Misskildi stjórnin kjarasamninga? 14. október 2004 00:01 Fráfarandi formaður Starfsgreinasambandsins segir að ríkisstjórnin hafi annaðhvort misskilið kjarasamninga eða hún kæri sig kollótta um frið á vinnumarkaði. Hann óttast að núgildandi kjarasamningum verði sagt upp í lok næsta árs eða í byrjun árs 2006. Halldór Björnsson, fráfarandi formaður, setti fundinn laust eftir klukkan hálf ellefu á Hótel Loftleiðum í morgun. Hann sagðist í ávarpi sínu ekkert of bjartsýnn á að samningarnir frá í vor haldi. Svartsýni sína byggir Halldór meðal annars á því að það eru erfiðar samningaviðræður í gangi við ýmsa hópa opinberra starfsmanna sem ekki er útséð með hvernig reiðir af. Þá sagði formaðurinn að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar yki ekki á bjartsýnina því þar væri hreinlega gert ráð fyrir meiri verðbólgu en forsendur samninga gera ráð fyrir. Halldór sagði ríkisstjórnina annaðhvort hafa misskilið samningana eða hún kæri sig kollótta um frið á vinnumarkaði. Í ræðu sinni gagnrýni Halldór einnig það sem hann kallaði aðför atvinnurekenda að skipulögðum vinnumarkaði og tiltók þar sérstaklega samninga Brims við áhöfn Sólbaks og uppsagnir flugliða hjá Iceland Express. Hann vék jafnframt að málefnum verktaka við Kárahnjúkavirkjun og sagði að um öll þessi mál yrði fjallað ítarlega á fundinum. Nú fyrir hádegi héldu einnig ræðu Árni Magnússon félagsmálaráðherra, Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar. Halldór Björnsson lætur af formennsku á þessum ársfundi. Í framboði til formanns er Kristján Gunnarson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og núverandi varaformaður Starfsgreinasambandsins. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju á Akureyri, býður sig fram til varaformanns. Þá er einnig ljóst að Signý Jóhannesdóttir, formaður Verkalýðsfélagsins á Siglufirði, ætlar fram en hún hefur ennþá ekki vilja segja til um hvort hún bjóði sig fram til formanns sambandsins eða varaformanns. Kosningar fara fram þegar líður að kveldi. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira
Fráfarandi formaður Starfsgreinasambandsins segir að ríkisstjórnin hafi annaðhvort misskilið kjarasamninga eða hún kæri sig kollótta um frið á vinnumarkaði. Hann óttast að núgildandi kjarasamningum verði sagt upp í lok næsta árs eða í byrjun árs 2006. Halldór Björnsson, fráfarandi formaður, setti fundinn laust eftir klukkan hálf ellefu á Hótel Loftleiðum í morgun. Hann sagðist í ávarpi sínu ekkert of bjartsýnn á að samningarnir frá í vor haldi. Svartsýni sína byggir Halldór meðal annars á því að það eru erfiðar samningaviðræður í gangi við ýmsa hópa opinberra starfsmanna sem ekki er útséð með hvernig reiðir af. Þá sagði formaðurinn að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar yki ekki á bjartsýnina því þar væri hreinlega gert ráð fyrir meiri verðbólgu en forsendur samninga gera ráð fyrir. Halldór sagði ríkisstjórnina annaðhvort hafa misskilið samningana eða hún kæri sig kollótta um frið á vinnumarkaði. Í ræðu sinni gagnrýni Halldór einnig það sem hann kallaði aðför atvinnurekenda að skipulögðum vinnumarkaði og tiltók þar sérstaklega samninga Brims við áhöfn Sólbaks og uppsagnir flugliða hjá Iceland Express. Hann vék jafnframt að málefnum verktaka við Kárahnjúkavirkjun og sagði að um öll þessi mál yrði fjallað ítarlega á fundinum. Nú fyrir hádegi héldu einnig ræðu Árni Magnússon félagsmálaráðherra, Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar. Halldór Björnsson lætur af formennsku á þessum ársfundi. Í framboði til formanns er Kristján Gunnarson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og núverandi varaformaður Starfsgreinasambandsins. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju á Akureyri, býður sig fram til varaformanns. Þá er einnig ljóst að Signý Jóhannesdóttir, formaður Verkalýðsfélagsins á Siglufirði, ætlar fram en hún hefur ennþá ekki vilja segja til um hvort hún bjóði sig fram til formanns sambandsins eða varaformanns. Kosningar fara fram þegar líður að kveldi.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira