Innlent

Áratugastarfi rústað

Fyrir handtöku á bryggju Brims í gær sögðu forsvarsmenn sjómannasamtaka að ekki þyrfti annað til að leysa hnútinn varðandi Sólbak EA 7 en að Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, færi "að kjarasamningum og lögum". Þeir voru þó meðvitaðir um að til handtöku kynni að koma, en sögðu það einungis veita útgerðinni gálgafrest. "Við höfum stuðning starfsgreinasambandsins og ljóst að þá verður skipinu neitað um afgreiðslu þegar það kemur næst í höfn," sagði Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og óttaðist að ef Brim kæmist upp með að semja við áhöfn Sólbaks án aðkomu stéttarfélaga myndi fjöldi atvinnurekenda fylgja í kjölfarið með ámóta samninga. Hann sagðist furða sig á hversu lítið hafi heyrst frá stjórnmálamönnum landsins vegna þessa mikla hagsmunamáls verkafólks í landinu. "Eru menn sáttir við að rústað sé áratugastarfi og baráttu stéttarfélaga í landinu?" spurði hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×