Innlent

Tugir bíða fjármálaráðgjafar

Árangurslausum fjárnámum á einstaklinga hefur fjölgað um 50 prósent fyrstu níu mánuðina á milli ára 2003 og 2004, að því er fram kom í blaðinu í gær. Ásta sagði, að starfsfólk ráðgjafarstofunnar sæi mikið af árangurslausum fjárnámum. Það stafaði meðal annars af því að gjaldþrotum hefði fækkað með tilkomu breyttrar löggjafar sem kvæði á um tryggingu þegar óskað væri eftir gjaldþrotaskiptum. Hún sagði enn fremur að stöðug eftirspurn væri eftir ráðgjöf. Þá væri símaráðgjöf alla virka daga klukkan 9 - 12 mikið notuð. Einnig væri gífurleg eftirspurn eftir fræðslu í framhaldsskóla, starfsmannafélög og fleiri.  Þetta er aðeins hluti þeirra sem leita ráðgjafar þar, því félagsmálaþjónusta Reykjavíkurborgar, Samband íslenskra sveitarfélaga og bankarnir vísa fólki til ráðgjafarstofunnar, þegar það er komið í vanda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×