Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. nóvember 2025 20:00 Minnst 128 hafa fundist látnir í rústunum en talið er ljóst að tala látinna muni hækka mjög eftir því sem líður á leit. AP Photo/Ng Han Guan Íslendingur í Hong Kong segir mikla sorg ríkja eftir eldsvoða í sjö íbúðaturnum. Á annað hundrað hafa fundist látnir og fólks er enn leitað í brunarústunum. Eldur braust út í íbúðarblokkum í Wang Fuk hverfinu í Hong Kong á miðvikudag. Blokkirnar eru átta og barst eldur í sjö þeirra. Slökkvistarf gekk hægt og illa og var ekki búið að fyllilega slökkva í glæðunum fyrr en seint á fimmtudag. Talið er að byggingapallar úr bambus, sem hafði verið komið upp allt í kringum blokkirnar vegna framkvæmda, og eldfimt frauðplast sem notað var í úrbótunum séu ástæða þess að eldurinn barst svo auðveldlega milli blokkanna. Íslendingur sem hefur verið búsettur í Hong Kong í tuttugu ár segir íbúa mjög hrygga. „Það er þjóðarsorg hér í Hong Kong núna og verður fram á mánudag og þetta er svakalegt áfall fyrir Hong Kong að lenda í þessu,“ segir Pétur Hannes Ólafsson, íbúi í Hong Kong. Rannsókn á tildrögum eldsvoðans hófst nær samstundis og hefur lögreglan handtekið þrjá yfirmenn byggingarverktakans í tengslum við rannsóknina. Stofnun sem rannsakar spillingu hefur látið handtaka átta til viðbótar, þar á meðal undirverktaka. „Þetta hefur verið að koma upp undanfarið að það hafi kviknað í þessum stillönsum,“ segir Pétur. „Þetta eru þrjú atvik núna nýlega þar sem eldur hefur farið í stillansa og ég man ekki til þess áður að þetta hafi verið svona oft.“ Fólk velti fyrir sér hvort það vanti upp á eftirlit. „Reiðin mun koma. Fólk er að spyrja sig, hvernig getur þetta gerst?“ Hong Kong Íslendingar erlendis Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Eldur braust út í íbúðarblokkum í Wang Fuk hverfinu í Hong Kong á miðvikudag. Blokkirnar eru átta og barst eldur í sjö þeirra. Slökkvistarf gekk hægt og illa og var ekki búið að fyllilega slökkva í glæðunum fyrr en seint á fimmtudag. Talið er að byggingapallar úr bambus, sem hafði verið komið upp allt í kringum blokkirnar vegna framkvæmda, og eldfimt frauðplast sem notað var í úrbótunum séu ástæða þess að eldurinn barst svo auðveldlega milli blokkanna. Íslendingur sem hefur verið búsettur í Hong Kong í tuttugu ár segir íbúa mjög hrygga. „Það er þjóðarsorg hér í Hong Kong núna og verður fram á mánudag og þetta er svakalegt áfall fyrir Hong Kong að lenda í þessu,“ segir Pétur Hannes Ólafsson, íbúi í Hong Kong. Rannsókn á tildrögum eldsvoðans hófst nær samstundis og hefur lögreglan handtekið þrjá yfirmenn byggingarverktakans í tengslum við rannsóknina. Stofnun sem rannsakar spillingu hefur látið handtaka átta til viðbótar, þar á meðal undirverktaka. „Þetta hefur verið að koma upp undanfarið að það hafi kviknað í þessum stillönsum,“ segir Pétur. „Þetta eru þrjú atvik núna nýlega þar sem eldur hefur farið í stillansa og ég man ekki til þess áður að þetta hafi verið svona oft.“ Fólk velti fyrir sér hvort það vanti upp á eftirlit. „Reiðin mun koma. Fólk er að spyrja sig, hvernig getur þetta gerst?“
Hong Kong Íslendingar erlendis Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira