Sjómannaforystan berst við Brim 5. október 2004 00:01 Forysta sjómanna hindrar löndun úr skipinu Sólbaki. Hún ætlar að standa á hafnarbakkanum á Akureyri þar til kjör áhafnarinnar verða leiðrétt, segir Jónas Garðarsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Sólbakur kom úr sinni fyrstu veiðiferð eftir að áhöfnin skrifaði undir ráðningakjör í trássi við Sjómannasamband Íslands. "Við stöndum hér út í eitt," segir Jónas: "Þeir ætluðu að landa úr skipinu um leið og það kom að landi en við erum búnir að stöðva það." Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims eiganda Útgerðarfélagsins Sólbaks segir aðgerðir sjómannaforystunnar hafa verið kærða til sýslumanns. "Mér finnst hættulegt þegar hópar í landinu taka sér löggjafarvaldið í hendur. Það er grafalvarlegt mál þegar koma upp ólöglegar vinnustöðvanir," segir Guðmundur sem hvatti sjómannaforystuna að fara dómstólaleiðina til að útkljá málin við Sólbak. "Helst ættu þeir þó að láta okkur í friði," segir Guðmundur. Félagafrelsi ríki í landinu og útgerðin sé í fullum rétti til að nýta sér það. Jón Valdimarsson varðstjóri lögreglunnar á Akureyri segir lögregluna ekki skerast í leikinn að svo komnu máli: "Við lítum svo á þetta séu vinnudeilur. Við grípum ekki inn í nema komi til átaka." Jónas á ekki von á að komi til átaka. Hann segir ekki hafa verið ákveðið hvort vaktaskipti verði við vöktun skipsins. Það verði að koma í ljós. Jóhann Gunnarsson skipstjóri á Sólbak segir tafir á löndun úr skipinu geta komið niður á aflaverðmæti þess: "Fiskurinn átti að fara í flug í dag og á morgunn." Aðgerðir sjómannaforystunnar komi ekki að sök um sinn þar sem skipið hafi átt að stoppa í tvo daga vegna smávægilegra lagfæringa um borð. Jónas segir kröfu forystu sjómanna að menn virði gerða kjarasamninga sjómanna og útvegsmanna. "Karlarnir voru atvinnulausir og forstjóri Brims stillir þeim upp við vegg: Annað hvort gerið þið þetta svona eða þið hafið enga vinnu." MYND/Gunnar Ernir BirgisMYND/Gunnar Ernir Birgis Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Forysta sjómanna hindrar löndun úr skipinu Sólbaki. Hún ætlar að standa á hafnarbakkanum á Akureyri þar til kjör áhafnarinnar verða leiðrétt, segir Jónas Garðarsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Sólbakur kom úr sinni fyrstu veiðiferð eftir að áhöfnin skrifaði undir ráðningakjör í trássi við Sjómannasamband Íslands. "Við stöndum hér út í eitt," segir Jónas: "Þeir ætluðu að landa úr skipinu um leið og það kom að landi en við erum búnir að stöðva það." Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims eiganda Útgerðarfélagsins Sólbaks segir aðgerðir sjómannaforystunnar hafa verið kærða til sýslumanns. "Mér finnst hættulegt þegar hópar í landinu taka sér löggjafarvaldið í hendur. Það er grafalvarlegt mál þegar koma upp ólöglegar vinnustöðvanir," segir Guðmundur sem hvatti sjómannaforystuna að fara dómstólaleiðina til að útkljá málin við Sólbak. "Helst ættu þeir þó að láta okkur í friði," segir Guðmundur. Félagafrelsi ríki í landinu og útgerðin sé í fullum rétti til að nýta sér það. Jón Valdimarsson varðstjóri lögreglunnar á Akureyri segir lögregluna ekki skerast í leikinn að svo komnu máli: "Við lítum svo á þetta séu vinnudeilur. Við grípum ekki inn í nema komi til átaka." Jónas á ekki von á að komi til átaka. Hann segir ekki hafa verið ákveðið hvort vaktaskipti verði við vöktun skipsins. Það verði að koma í ljós. Jóhann Gunnarsson skipstjóri á Sólbak segir tafir á löndun úr skipinu geta komið niður á aflaverðmæti þess: "Fiskurinn átti að fara í flug í dag og á morgunn." Aðgerðir sjómannaforystunnar komi ekki að sök um sinn þar sem skipið hafi átt að stoppa í tvo daga vegna smávægilegra lagfæringa um borð. Jónas segir kröfu forystu sjómanna að menn virði gerða kjarasamninga sjómanna og útvegsmanna. "Karlarnir voru atvinnulausir og forstjóri Brims stillir þeim upp við vegg: Annað hvort gerið þið þetta svona eða þið hafið enga vinnu." MYND/Gunnar Ernir BirgisMYND/Gunnar Ernir Birgis
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira