Verkalýðsfélög deila um gjöld 13. október 2004 00:01 Óánægja er meðal félagsmanna í Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis sem vinna á Keflavíkurflugvelli, því vinnuveitandi þeirra greiðir félagsgjöld þeirra til Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Um níutíu starfsmenn vinna hjá IGS á Keflavíkurflugvelli við að ferma flugvélar og í vöruskemmu. Flestir þeirra eru skráðir í félagið í Sandgerði en IGS greiðir sjúkrasjóðsgjald, félagsgjald og í orlofssjóð, samtals rúm tvö prósent af launum, til félagsins í Keflavík. Í heild gætu greiðslurnar numið um fjórum milljónum króna á ári. Baldur G. Matthíasson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis, segir allt á suðupunkti hjá starfsmönnum IGS. "Þessir menn eru skráðir félagsmenn í Sandgerði og atvinnurekandanum ber að geiða gjöldin þar því völlurinn er innan vinnusvæðis Sandgerðis. Hann tekur hins vegar hinn kostinn, líklega til að umbuna Keflvíkingum fyrir linkind í kjaraviðræðum." Baldur segir Kristján Gunnarsson, formann Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, reyna að sölsa undir sig land. "Samstarfsviljinn hjá Kristjáni er enginn. Ég, formaður félagsins í Sandgerði, greiði gjöld í Keflavík. Þetta heitir á lagamáli fjárdráttur en er annars nefnt þjófnaður." Einstaklingur sem var trúnaðarmaður félagsins í Sandgerði kærði málið og er búist við því að niðurstaða fáist í Hæstarétti í nóvember. Halldór Bachman lögmaður flytur málið. Hann segir að krafa sé gerð um að félagsgjöldin verði greidd í Sandgerði. "Vinnuveitandinn getur ekki tekið það upp hjá sjálfum sér að greiða félagsgjöldin eitthvert annað." Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segir að fyrirtækið sé með kjarasamning við sitt félag en ekki félagið í Sandgerði. Hann segir að í tugi ára hafi Flugstöð Leifs Eiríkssonar fallið undir félagssvæði Keflavíkur samkvæmt lögum Alþýðusambandsins. Starfsmenn í Leifsstöð geti skráð sig í hvaða félag sem er en þeir muni áfram greiða gjöldin í Keflavík. Halldór Bachman segir hins vegar að réttur stéttarfélaganna til að innheimta gjöld sé bundin við svæði og að flugstöðin sé öll á félagssvæði stéttarfélagsins í Sandgerði samkvæmt landamörkum. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Óánægja er meðal félagsmanna í Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis sem vinna á Keflavíkurflugvelli, því vinnuveitandi þeirra greiðir félagsgjöld þeirra til Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Um níutíu starfsmenn vinna hjá IGS á Keflavíkurflugvelli við að ferma flugvélar og í vöruskemmu. Flestir þeirra eru skráðir í félagið í Sandgerði en IGS greiðir sjúkrasjóðsgjald, félagsgjald og í orlofssjóð, samtals rúm tvö prósent af launum, til félagsins í Keflavík. Í heild gætu greiðslurnar numið um fjórum milljónum króna á ári. Baldur G. Matthíasson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis, segir allt á suðupunkti hjá starfsmönnum IGS. "Þessir menn eru skráðir félagsmenn í Sandgerði og atvinnurekandanum ber að geiða gjöldin þar því völlurinn er innan vinnusvæðis Sandgerðis. Hann tekur hins vegar hinn kostinn, líklega til að umbuna Keflvíkingum fyrir linkind í kjaraviðræðum." Baldur segir Kristján Gunnarsson, formann Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, reyna að sölsa undir sig land. "Samstarfsviljinn hjá Kristjáni er enginn. Ég, formaður félagsins í Sandgerði, greiði gjöld í Keflavík. Þetta heitir á lagamáli fjárdráttur en er annars nefnt þjófnaður." Einstaklingur sem var trúnaðarmaður félagsins í Sandgerði kærði málið og er búist við því að niðurstaða fáist í Hæstarétti í nóvember. Halldór Bachman lögmaður flytur málið. Hann segir að krafa sé gerð um að félagsgjöldin verði greidd í Sandgerði. "Vinnuveitandinn getur ekki tekið það upp hjá sjálfum sér að greiða félagsgjöldin eitthvert annað." Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segir að fyrirtækið sé með kjarasamning við sitt félag en ekki félagið í Sandgerði. Hann segir að í tugi ára hafi Flugstöð Leifs Eiríkssonar fallið undir félagssvæði Keflavíkur samkvæmt lögum Alþýðusambandsins. Starfsmenn í Leifsstöð geti skráð sig í hvaða félag sem er en þeir muni áfram greiða gjöldin í Keflavík. Halldór Bachman segir hins vegar að réttur stéttarfélaganna til að innheimta gjöld sé bundin við svæði og að flugstöðin sé öll á félagssvæði stéttarfélagsins í Sandgerði samkvæmt landamörkum.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira