Þrískipting valdsins Jakob Frímann Magnússon skrifar 8. október 2004 00:01 Þrískipting valdsins - Jakob Frímann Magnússon Umræðan um hæstarétt hefur að undanförnu snúist um einn mann, Jón Steinar Gunnlaugsson, sem nú hefur verið skipaður hæstaréttardómari af félögum sínum úr Flokknum. Jón Steinar er skemmtilegur maður og skal hér óskað velfarnaðar í starfi sínu. Umræðan um hæstarétt gæti framvegis snúist um annan mann, hinn eina sem enn gegnir starfi hæstaréttardómara án þess að hafa verið skipaður af Flokknum. Þegar því hefur verið kippt í liðinn, liggur beinast við að hefja gagngera endurskoðun á stjórnarskránni, fyrst og fremst þó með afnámi 26. greinarinnar sem færir forseta íslenska lýðveldisins vald til að synja lögum staðfestingar. Slík fyrirstaða er með öllu óþolandi eins og hæstvirtur forseti alþingis benti svo smekklega á í setningarræðu sl. föstudag. Franski stjórnspekingurinn Montesque var að líkindum ekki með réttu ráði er hann hélt því fram fyrir löngu, að til tryggingar lýðræðinu þyrfti valdið óhjákvæmilega að finna fyrir aðhaldi frá öðru valdi. Og þar sem stjórnarskráin verður á annað borð tekin til löngu tímabærrar endurskoðunar, færi best á því að færa 2. grein hennar sömuleiðis nær raunveruleikanum. Þar er að finna gamaldags fyrirmæli á borð við það sem Montesque boðaði, sumsé að löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald beri að aðgreina. Þrískipting valdsins er alger tímaskekkja á Íslandi, reyndar álíka sýnileg og nýju fötin keisarans í ævintýri H.C. Andersen. Framkvæmdavaldið, þ.e. ráðherrar stjórnarráðsins, eru auðvitað beintengdur og óaðskiljanlegur hluti löggjafarvaldsins, alþingis. Öllu stýrt af sama Flokknum, sama Flokki og tilnefnt hefur, með einni undantekningu, alla dómara þriðja valdsins, dómsvaldsins, sem við nefnum hæstarétt Íslands. Þessar lagfæringar á stjórnarskránni verða vafalítið til þess fallnar, að mati Flokksins, að færa okkur nær heilbrigðara og nútímalegra lýðræðissamfélagi, þar sem gulltryggt er að Réttu mennirnir hafa vit fyrir villuráfandi sauðum annars flokks Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Þrískipting valdsins - Jakob Frímann Magnússon Umræðan um hæstarétt hefur að undanförnu snúist um einn mann, Jón Steinar Gunnlaugsson, sem nú hefur verið skipaður hæstaréttardómari af félögum sínum úr Flokknum. Jón Steinar er skemmtilegur maður og skal hér óskað velfarnaðar í starfi sínu. Umræðan um hæstarétt gæti framvegis snúist um annan mann, hinn eina sem enn gegnir starfi hæstaréttardómara án þess að hafa verið skipaður af Flokknum. Þegar því hefur verið kippt í liðinn, liggur beinast við að hefja gagngera endurskoðun á stjórnarskránni, fyrst og fremst þó með afnámi 26. greinarinnar sem færir forseta íslenska lýðveldisins vald til að synja lögum staðfestingar. Slík fyrirstaða er með öllu óþolandi eins og hæstvirtur forseti alþingis benti svo smekklega á í setningarræðu sl. föstudag. Franski stjórnspekingurinn Montesque var að líkindum ekki með réttu ráði er hann hélt því fram fyrir löngu, að til tryggingar lýðræðinu þyrfti valdið óhjákvæmilega að finna fyrir aðhaldi frá öðru valdi. Og þar sem stjórnarskráin verður á annað borð tekin til löngu tímabærrar endurskoðunar, færi best á því að færa 2. grein hennar sömuleiðis nær raunveruleikanum. Þar er að finna gamaldags fyrirmæli á borð við það sem Montesque boðaði, sumsé að löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald beri að aðgreina. Þrískipting valdsins er alger tímaskekkja á Íslandi, reyndar álíka sýnileg og nýju fötin keisarans í ævintýri H.C. Andersen. Framkvæmdavaldið, þ.e. ráðherrar stjórnarráðsins, eru auðvitað beintengdur og óaðskiljanlegur hluti löggjafarvaldsins, alþingis. Öllu stýrt af sama Flokknum, sama Flokki og tilnefnt hefur, með einni undantekningu, alla dómara þriðja valdsins, dómsvaldsins, sem við nefnum hæstarétt Íslands. Þessar lagfæringar á stjórnarskránni verða vafalítið til þess fallnar, að mati Flokksins, að færa okkur nær heilbrigðara og nútímalegra lýðræðissamfélagi, þar sem gulltryggt er að Réttu mennirnir hafa vit fyrir villuráfandi sauðum annars flokks Íslendinga.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun