Forsetaembættið 18. október 2004 00:01 Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir því að embætti forseta Íslands verði lagt niður. Í greinargerð með frumvarpinu segir hann að markmiðið með frumvarpinu sé meðal annars að gera stjórnarskrána skýrari því hún sé "um margt torræð lesning og alls ekki auðskilin". Pétur bendir á að ákvæði í stjórnarskránni er varða hlutverk forseta Íslands séu "ekki auðskilin venjulegu fólki og er það miður að stjórnarskráin sem á að vernda borgarana sé ekki skýrari". Almenningur les ekki lög Spyrja má: er rétt að ganga svo langt að leggja niður forsetaembættið í því skyni að auðvelda "venjulegu fólki" skilning á stjórnarskránni? Ef tilgangurinn með því að leggja niður forsetaembættið er sá að "vernda borgarana", væri ekki nær að efla starfsemi umboðsmanns Alþingis, til að mynda, en eitt helsta hlutverk hans er að gæta hagsmuna almennings gagnvart stjórnvaldinu? Þó svo að stjórnarskráin yrði gerð aðgengilegri og einfaldari er alls ekki þar með sagt að hagsmunir almennings séu tryggðir. Það kemur ávallt í hlut tiltekins hagsmunagæsluaðila að gæta þess að ekki sé brotið á rétti almennings, og sá hefur yfirleitt sérþekkingu á stjórnarskránni og því er ekki nauðsynlegt að einfalda hana og skýra af þeim orsökum. Sjálfsagt að taka af tvímæli Það dylst engum, sem fylgst hefur með þjóðfélagsumræðunni undanfarið síðasta hálfa árið, að mikill styrr hefur staðið um ákvæði í stjórnarskránni er varða synjunarvald forseta. Tekist hafa á tvær fylkingar sem báðar virðast þó sammála um nauðsyn þess að löggjafarvaldi sé veitt aðhald. Upp hafa komið hugmyndir um að innleiða í stjórnarskrána ákvæði er heimila almenningi að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál. Væri því ekki nær að taka af öll tvímæli er varða hina títtnefndu 26. grein stjórnarskrárinnar og deilurnar hafa staðið um? Er virkilega þörf á að leggja niður forsetaembættið í því skyni að skýra ákvæði stjórnarskrárinnar? Forseti Alþingis taki við flestum skyldum Pétur Blöndal bendir á það, í greinargerð með áðurnefndu frumvarpi, "að embættið er þýðingarmest í þeim tilgangi að sækja vinaríki heim, taka á móti erlendum þjóðhöfðingjum og sækja mannamót þegar mikið liggur við". Pétur leggur til að forseti Alþingis taki við skyldum þjóðhöfðingja og aðrar skyldur forseta verði uppfylltar af forsætisráðherra og forseta Hæstaréttar."Við það mundu sparast miklir fjármunir sem væru betur komnir annars staðar og þær eru í fullu samræmi við íslenskt þjóðfélag sem byggist á miklu jafnrétti fólks og er að mestu laust við stéttskiptingu og prjál," segir Pétur. Hugsjónir forseta aðar en þingmanna Eitt er athugavert við þessa annars góðu hugmynd. Sá sem býður sig fram til embættis forseta Íslands, gerir það með það fyrir augum að stærsti hluti starfsins verði að sinna opinberum heimsóknum, klippa á borða, heilsa almenningi. Honum er ekki ætlað að taka þátt í pólitískri umræðu eða starfi. Sá sem hins vegar býður sig fram til Alþingis gerir það af þeim sökum að sá hinn sami hefur væntingar til þess að geta lagt sitt af mörkum til þess að bæta samfélagið, hann eða hún hefur ákveðnar stjórnmálaskoðanir og markmið og fyrirætlanir í samræmi við það. Það væri því ansi súrt í broti fyrir þann sem eitt helsta markmið í starfi væri að láta af sér leiða í stjórnmálaumræðunni, að þurfa að eyða mestum hluta tíma síns í að klippa á borða víðs vegar um land og brosa framan í myndavélar við hlið erlendra þjóðhöfðingja. Sigríður Dögg Auðunsdóttir -sda@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Sigríður Dögg Auðunsdóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir því að embætti forseta Íslands verði lagt niður. Í greinargerð með frumvarpinu segir hann að markmiðið með frumvarpinu sé meðal annars að gera stjórnarskrána skýrari því hún sé "um margt torræð lesning og alls ekki auðskilin". Pétur bendir á að ákvæði í stjórnarskránni er varða hlutverk forseta Íslands séu "ekki auðskilin venjulegu fólki og er það miður að stjórnarskráin sem á að vernda borgarana sé ekki skýrari". Almenningur les ekki lög Spyrja má: er rétt að ganga svo langt að leggja niður forsetaembættið í því skyni að auðvelda "venjulegu fólki" skilning á stjórnarskránni? Ef tilgangurinn með því að leggja niður forsetaembættið er sá að "vernda borgarana", væri ekki nær að efla starfsemi umboðsmanns Alþingis, til að mynda, en eitt helsta hlutverk hans er að gæta hagsmuna almennings gagnvart stjórnvaldinu? Þó svo að stjórnarskráin yrði gerð aðgengilegri og einfaldari er alls ekki þar með sagt að hagsmunir almennings séu tryggðir. Það kemur ávallt í hlut tiltekins hagsmunagæsluaðila að gæta þess að ekki sé brotið á rétti almennings, og sá hefur yfirleitt sérþekkingu á stjórnarskránni og því er ekki nauðsynlegt að einfalda hana og skýra af þeim orsökum. Sjálfsagt að taka af tvímæli Það dylst engum, sem fylgst hefur með þjóðfélagsumræðunni undanfarið síðasta hálfa árið, að mikill styrr hefur staðið um ákvæði í stjórnarskránni er varða synjunarvald forseta. Tekist hafa á tvær fylkingar sem báðar virðast þó sammála um nauðsyn þess að löggjafarvaldi sé veitt aðhald. Upp hafa komið hugmyndir um að innleiða í stjórnarskrána ákvæði er heimila almenningi að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál. Væri því ekki nær að taka af öll tvímæli er varða hina títtnefndu 26. grein stjórnarskrárinnar og deilurnar hafa staðið um? Er virkilega þörf á að leggja niður forsetaembættið í því skyni að skýra ákvæði stjórnarskrárinnar? Forseti Alþingis taki við flestum skyldum Pétur Blöndal bendir á það, í greinargerð með áðurnefndu frumvarpi, "að embættið er þýðingarmest í þeim tilgangi að sækja vinaríki heim, taka á móti erlendum þjóðhöfðingjum og sækja mannamót þegar mikið liggur við". Pétur leggur til að forseti Alþingis taki við skyldum þjóðhöfðingja og aðrar skyldur forseta verði uppfylltar af forsætisráðherra og forseta Hæstaréttar."Við það mundu sparast miklir fjármunir sem væru betur komnir annars staðar og þær eru í fullu samræmi við íslenskt þjóðfélag sem byggist á miklu jafnrétti fólks og er að mestu laust við stéttskiptingu og prjál," segir Pétur. Hugsjónir forseta aðar en þingmanna Eitt er athugavert við þessa annars góðu hugmynd. Sá sem býður sig fram til embættis forseta Íslands, gerir það með það fyrir augum að stærsti hluti starfsins verði að sinna opinberum heimsóknum, klippa á borða, heilsa almenningi. Honum er ekki ætlað að taka þátt í pólitískri umræðu eða starfi. Sá sem hins vegar býður sig fram til Alþingis gerir það af þeim sökum að sá hinn sami hefur væntingar til þess að geta lagt sitt af mörkum til þess að bæta samfélagið, hann eða hún hefur ákveðnar stjórnmálaskoðanir og markmið og fyrirætlanir í samræmi við það. Það væri því ansi súrt í broti fyrir þann sem eitt helsta markmið í starfi væri að láta af sér leiða í stjórnmálaumræðunni, að þurfa að eyða mestum hluta tíma síns í að klippa á borða víðs vegar um land og brosa framan í myndavélar við hlið erlendra þjóðhöfðingja. Sigríður Dögg Auðunsdóttir -sda@frettabladid.is
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun