Samningar verða að nást 7. október 2004 00:01 "Ég hef ekki trú á að framtíðin verði sú að stéttarfélög sjómanna verði jafnmörg og skipin eru sjálf," segir Björgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Hann segir útgerðarmenn þó fylgjast vel með þróun mála í deilum samtaka sjómanna og útgerðarfélagsins Brims, vegna eignarhaldsfélagsins sem stofnað var um rekstur Sólbaks EA 7 á Akureyri. Hann segir að í samningum við áhöfn Sólbaks séu atriði sem útgerðarmenn hafi sett á oddinn í samningaviðræðum við hagsmunasamtök sjómanna. "Við höfum viljað koma á hagræði þar sem möguleikar eru til hagræðingar og að menn reyni að breyta útgerðarmynstri í takt við breytta tíma," segir Björgólfur, en bætir við að viðræður hafi gengið hægt. Hann telur að frávik frá heildarsamningum eigi allt eins að geta átt sér stað meðal sjómanna og annarra stétta. "Eitt af því sem verið hefur erfitt í samskiptum útgerðarmanna og sjómanna er að engin frávik hafa verið leyfð," segir hann og nefnir hafnarfrí sjómanna. "Nú eru túrar styttri og allt aðrar forsendur en þegar þau voru sett á." Björgólfur segir ljóst að sjómannaforystan telji samning eignarhaldsfélags Sólbaks við áhöfn skipsins ólöglegan, en leggur ekki mat á það sjálfur hvort svo kunni að vera. "Það er hins vegar ljóst að þeir sem málið snertir skrifuðu upp á samningana, allir sem einn. Svo er þetta ekkert nýtt með skiptingu aflahlutar með fækkun í áhöfn," segir hann og vísar til samnings útvegsmanna og vélstjóra um að kæmi til fækkunar vegna nýrra skipa eða tækni myndi ávinningur skiptast milli útgerðar og starfsmanna. Björgólfur leggur áherslu á að aukins sveigjanleika sé þörf í samningum útgerðar og sjómanna og bendir á óhagræðið sem til dæmis felist í að kolmunnaskip sem veiða í troll og skip sem stunda nótaveiðar skuli vera með sama fjölda í áhöfn. "Olíuverð er nú gjörsamlega að drepa útgerð kolmunnaskipa og kostnaður við olíu og laun hleypur á 80 til 90 prósentum," segir hann. Björgólfur er engu að síður vongóður um að sjómenn og útgerð nái saman. "Annað væri enda skelfileg niðurstaða og kannski upphafið að endalokunum. Ef við náum ekki að gera samninga liggur fyrir að við gerum við ekki út." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Sjá meira
"Ég hef ekki trú á að framtíðin verði sú að stéttarfélög sjómanna verði jafnmörg og skipin eru sjálf," segir Björgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Hann segir útgerðarmenn þó fylgjast vel með þróun mála í deilum samtaka sjómanna og útgerðarfélagsins Brims, vegna eignarhaldsfélagsins sem stofnað var um rekstur Sólbaks EA 7 á Akureyri. Hann segir að í samningum við áhöfn Sólbaks séu atriði sem útgerðarmenn hafi sett á oddinn í samningaviðræðum við hagsmunasamtök sjómanna. "Við höfum viljað koma á hagræði þar sem möguleikar eru til hagræðingar og að menn reyni að breyta útgerðarmynstri í takt við breytta tíma," segir Björgólfur, en bætir við að viðræður hafi gengið hægt. Hann telur að frávik frá heildarsamningum eigi allt eins að geta átt sér stað meðal sjómanna og annarra stétta. "Eitt af því sem verið hefur erfitt í samskiptum útgerðarmanna og sjómanna er að engin frávik hafa verið leyfð," segir hann og nefnir hafnarfrí sjómanna. "Nú eru túrar styttri og allt aðrar forsendur en þegar þau voru sett á." Björgólfur segir ljóst að sjómannaforystan telji samning eignarhaldsfélags Sólbaks við áhöfn skipsins ólöglegan, en leggur ekki mat á það sjálfur hvort svo kunni að vera. "Það er hins vegar ljóst að þeir sem málið snertir skrifuðu upp á samningana, allir sem einn. Svo er þetta ekkert nýtt með skiptingu aflahlutar með fækkun í áhöfn," segir hann og vísar til samnings útvegsmanna og vélstjóra um að kæmi til fækkunar vegna nýrra skipa eða tækni myndi ávinningur skiptast milli útgerðar og starfsmanna. Björgólfur leggur áherslu á að aukins sveigjanleika sé þörf í samningum útgerðar og sjómanna og bendir á óhagræðið sem til dæmis felist í að kolmunnaskip sem veiða í troll og skip sem stunda nótaveiðar skuli vera með sama fjölda í áhöfn. "Olíuverð er nú gjörsamlega að drepa útgerð kolmunnaskipa og kostnaður við olíu og laun hleypur á 80 til 90 prósentum," segir hann. Björgólfur er engu að síður vongóður um að sjómenn og útgerð nái saman. "Annað væri enda skelfileg niðurstaða og kannski upphafið að endalokunum. Ef við náum ekki að gera samninga liggur fyrir að við gerum við ekki út."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Sjá meira