Samkeppnisstofnun gagnrýnd 22. október 2004 00:01 "Aðferðafræði Samkeppnisstofnunar nær á engan hátt að rökstyðja niðurstöðu þeirra á útreikningum á hagnaði olíufélaganna vegna meints samráðs," segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Í frumskýrslu Samkeppnisstofnunar er því haldið fram að olíufélögin Olís, Essó og Skeljungur hafi hagnast um allt að 6,7 milljarða króna vegna samráðs á árunum 1993 til 2001. Tryggvi segir að útreikningar Samkeppnisstofnunar séu órökstuddir og að skýringar á hagnaði olíufélaganna þriggja eigi sér líklega aðrar og eðlilegar skýringar. Tryggvi segir að útreikningar Samkeppnisstofnunar geta haft veigamikla þýðingu við ákvörðun hugsanlegra sekta í málinu. Samkvæmt samkeppnislögum sem giltu á stærstum hluta tímabilsins sem málið tekur til megi reikna út sektir í samræmi við þá upphæð sem hægt sé að sanna að fyrirtækin hafi hagnast um vegna samkeppnislagabrotanna. Tryggvi vann skýrslu ásamt Jóni Þór Sturlusyni, hagfræðingi við Hagfræðistofnun, að beiðni Olíuverslunar Íslands hf. sem Samkeppnisstofnun hefur verið afhent sem hluta af andsvari Olís. Tryggvi segist hafa orðið undrandi á því að útreikningar Samkeppnisstofnunar í frumskýrslunni væru ekki betur rökstuddir. "Ekki tekið tillit til þess að á hverjum tíma séu margir þættir sem hafi áhrif á verð, kostnað og hagnað fyrirtækja, eins og heimsmarkaðsverð, gengisþróun, hagsveiflu og fleira, " segir Tryggvi. Í skýrslunni er meðal annars bent á að í flestum nýlegum úrskurðum framkvæmdastofnunar Evrópusambandsins er varða ólöglegt samráð sé mikið gert úr þeirri staðreynd að vegna þess hve margir þættir verki samtímis á verðþróun vöru sé mjög erfitt að draga ályktanir um hagnað af ólöglegu samráði. "ESB hefur kosið að meta ekki það tjón í krónum talið sem samráðið hefur valdið og því eru sektir ekki reiknaðar út frá því. Í stað þess er farið eftir því hvort nægilega rökstuddur grunur sé um að samráð hafi átt sér stað og sektað í samræmi við það," segir Tryggvi. Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, vill ekki tjá sig um athugasemdir Hagfræðistofnunar. "Þetta gagn hafa olíufélögin lagt fram sem hluta af sínum andmælum í málinu. Því verður svarað á réttum vettvangi, sem er ákvörðun samkeppnisráðs," segir Guðmundur. Tryggvi Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Segist hafa orðið undrandi á því að útreikningar Samkeppnisstofnunar í frumskýrslunni væru ekki betur rökstuddir. Ekki sé tekið tillit til þess að á hverjum tíma séu margir þættir sem hafi áhrif á verð, kostnað og hagnað fyrirtækja. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
"Aðferðafræði Samkeppnisstofnunar nær á engan hátt að rökstyðja niðurstöðu þeirra á útreikningum á hagnaði olíufélaganna vegna meints samráðs," segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Í frumskýrslu Samkeppnisstofnunar er því haldið fram að olíufélögin Olís, Essó og Skeljungur hafi hagnast um allt að 6,7 milljarða króna vegna samráðs á árunum 1993 til 2001. Tryggvi segir að útreikningar Samkeppnisstofnunar séu órökstuddir og að skýringar á hagnaði olíufélaganna þriggja eigi sér líklega aðrar og eðlilegar skýringar. Tryggvi segir að útreikningar Samkeppnisstofnunar geta haft veigamikla þýðingu við ákvörðun hugsanlegra sekta í málinu. Samkvæmt samkeppnislögum sem giltu á stærstum hluta tímabilsins sem málið tekur til megi reikna út sektir í samræmi við þá upphæð sem hægt sé að sanna að fyrirtækin hafi hagnast um vegna samkeppnislagabrotanna. Tryggvi vann skýrslu ásamt Jóni Þór Sturlusyni, hagfræðingi við Hagfræðistofnun, að beiðni Olíuverslunar Íslands hf. sem Samkeppnisstofnun hefur verið afhent sem hluta af andsvari Olís. Tryggvi segist hafa orðið undrandi á því að útreikningar Samkeppnisstofnunar í frumskýrslunni væru ekki betur rökstuddir. "Ekki tekið tillit til þess að á hverjum tíma séu margir þættir sem hafi áhrif á verð, kostnað og hagnað fyrirtækja, eins og heimsmarkaðsverð, gengisþróun, hagsveiflu og fleira, " segir Tryggvi. Í skýrslunni er meðal annars bent á að í flestum nýlegum úrskurðum framkvæmdastofnunar Evrópusambandsins er varða ólöglegt samráð sé mikið gert úr þeirri staðreynd að vegna þess hve margir þættir verki samtímis á verðþróun vöru sé mjög erfitt að draga ályktanir um hagnað af ólöglegu samráði. "ESB hefur kosið að meta ekki það tjón í krónum talið sem samráðið hefur valdið og því eru sektir ekki reiknaðar út frá því. Í stað þess er farið eftir því hvort nægilega rökstuddur grunur sé um að samráð hafi átt sér stað og sektað í samræmi við það," segir Tryggvi. Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, vill ekki tjá sig um athugasemdir Hagfræðistofnunar. "Þetta gagn hafa olíufélögin lagt fram sem hluta af sínum andmælum í málinu. Því verður svarað á réttum vettvangi, sem er ákvörðun samkeppnisráðs," segir Guðmundur. Tryggvi Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Segist hafa orðið undrandi á því að útreikningar Samkeppnisstofnunar í frumskýrslunni væru ekki betur rökstuddir. Ekki sé tekið tillit til þess að á hverjum tíma séu margir þættir sem hafi áhrif á verð, kostnað og hagnað fyrirtækja.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira