Verkalýðsfélög deila um gjöld 13. október 2004 00:01 Óánægja er meðal félagsmanna í Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis sem vinna á Keflavíkurflugvelli, því vinnuveitandi þeirra greiðir félagsgjöld þeirra til Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Um níutíu starfsmenn vinna hjá IGS á Keflavíkurflugvelli við að ferma flugvélar og í vöruskemmu. Flestir þeirra eru skráðir í félagið í Sandgerði en IGS greiðir sjúkrasjóðsgjald, félagsgjald og í orlofssjóð, samtals rúm tvö prósent af launum, til félagsins í Keflavík. Í heild gætu greiðslurnar numið um fjórum milljónum króna á ári. Baldur G. Matthíasson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis, segir allt á suðupunkti hjá starfsmönnum IGS. "Þessir menn eru skráðir félagsmenn í Sandgerði og atvinnurekandanum ber að geiða gjöldin þar því völlurinn er innan vinnusvæðis Sandgerðis. Hann tekur hins vegar hinn kostinn, líklega til að umbuna Keflvíkingum fyrir linkind í kjaraviðræðum." Baldur segir Kristján Gunnarsson, formann Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, reyna að sölsa undir sig land. "Samstarfsviljinn hjá Kristjáni er enginn. Ég, formaður félagsins í Sandgerði, greiði gjöld í Keflavík. Þetta heitir á lagamáli fjárdráttur en er annars nefnt þjófnaður." Einstaklingur sem var trúnaðarmaður félagsins í Sandgerði kærði málið og er búist við því að niðurstaða fáist í Hæstarétti í nóvember. Halldór Bachman lögmaður flytur málið. Hann segir að krafa sé gerð um að félagsgjöldin verði greidd í Sandgerði. "Vinnuveitandinn getur ekki tekið það upp hjá sjálfum sér að greiða félagsgjöldin eitthvert annað." Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segir að fyrirtækið sé með kjarasamning við sitt félag en ekki félagið í Sandgerði. Hann segir að í tugi ára hafi Flugstöð Leifs Eiríkssonar fallið undir félagssvæði Keflavíkur samkvæmt lögum Alþýðusambandsins. Starfsmenn í Leifsstöð geti skráð sig í hvaða félag sem er en þeir muni áfram greiða gjöldin í Keflavík. Halldór Bachman segir hins vegar að réttur stéttarfélaganna til að innheimta gjöld sé bundin við svæði og að flugstöðin sé öll á félagssvæði stéttarfélagsins í Sandgerði samkvæmt landamörkum. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Sjá meira
Óánægja er meðal félagsmanna í Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis sem vinna á Keflavíkurflugvelli, því vinnuveitandi þeirra greiðir félagsgjöld þeirra til Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Um níutíu starfsmenn vinna hjá IGS á Keflavíkurflugvelli við að ferma flugvélar og í vöruskemmu. Flestir þeirra eru skráðir í félagið í Sandgerði en IGS greiðir sjúkrasjóðsgjald, félagsgjald og í orlofssjóð, samtals rúm tvö prósent af launum, til félagsins í Keflavík. Í heild gætu greiðslurnar numið um fjórum milljónum króna á ári. Baldur G. Matthíasson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis, segir allt á suðupunkti hjá starfsmönnum IGS. "Þessir menn eru skráðir félagsmenn í Sandgerði og atvinnurekandanum ber að geiða gjöldin þar því völlurinn er innan vinnusvæðis Sandgerðis. Hann tekur hins vegar hinn kostinn, líklega til að umbuna Keflvíkingum fyrir linkind í kjaraviðræðum." Baldur segir Kristján Gunnarsson, formann Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, reyna að sölsa undir sig land. "Samstarfsviljinn hjá Kristjáni er enginn. Ég, formaður félagsins í Sandgerði, greiði gjöld í Keflavík. Þetta heitir á lagamáli fjárdráttur en er annars nefnt þjófnaður." Einstaklingur sem var trúnaðarmaður félagsins í Sandgerði kærði málið og er búist við því að niðurstaða fáist í Hæstarétti í nóvember. Halldór Bachman lögmaður flytur málið. Hann segir að krafa sé gerð um að félagsgjöldin verði greidd í Sandgerði. "Vinnuveitandinn getur ekki tekið það upp hjá sjálfum sér að greiða félagsgjöldin eitthvert annað." Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segir að fyrirtækið sé með kjarasamning við sitt félag en ekki félagið í Sandgerði. Hann segir að í tugi ára hafi Flugstöð Leifs Eiríkssonar fallið undir félagssvæði Keflavíkur samkvæmt lögum Alþýðusambandsins. Starfsmenn í Leifsstöð geti skráð sig í hvaða félag sem er en þeir muni áfram greiða gjöldin í Keflavík. Halldór Bachman segir hins vegar að réttur stéttarfélaganna til að innheimta gjöld sé bundin við svæði og að flugstöðin sé öll á félagssvæði stéttarfélagsins í Sandgerði samkvæmt landamörkum.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Sjá meira