það fyrir dómstóla. Hann segir lögin þeirra megin og kjarasamningarnir klárlega og hefur sambandið fengið álit margra lögfræðinga á málinu. Sævar segir sjómenn ætla að vera á bryggjunni þar til GuðmundurKristjánsson, forstjóri Brims, „hættir þessum leik“ eins og Sævar orðar það. Guðmundur segist alltaf til í að tala við Sjómannasambandið en forsvarsmenn þess hafi ekki óskað eftir neinum fundi. Þess vegna átti hann sig ekki á því hvað Sævar og félagar eru að tala um. Allt hjá Brimi er löglegt að sögn Guðmundar. Guðmundur segir bæði áhöfn Sólbaks og útgerðina ánægða með samninginn og lögfræðingar hafi gefið samþykki sitt - hann sér því ekki vandamálið. Hann segist hafa haldið að þetta væri frjálst samfélag sem við búum í, en kannski sé það ekki svo. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Pattstaða ríkir enn við Akureyrarhöfn þar sem félagar úr Sjómannasambandinu hindra löndun úr Sólbaki EA. Sjómannasambandið segist verða kyrrt þar til forstjóri Brims tekur til baka sérsamning sem gerður var við áhöfnina. Forstjórinn stendur hins vegar fast á sínu og segist vera með lögin sín megin. Lögreglan segir þetta vinnudeilu og mun ekki blanda sér í málið að svo komnu. Lið manna úr forystu Sjómannasambandsins tók á móti Sólbaki EA þegar togarinn kom til hafnar á Akureyri í dag. Skipið er alfarið í eigu Brims en forstjóri fyrirtækisins stofnaði um rekstur hans sérstakt félag og samdi sérstaklega við áhöfnina án hlutdeildar Sjómannasambandsins. Þessu hefur verkalýðsforystan mótmælt harðlega og sagt brot á vinnulöggjöf og kjarasamningum. Menn séu þvingaði til að standa utan verkalýðsfélaga og fái verri kjör en samningar segi til um. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, telur málið klárt lögbrot og enga ástæðu til að fara með það fyrir dómstóla. Hann segir lögin þeirra megin og kjarasamningarnir klárlega og hefur sambandið fengið álit margra lögfræðinga á málinu. Sævar segir sjómenn ætla að vera á bryggjunni þar til GuðmundurKristjánsson, forstjóri Brims, „hættir þessum leik“ eins og Sævar orðar það. Guðmundur segist alltaf til í að tala við Sjómannasambandið en forsvarsmenn þess hafi ekki óskað eftir neinum fundi. Þess vegna átti hann sig ekki á því hvað Sævar og félagar eru að tala um. Allt hjá Brimi er löglegt að sögn Guðmundar. Guðmundur segir bæði áhöfn Sólbaks og útgerðina ánægða með samninginn og lögfræðingar hafi gefið samþykki sitt - hann sér því ekki vandamálið. Hann segist hafa haldið að þetta væri frjálst samfélag sem við búum í, en kannski sé það ekki svo.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira