Kerry stendur betur í lykilríkjum 28. október 2004 00:01 John Kerry hefur meira fylgi en George Bush í fimm af lykilríkjunum svokölluðu þar sem úrslit forsetakosninganna munu að líkindum ráðast. Frambjóðendurnir endasendast nú á milli þessara ríkja og kyssa börn sem mest þeir mega. Lykilríkin eru einhvers staðar á milli tíu og sextán. Samkvæmt könnun Reuters og Zogby frá því í gær sækir Kerry á í þeim tíu ríkjum sem þar eru tekin sérstaklega fyrir. Í Colorado, á Flórída, í Minnesota og Nýju-Mexíkó, í Ohio og Wisconsin hefur Kerry aukið fylgi sitt undanfarna sólarhringa og nú er svo komið að hann nýtur meira fylgis en Bush í fimm ríkjum og jafnt er á komið í tveimur ríkjum, Michigan og Iowa. Bush er með meira fylgi á Flórída, Nevada og Nýju-Mexíkó. Þetta er ekki góð tíðindi fyrir Bush sem er þó eftir sem áður með örlítið meira fylgi á landsvísu samkvæmt daglegri könnun Reuters og Zogby. Í daglegri könnun sjónvarpsstöðvarinnar ABC er þessu reyndar öfugt farið. Fjölmiðlar hér vestanhafs fjalla ekki einu sinni um málefnin lengur og frambjóðendurnir ræða þau ekki. Í fjölmiðlum er það tölfræðin sem ræður ríkjum og spurningin: „Hvað ef?“ Bush og Kerry hnýta hvor í annan á milli þess sem þeir kyssa börn og taka í hendur væntanlegra kjósenda. Á framsögum þeirra beggja að ræða snýst þetta stig kosningabaráttunnar um að smíða bestu frasana; sjö sekúndna búta sem smellpassa í fréttayfirlit allra helstu sjónvarpsstöðva. Dick Cheney var til dæmis kallaður þvælumálaráðherra sem svaraði um hæl og sagði Kerry ekki hengja sig í smáatriði eins og staðreyndir. John Edwards sagði Bush og Cheney nota bandaríska hermenn til að verja störf sín og ekkert annað. Og Bush forseti reynir nú skyndilega að veiða atkvæði þeirra demókrata sem ekki eru vissir í sinni sök þegar ágæti Kerrys er annars vegar. Þangað til Bush tók upp á þessu hafði hann nánast einblínt á gallharða repúblíkana og að sannfæra þá um að koma á kjörstað. Fátt bendir til þess að þessi brögð nái eyrum og athygli almennings sem virðist í vaxandi mæli bíða þess spenntur að kosningabaráttunni ljúki. Það segir kannski sína sögu að í gærkvöldi beindu býsna margir ljósvakamiðlar athygli sinni í töluverðum mæli að tunglmyrkva og hlífðu áhorfendum við kosningaáróðrinum Spennan er þó þrátt fyrir þetta mjög mikil og úrslitanna beðið með eftirvæntingu. Eins og málflutningurinn ber með sér eru frambjóðendurnir reiðubúnir að beita nánast hvaða brögðum sem er til að komast í mark. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Sjá meira
John Kerry hefur meira fylgi en George Bush í fimm af lykilríkjunum svokölluðu þar sem úrslit forsetakosninganna munu að líkindum ráðast. Frambjóðendurnir endasendast nú á milli þessara ríkja og kyssa börn sem mest þeir mega. Lykilríkin eru einhvers staðar á milli tíu og sextán. Samkvæmt könnun Reuters og Zogby frá því í gær sækir Kerry á í þeim tíu ríkjum sem þar eru tekin sérstaklega fyrir. Í Colorado, á Flórída, í Minnesota og Nýju-Mexíkó, í Ohio og Wisconsin hefur Kerry aukið fylgi sitt undanfarna sólarhringa og nú er svo komið að hann nýtur meira fylgis en Bush í fimm ríkjum og jafnt er á komið í tveimur ríkjum, Michigan og Iowa. Bush er með meira fylgi á Flórída, Nevada og Nýju-Mexíkó. Þetta er ekki góð tíðindi fyrir Bush sem er þó eftir sem áður með örlítið meira fylgi á landsvísu samkvæmt daglegri könnun Reuters og Zogby. Í daglegri könnun sjónvarpsstöðvarinnar ABC er þessu reyndar öfugt farið. Fjölmiðlar hér vestanhafs fjalla ekki einu sinni um málefnin lengur og frambjóðendurnir ræða þau ekki. Í fjölmiðlum er það tölfræðin sem ræður ríkjum og spurningin: „Hvað ef?“ Bush og Kerry hnýta hvor í annan á milli þess sem þeir kyssa börn og taka í hendur væntanlegra kjósenda. Á framsögum þeirra beggja að ræða snýst þetta stig kosningabaráttunnar um að smíða bestu frasana; sjö sekúndna búta sem smellpassa í fréttayfirlit allra helstu sjónvarpsstöðva. Dick Cheney var til dæmis kallaður þvælumálaráðherra sem svaraði um hæl og sagði Kerry ekki hengja sig í smáatriði eins og staðreyndir. John Edwards sagði Bush og Cheney nota bandaríska hermenn til að verja störf sín og ekkert annað. Og Bush forseti reynir nú skyndilega að veiða atkvæði þeirra demókrata sem ekki eru vissir í sinni sök þegar ágæti Kerrys er annars vegar. Þangað til Bush tók upp á þessu hafði hann nánast einblínt á gallharða repúblíkana og að sannfæra þá um að koma á kjörstað. Fátt bendir til þess að þessi brögð nái eyrum og athygli almennings sem virðist í vaxandi mæli bíða þess spenntur að kosningabaráttunni ljúki. Það segir kannski sína sögu að í gærkvöldi beindu býsna margir ljósvakamiðlar athygli sinni í töluverðum mæli að tunglmyrkva og hlífðu áhorfendum við kosningaáróðrinum Spennan er þó þrátt fyrir þetta mjög mikil og úrslitanna beðið með eftirvæntingu. Eins og málflutningurinn ber með sér eru frambjóðendurnir reiðubúnir að beita nánast hvaða brögðum sem er til að komast í mark.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Sjá meira