Kaupverð EasyJet 6,3 milljarðar 23. október 2004 00:01 Breskir fjölmiðlar og fjármálasérfræðingar velta fyrir sér kaupum Flugleiða á 8,4 prósenta hlut í lággjaldaflugfélaginu EasyJet í gær. Fullyrt er í blaðinu Independent að kaupverðið á hlutnum sé fimmtíu milljónir punda, eða um 6,3 milljarðar króna. Eftir að greint var frá því síðdegis í gær að Flugleiðasamsteypan hefði keypt ríflega átta prósenta hlut í EasyJet virðist sem sögusagnirnar hafi fyrst farið á kreik. Í Guardian í dag segir að háværar raddist heyrist sem haldi því fram að Icelandair stefni að því að taka félagið yfir. Haft er eftir forráðamönnum félagsins að hugsanlega verði keyptur stærri hlutur í EasyJet á næstunni. Telegraph hefur eftir sérfræðingi á fjármálamarkaði í Lundúnum að það væri í takt við viðskiptahætti Íslendinga að tvínóna ekki við frekari kaup heldur drífa þau af. Haft er eftir honum að Íslendingar séu metnaðargjarnir og þoli ekkert hangs. Ástæða þess sé sú að þeir séu smá þjóð en afar vel menntuð. Talsmenn EasyJet staðfestu að kaupin hefðu gengið hratt fyrir sig því þeir sögðust aldrei hafa rætt við fulltrúa Icelandair fyrr en í gærdag, hvorki um hlutafjárkaup né annað. Fjármálasérfræðingar segja við Guardian að þetta sé líkast til rétti tíminn til að bjóða í EasyJet því verð hlutabréfa í því sé í lágmarki þó að gengið hafi tekið kipp í ljósi fregna af kaupum Flugleiða. Haft er eftir einum sérfræðingi að þó að flugmarkaðurinn sé erfiður núna verði EasyJet gulls ígildi eftir þrjú ár eða svo. En menn velta einnig fyrir sér stærðamuninum og bent er á að Flugleiðir séu aðeins brot af stærð EasyJet. Félagið sé með tólf vélar í áætlunarflugi og tuttugu og einn áfangastað en EasyJet sé með níutíu og fimm vélar í rekstri og fimmtíu og sex áætlunarstaði. Icelandair hafi flutt ríflega milljón farþega í fyrra en EasyJet ríflega tuttugu milljónir. EasyJet flytur um sex hundruð þúsund farþega í hverri viku samkvæmt Independent - helmingi fleiri en allir íbúar Íslands. Í Independent er haft eftir ónafngreindum fjármálasérfræðingi að efasemdir ríki um bolmagn Icelandair til að taka EasyJet yfir, en hluturinn sem keyptur var í gær mun hafa kostað fimmtíu milljónir punda - 6,3 milljarða króna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Breskir fjölmiðlar og fjármálasérfræðingar velta fyrir sér kaupum Flugleiða á 8,4 prósenta hlut í lággjaldaflugfélaginu EasyJet í gær. Fullyrt er í blaðinu Independent að kaupverðið á hlutnum sé fimmtíu milljónir punda, eða um 6,3 milljarðar króna. Eftir að greint var frá því síðdegis í gær að Flugleiðasamsteypan hefði keypt ríflega átta prósenta hlut í EasyJet virðist sem sögusagnirnar hafi fyrst farið á kreik. Í Guardian í dag segir að háværar raddist heyrist sem haldi því fram að Icelandair stefni að því að taka félagið yfir. Haft er eftir forráðamönnum félagsins að hugsanlega verði keyptur stærri hlutur í EasyJet á næstunni. Telegraph hefur eftir sérfræðingi á fjármálamarkaði í Lundúnum að það væri í takt við viðskiptahætti Íslendinga að tvínóna ekki við frekari kaup heldur drífa þau af. Haft er eftir honum að Íslendingar séu metnaðargjarnir og þoli ekkert hangs. Ástæða þess sé sú að þeir séu smá þjóð en afar vel menntuð. Talsmenn EasyJet staðfestu að kaupin hefðu gengið hratt fyrir sig því þeir sögðust aldrei hafa rætt við fulltrúa Icelandair fyrr en í gærdag, hvorki um hlutafjárkaup né annað. Fjármálasérfræðingar segja við Guardian að þetta sé líkast til rétti tíminn til að bjóða í EasyJet því verð hlutabréfa í því sé í lágmarki þó að gengið hafi tekið kipp í ljósi fregna af kaupum Flugleiða. Haft er eftir einum sérfræðingi að þó að flugmarkaðurinn sé erfiður núna verði EasyJet gulls ígildi eftir þrjú ár eða svo. En menn velta einnig fyrir sér stærðamuninum og bent er á að Flugleiðir séu aðeins brot af stærð EasyJet. Félagið sé með tólf vélar í áætlunarflugi og tuttugu og einn áfangastað en EasyJet sé með níutíu og fimm vélar í rekstri og fimmtíu og sex áætlunarstaði. Icelandair hafi flutt ríflega milljón farþega í fyrra en EasyJet ríflega tuttugu milljónir. EasyJet flytur um sex hundruð þúsund farþega í hverri viku samkvæmt Independent - helmingi fleiri en allir íbúar Íslands. Í Independent er haft eftir ónafngreindum fjármálasérfræðingi að efasemdir ríki um bolmagn Icelandair til að taka EasyJet yfir, en hluturinn sem keyptur var í gær mun hafa kostað fimmtíu milljónir punda - 6,3 milljarða króna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira