Verðstríð í bensíni skollið á 14. október 2004 00:01 Verðstríð er skollið á á eldsneytismarkaðinum. Í gær og fyrradag breyttust enn verð hjá olíufélögunum, sem lækkuðu fullt þjónustuverð um 2 krónur á lítrann, auk annarra verðbreytinga til lækkunar. Metið á þó líklega Orkan, sem lækkaði lítrann úr 105.50 krónum í gærmorgun niður í 101.90, en um hádegisbil var lítarverðið orðið 103.80 á flestum stöðum. Sum stærri olíufélaganna brugðust við þessu með lækkunum, en drógu þær til baka eftir að Orkan hafði hækkað aftur. Tíðar verðbreytingar hafa orðið á eldsneyti hjá olíufélögunum í þessum mánuði og verðið rokkað upp og niður. Í byrjun mánaðarins hækkuðu stóru félögin verðið um tvær krónur, nema Orkan, sem hélt sínu verði óbreyttu. Þegar rúm vika var af mánuðinum lækkuðu stóru félögin öll verð sín á línuna um tvær krónur. Fáeinum dögum síðar hækkuðu þau um tvær krónur, en lækkuðu aftur um sömu upphæð í gær og fyrradag, eins og áður sagði. Fullt þjónustuverð er nú 111.50, en var 113.50. Sjálfsafgreiðsluverð á 95 oktana bensíni hefur sveiflast með öðrum verðbreytingum, svo og verð á díselolíu. "Við fórum fullgeyst í þessar lækkanir, sáum það fljótlega og hækkuðum því að hluta aftur," sagði Gunnar Skaptason, forstjóri Orkunnar, spurður um verðsveiflur gærmorgunsins. "Markaðsaðstæður hafa leitt til þess að landslagið er aðeins öðru vísi núna," sagði Magnús Ásgeirsson hjá Esso, spurður um ástæður þessara tíðu verðbreytinga, meðan heimsmarkaðsverð á eldsneyti er í hæstum hæðum. "Verð hafa verið að hækka og lækka á víxl síðustu daga. Þetta er bara umhverfið sem við erum í. Það er auðvitað bullandi samkeppni á markaðnum hér." Hann vildi ekki svara næanar spurningu blaðsins um hvernig stæði á því mað olíufélögin hefðu nú svigrúm til að lækka eldsneytisverð, þegar heimsmarkaðsverð væri í sögulegu hámarki. Viðmælendur blaðsins hjá olíufélögunum lögðu áherslu á að þeir héldu sinni vöru á samkeppnishæfu verði, "hvað sem það kostaði," eins og einn þeirra komst að orði. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Verðstríð er skollið á á eldsneytismarkaðinum. Í gær og fyrradag breyttust enn verð hjá olíufélögunum, sem lækkuðu fullt þjónustuverð um 2 krónur á lítrann, auk annarra verðbreytinga til lækkunar. Metið á þó líklega Orkan, sem lækkaði lítrann úr 105.50 krónum í gærmorgun niður í 101.90, en um hádegisbil var lítarverðið orðið 103.80 á flestum stöðum. Sum stærri olíufélaganna brugðust við þessu með lækkunum, en drógu þær til baka eftir að Orkan hafði hækkað aftur. Tíðar verðbreytingar hafa orðið á eldsneyti hjá olíufélögunum í þessum mánuði og verðið rokkað upp og niður. Í byrjun mánaðarins hækkuðu stóru félögin verðið um tvær krónur, nema Orkan, sem hélt sínu verði óbreyttu. Þegar rúm vika var af mánuðinum lækkuðu stóru félögin öll verð sín á línuna um tvær krónur. Fáeinum dögum síðar hækkuðu þau um tvær krónur, en lækkuðu aftur um sömu upphæð í gær og fyrradag, eins og áður sagði. Fullt þjónustuverð er nú 111.50, en var 113.50. Sjálfsafgreiðsluverð á 95 oktana bensíni hefur sveiflast með öðrum verðbreytingum, svo og verð á díselolíu. "Við fórum fullgeyst í þessar lækkanir, sáum það fljótlega og hækkuðum því að hluta aftur," sagði Gunnar Skaptason, forstjóri Orkunnar, spurður um verðsveiflur gærmorgunsins. "Markaðsaðstæður hafa leitt til þess að landslagið er aðeins öðru vísi núna," sagði Magnús Ásgeirsson hjá Esso, spurður um ástæður þessara tíðu verðbreytinga, meðan heimsmarkaðsverð á eldsneyti er í hæstum hæðum. "Verð hafa verið að hækka og lækka á víxl síðustu daga. Þetta er bara umhverfið sem við erum í. Það er auðvitað bullandi samkeppni á markaðnum hér." Hann vildi ekki svara næanar spurningu blaðsins um hvernig stæði á því mað olíufélögin hefðu nú svigrúm til að lækka eldsneytisverð, þegar heimsmarkaðsverð væri í sögulegu hámarki. Viðmælendur blaðsins hjá olíufélögunum lögðu áherslu á að þeir héldu sinni vöru á samkeppnishæfu verði, "hvað sem það kostaði," eins og einn þeirra komst að orði.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira