Bensínverð að sliga heimilin 8. október 2004 00:01 Félag íslenskra bifreiðaeigenda hyggst gera kröfu til stjórnvalda um að gripið verði til tímabundinna aðgerða til að draga úr sveiflum á bensínverði, sem skelli á landsmönnum með miklum þunga. "Það er ljóst að þessi mikla hækkun á bensínverði er að sliga heimilin í landinu," sagði Runólfur og benti á að hækkunin hefði verið ríflega 16 prósent á tæpum tveimur síðustu árum. Hann sagði að vissulega væri mikil verðhækkun á eldsneyti að ganga yfir heiminn. Annars vegar stafaði það af þekktum óróa í olíuframleiðsluríkjunum. Hins vegar væri iðnvæðing þróunarríkjanna, sem hefði í för með sér stóraukna eftirspurn eftir eldsneyti og spákaupmennsku samhliða því. En ríkissjóður væri að njóta hækkaðs virðisaukaskatts samfara bensínhækkunum. Gera mætti ráð fyrir að skatttekjur hans af bensíni einu væri ríflega 500 milljónir í tekjuauka, miðað við meðalverð á síðasta ári. Hins vegar hefði aukin samkeppni í eldsneytissölu heldur haldið aftur af hækkun álagningar. Um tíma hefði tilhneigingar gætt hjá oliufélögunum að hækka álagningu umfram meðalálagningu. "Eftir sem áður er lítraverðið gríðarlega hátt," sagði Runólfur. "Þetta er farið að telja í tugum þúsunda fyrir hverja meðalfjölskyldu. menn sjá ekki teikn á lofti um að það séu einhverjar róttækar, viðvarandi verðbreytingar í loftinu niður á við." Spurður um afstöðu FÍB til skattheimtu stjórnvalda af bensínverði benti Runólfur á að fyrri Persaflóaátökunum hefði tímabundið verið lækkað vörugjald af bensíni hér á landi. Það hefði endurtekið sig í kringum "rauðu strikin" fyrir tveimur árum, því menn hefðu séð fram á að fyrirliggjandi eldsneytishækkanir gætu jafnvel haft áhrif á kjarasamninga. "Við teljum eðlilegt, að nú verði gripið til tímabundinna aðgerða til að draga úr sveiflunum," sagði Runólfur. "Það liggur fyrir að eftir sem áður er ríkið að njóta góðs af þessari þróun í formi hækkaðs virðisaukaskatts." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Sjá meira
Félag íslenskra bifreiðaeigenda hyggst gera kröfu til stjórnvalda um að gripið verði til tímabundinna aðgerða til að draga úr sveiflum á bensínverði, sem skelli á landsmönnum með miklum þunga. "Það er ljóst að þessi mikla hækkun á bensínverði er að sliga heimilin í landinu," sagði Runólfur og benti á að hækkunin hefði verið ríflega 16 prósent á tæpum tveimur síðustu árum. Hann sagði að vissulega væri mikil verðhækkun á eldsneyti að ganga yfir heiminn. Annars vegar stafaði það af þekktum óróa í olíuframleiðsluríkjunum. Hins vegar væri iðnvæðing þróunarríkjanna, sem hefði í för með sér stóraukna eftirspurn eftir eldsneyti og spákaupmennsku samhliða því. En ríkissjóður væri að njóta hækkaðs virðisaukaskatts samfara bensínhækkunum. Gera mætti ráð fyrir að skatttekjur hans af bensíni einu væri ríflega 500 milljónir í tekjuauka, miðað við meðalverð á síðasta ári. Hins vegar hefði aukin samkeppni í eldsneytissölu heldur haldið aftur af hækkun álagningar. Um tíma hefði tilhneigingar gætt hjá oliufélögunum að hækka álagningu umfram meðalálagningu. "Eftir sem áður er lítraverðið gríðarlega hátt," sagði Runólfur. "Þetta er farið að telja í tugum þúsunda fyrir hverja meðalfjölskyldu. menn sjá ekki teikn á lofti um að það séu einhverjar róttækar, viðvarandi verðbreytingar í loftinu niður á við." Spurður um afstöðu FÍB til skattheimtu stjórnvalda af bensínverði benti Runólfur á að fyrri Persaflóaátökunum hefði tímabundið verið lækkað vörugjald af bensíni hér á landi. Það hefði endurtekið sig í kringum "rauðu strikin" fyrir tveimur árum, því menn hefðu séð fram á að fyrirliggjandi eldsneytishækkanir gætu jafnvel haft áhrif á kjarasamninga. "Við teljum eðlilegt, að nú verði gripið til tímabundinna aðgerða til að draga úr sveiflunum," sagði Runólfur. "Það liggur fyrir að eftir sem áður er ríkið að njóta góðs af þessari þróun í formi hækkaðs virðisaukaskatts."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Sjá meira