Biður fólk um traust 6. nóvember 2004 00:01 Þórólfur Árnason borgarstjóri berst fyrir pólitískri framtíð sinni vegna aðildar hans að verðsamráði olíufélaganna. Þórólfur bað um frest til að útskýra sína hlið á málinu. Maðurinn sem Guðmundur Hörður Guðmundsson og Árni Snævarr, blaðamenn Fréttablaðsins, hittu að máli er maður í baráttuhug. Nú komst samráðið í hámæli á síðasta ári. Finnst þér ekkert nýtt hafa komið fram í málinu síðan þá sem gerir þína stöðu erfiðari? Samkeppnisráð nefnir öll þau tilvik sem ég greindi Samkeppnisstofnun frá á sínum tíma og ég vek athygli á því að líka er sagt frá þeim fundum olíufélaganna þar sem ég þagði og neitaði að taka þátt í samráðsmálum. Ég kom hreint fram í fyrra og sagði frá mínum þætti. Þar harmaði ég að hafa unnið verk sem haft hafði verið samráð um. Það sem breytir málinu nú í huga margra er alvaran sem fylgir því að skýrslan sé komin í úrskurðarform. Málsatvikin eru hins vegar þau sömu. En það eru fjölmargar nýjar upplýsingar sem koma fram í niðurstöðu samkeppnisráðs. Það koma nokkur dæmi þar sem mitt nafn kemur fram. Ég gerði eins ítarlega grein og ég gat fyrir málinu á síðasta ári. Ég tók hins vegar fram að ég gæti ekki nefnt einstök dæmi, þar sem ég væri bundinn trúnaði við Samkeppnisstofnun. Ég sagði til dæmis frá því í fyrra að ég hefði komið að því að stilla upp og framkvæma ákvarðanir frá forstjóra sem er nú orðið greinilegt að var samráð. Þetta harma ég. Þú segist hafa verið starfsmaður olíufélags þar sem þú flæktist í net verðsamráðs. Ef það koma upp dæmi um spillingu innan borgarstjórnar, hvernig geta borgarbúar treyst því að þú upplýsir slíkt en takir ekki þátt? Þegar ég gekk inn í Olíufélagið gekk ég inn í gamlan heim sem allir viðurkenna að hafi verið runninn upp úr pólitísku valdakerfi. Hjá Reykjavíkurborg gekk ég inn í opið, vel skipulagt stjórnkerfi þar sem eftirlitskerfi og almannahagsmunir eru mjög í heiðri höfð. Þetta er eins og svart og hvítt. En það var líka til Samkeppnisstofnun á þeim tíma sem olíusamráð stóð yfir. Mér finnst Samkeppnisstofnun hafa unnið þarft og gott verk í þessari úttekt. Þetta kerfi var hins vegar þá og er ennþá mjög sérstakt. Löggjafinn bjó til formlegan samráðsvettvang olíufélaganna undir forsæti Samkeppnisstofnunar, sem heitir Flutningsjöfnunarsjóður olíu og ég held að sé enn til. Ég held að fulltrúi stofnunarinnar hafi setið í forsæti í sjóðnum allt fram á þennan dag. Þar skiptast fjármálamenn í olíufélögunum á sölutölum yfir borðið með Samkeppnisstofnun við borðsendann. Þú hlýtur að hafa vitað það á sínum tíma að þetta var samráð. Tökum dæmi. Í niðurstöðu samkeppnisráðs segir að fulltrúar olíufélaganna hafi hist og rætt ýmis samráðsmál og í minnispunktum þínum eftir fundinn segir meðal annars: "Bensínhækkun allt að 3 kr." Hjá Samkeppnisstofnun var ég spurður að þessu og ég staðfesti að ég hefði skrifað þetta niður af því að ég hefði heyrt þetta. Sastu þá fund þar sem verðsamráð var ákveðið? Ekki ákveðið. En rætt? Ég sat fjölda funda með fulltrúum olíufélaganna. Þar sem samráð um verðhækkanir var rætt? Fulltrúar olíufélaganna hittust mjög oft og mér var gert skylt að hitta þá vegna samrekstrarmála. Til dæmis bensínstöðva og olíutanka. Á slíkum fundum byrjuðu menn oft að ræða rekstrarumhverfið. Hvernig gengið væri og svo framvegis. Stundum punktaði ég niður hjá mér vangaveltur þeirra. En ég hafði ekki ákvörðunarrétt um eldsneytisverð. Engu að síður tókstu þátt í að undirbúa ákvörðun um slíkt. Það kemur skýrt fram að ákvörðun um eldsneytisverð var ekki á mínu verksviði samkvæmt skipuriti. En undirbúningur ákvörðunar? Ég hafði sem markaðsstjóri það hlutverk að tilkynna allar verðbreytingar út á stöðvar og auðvitað fylgdist ég með markaðinum. Og þú sast þá fundi með samkeppnisaðilum þar sem var ákveðið bensínverð, ekki rétt? Ég var ekki á fundum þar sem var ákveðið almennt bensínverð. En undirbúið samráð um verðlag til almennings. Ég vil ekki kalla þetta undirbúning. En það voru vissulega ræddar þær markaðsaðstæður sem myndu eflaust leiða til verðbreytinga. Sameiginlegar verðbreytingar? Nei, verðbreytinga almennt. En það var ekki á mínu verksviði. Það var eingöngu á mínu verksviði að tilkynna verðbreytingar. En það er fullt af fundargerðum og minnispunktum frá þér þar sem kemur fram að þú sast fundi þar sem var undirbúið verðsamráð á bensínverði til almennings. Áttirðu ekki þátt í að undirbúa ákvörðunina þótt þú hafir ekki tekið hana? Ég hitti engan í þeim tilgangi að ræða eldsneytisverð. Vandamálið var í þessu umhverfi öllu að við hittumst til að ræða eignaumsýslu, samrekstur og fleira. Fjöldi manna hefði átt að ganga út við þessar kringumstæður. Því miður gerði ég það ekki. Þú biður um traust borgarbúa. Hvernig eiga þeir að treysta þér þegar þú hefur tekið þátt í, þótt þú hafi ekki átt lokaákvörðun, að ákvarða samráð um bensínverð til almennings, þar á meðal borgarbúa? Ég er ekki sáttur við spurninguna. Minn skilningur er ekki sá að ég hafi átt þátt í að undirbúa eða ákvarða bensínverð. Hins vegar myndaðist á þessum fundum spjall þeirra sem eru í þessu fagi. Spjall sem byrjaði á óvarkáran hátt. Þeir fundir voru ekki lykilatriðið í þessu máli, heldur hið skipulega samráð. Ég harma það hins vegar að hafa ekki gengið út af slíkum fundum. En er ekki eina leiðin fyrir þig núna að viðurkenna þetta, iðrast og biðja borgarbúa afsökunar? Ég hef beðið þá afsökunar á því að hafa starfað hjá olíufélögunum og geri það enn á ný. Þú hefur ekki viðurkennt að hafa tekið beinan þátt í þessu eins og þú gerðir. Ég vil ekki viðurkenna meira en mér ber í þessu máli og ég ætla ekki að viðurkenna að hafa haft ákvörðunarrétt um verðlagsmál. Það hafði ég einfaldlega ekki. Ekki ákvörðunarrétt heldur þátttöku í verðsamráði. Það er skilgreiningaratriði og annarra að dæma um það. Þetta rekstrarumhverfi var hins vegar ekki á mínu valdi. Í minnisblaði frá þér til forstjórans segir þú: "Hann var líka sammála mér þegar ég nefndi að nú þyrftu félögin öll að vera mjög vakandi í því að láta ekki egna sig saman í verðstríði í útboðum." Bendir þetta ekki til þess að brotavilji þinni hafi verið einbeittur? Þetta var í september 1994 þegar olíufélögin máttu fyrst selja olíu á mismunandi verði. Við þurfum að átta okkur á því í hvers konar heimi við vorum. Það voru í gildi lög þangað til í september 1994 sem sögðu að það yrði að selja um allt land eldsneyti á sama verði. Svo hitti ég Einar Benediktsson, forstjóra Olís, og við byrjuðum á því að tala um að það sé breytt lagaumhverfi. Þá kunni ekki nokkur maður í þessum bransa að reikna út afslætti. Ég hafði lagt til hjá ESSO að við gæfum afslætti, en var stoppaður. Auðvitað voru allir í bransanum mjög hræddir við að framlegðin hrapaði niður úr öllu valdi við samkeppni. Og þú sagðir sjálfur að félögin ættu ekki að láta egna sig út í verðstríð. Ég var ekkert síður hræddur við þetta. Ætlar þú að fela þig á bakvið það að þú hafir verið hluti af spilltu kerfi, lögin hafi verið ný og þess vegna hafir þú ekki kunnað að fara eftir þeim? Ég fel mig ekki á bak við neitt, en hér eruð þið kannski að beita mælikvörðum dagsins í dag á viðskiptaumhverfi liðinna tíma. Ég hafði starfað í samkeppnisumhverfi í nokkur ár áður en ég byrjaði hjá Essó. Ég fann að þetta var með allt öðrum brag hjá olíufélögunum. Þetta var svona gamalt kerfi. Essó hafði unnið eins í fimmtíu ár og við mig var sagt: "Strákur minn, ekki láta þig dreyma um það að fara að bjóða þessum manni afslátt, veistu ekki hvar hann er í pólitík?" Í skýrslu Samkeppnisstofnunar segir meðal annars frá tölvupósti frá þér til forstjóra Essó vegna útboðs Reykjavíkurborgar: "Eftir þreifingar Skeljungsmanna um sameiginlega stefnu í útboðsmálum bað ég um tillögu frá þeim, sem forstjórar geta rætt." Bendir þetta ekki til þess að þú hafir haft fulla vitneskju um hversu víðtækt samráð forstjóranna var, meðal annars í útboði Reykjavíkurborgar? Það sem ég gerði á þessum fundi var að þegar starfsmaður Skeljungs kom með tillögur þá sagðist ég ekki taka þátt í slíku. Ég kom því þessari málaleitan frá mér og tók ekki þátt í því máli. Þú baðst þá samt um tillögu sem forstjórarnir gætu rætt. Ég sagði eitthvað á þennan hátt: ert þú með einhverja tillögu? Ég er ekki sá sem er hægt að tala við um svona mál. En af hverju baðstu þá um tillögu á fundinum fyrst þú varst saklaus og hneykslaður? Sjálfsagt var þetta hugsunarleysi og ég bar skilaboðin til forstjóra. Þú varst ekki að bera skilaboð. Þú baðst um tillögu sem forstjórarnir gætu rætt. Jú, ég var að bera skilaboð. Þú sagðir það í tölvupóstinum að þú hafir beðið um tillögu. Tölvupósturinn var náttúrulega endursögn. Ég bara man ekki nákvæmlega orðaskipti þarna fyrir tæpum tíu árum. Ég hvatti síðar innanhúss til þess að það yrðu tvær tillögur í máli Reykjavíkurborgar og við berðumst fyrir því að ná viðskiptunum. Bendir það til þess að ég hafi verið í verðsamráði? Ræddir þú þessi mál aldrei við Geir Magnússon forstjóra eða kvartaðir yfir þessari stöðu? Það er líklegt að við höfum talað um hvað rekstrarumhverfi olíufélaganna var ólíkt því umhverfi sem ég var í áður hjá Marel. Hver finnst þér að ábyrgð Geirs ætti að vera í málinu? Ég tel ábyrgð að lögum skýra. Stjórnir og forstjórar bera hana. Finnst þér þú dreginn út úr og sætir einn ábyrgð? Ég kvarta ekki undan því. Ég er ekki óánægður með að ég sem opinber persóna sé látinn svara meiru en aðrir. Hvað sagðir þú borgarfulltrúum um aðild þína í verðsamráðinu þegar þú varst ráðinn? Það sem ég sagði í fyrra stendur enn. Ég harma að hafa unnið þarna og framkvæmt þau atriði sem ég var beðinn um að gera og hafði ekki vald yfir. Ég hef komið hreint fram og bið um traust þeirra sem þekkja mig af störfum mínum. Hvað sagðirðu Ingibjörgu Sólrúnu þegar hún hafði samband við þig og bað þig um að verða borgarstjóri? Þá var ekki í huga mér að eitthvað kæmi við mig sem ég var búinn að reyna að upplýsa með Samkeppnisstofnun. Síðan örfáum dögum seinna, í byrjun janúar 2003, hringdi Geir Magnússon í mig og sagði af drögum að niðurstöðu Samkeppnisstofnunar og að mitt nafn væri þar víða. Hann taldi að þetta gæti reynst mér erfitt í framtíðinni. Ég lét Ingibjörgu vita af þessu og hún spurði hvort ég gæti varið mig. Ég sagði já. Hún sagðist engu geta treyst nema dómgreind minni. Geturðu varið þig núna? Já, ég tel það. Ég bið fólk að treysta dómgreind minni. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Þórólfur Árnason borgarstjóri berst fyrir pólitískri framtíð sinni vegna aðildar hans að verðsamráði olíufélaganna. Þórólfur bað um frest til að útskýra sína hlið á málinu. Maðurinn sem Guðmundur Hörður Guðmundsson og Árni Snævarr, blaðamenn Fréttablaðsins, hittu að máli er maður í baráttuhug. Nú komst samráðið í hámæli á síðasta ári. Finnst þér ekkert nýtt hafa komið fram í málinu síðan þá sem gerir þína stöðu erfiðari? Samkeppnisráð nefnir öll þau tilvik sem ég greindi Samkeppnisstofnun frá á sínum tíma og ég vek athygli á því að líka er sagt frá þeim fundum olíufélaganna þar sem ég þagði og neitaði að taka þátt í samráðsmálum. Ég kom hreint fram í fyrra og sagði frá mínum þætti. Þar harmaði ég að hafa unnið verk sem haft hafði verið samráð um. Það sem breytir málinu nú í huga margra er alvaran sem fylgir því að skýrslan sé komin í úrskurðarform. Málsatvikin eru hins vegar þau sömu. En það eru fjölmargar nýjar upplýsingar sem koma fram í niðurstöðu samkeppnisráðs. Það koma nokkur dæmi þar sem mitt nafn kemur fram. Ég gerði eins ítarlega grein og ég gat fyrir málinu á síðasta ári. Ég tók hins vegar fram að ég gæti ekki nefnt einstök dæmi, þar sem ég væri bundinn trúnaði við Samkeppnisstofnun. Ég sagði til dæmis frá því í fyrra að ég hefði komið að því að stilla upp og framkvæma ákvarðanir frá forstjóra sem er nú orðið greinilegt að var samráð. Þetta harma ég. Þú segist hafa verið starfsmaður olíufélags þar sem þú flæktist í net verðsamráðs. Ef það koma upp dæmi um spillingu innan borgarstjórnar, hvernig geta borgarbúar treyst því að þú upplýsir slíkt en takir ekki þátt? Þegar ég gekk inn í Olíufélagið gekk ég inn í gamlan heim sem allir viðurkenna að hafi verið runninn upp úr pólitísku valdakerfi. Hjá Reykjavíkurborg gekk ég inn í opið, vel skipulagt stjórnkerfi þar sem eftirlitskerfi og almannahagsmunir eru mjög í heiðri höfð. Þetta er eins og svart og hvítt. En það var líka til Samkeppnisstofnun á þeim tíma sem olíusamráð stóð yfir. Mér finnst Samkeppnisstofnun hafa unnið þarft og gott verk í þessari úttekt. Þetta kerfi var hins vegar þá og er ennþá mjög sérstakt. Löggjafinn bjó til formlegan samráðsvettvang olíufélaganna undir forsæti Samkeppnisstofnunar, sem heitir Flutningsjöfnunarsjóður olíu og ég held að sé enn til. Ég held að fulltrúi stofnunarinnar hafi setið í forsæti í sjóðnum allt fram á þennan dag. Þar skiptast fjármálamenn í olíufélögunum á sölutölum yfir borðið með Samkeppnisstofnun við borðsendann. Þú hlýtur að hafa vitað það á sínum tíma að þetta var samráð. Tökum dæmi. Í niðurstöðu samkeppnisráðs segir að fulltrúar olíufélaganna hafi hist og rætt ýmis samráðsmál og í minnispunktum þínum eftir fundinn segir meðal annars: "Bensínhækkun allt að 3 kr." Hjá Samkeppnisstofnun var ég spurður að þessu og ég staðfesti að ég hefði skrifað þetta niður af því að ég hefði heyrt þetta. Sastu þá fund þar sem verðsamráð var ákveðið? Ekki ákveðið. En rætt? Ég sat fjölda funda með fulltrúum olíufélaganna. Þar sem samráð um verðhækkanir var rætt? Fulltrúar olíufélaganna hittust mjög oft og mér var gert skylt að hitta þá vegna samrekstrarmála. Til dæmis bensínstöðva og olíutanka. Á slíkum fundum byrjuðu menn oft að ræða rekstrarumhverfið. Hvernig gengið væri og svo framvegis. Stundum punktaði ég niður hjá mér vangaveltur þeirra. En ég hafði ekki ákvörðunarrétt um eldsneytisverð. Engu að síður tókstu þátt í að undirbúa ákvörðun um slíkt. Það kemur skýrt fram að ákvörðun um eldsneytisverð var ekki á mínu verksviði samkvæmt skipuriti. En undirbúningur ákvörðunar? Ég hafði sem markaðsstjóri það hlutverk að tilkynna allar verðbreytingar út á stöðvar og auðvitað fylgdist ég með markaðinum. Og þú sast þá fundi með samkeppnisaðilum þar sem var ákveðið bensínverð, ekki rétt? Ég var ekki á fundum þar sem var ákveðið almennt bensínverð. En undirbúið samráð um verðlag til almennings. Ég vil ekki kalla þetta undirbúning. En það voru vissulega ræddar þær markaðsaðstæður sem myndu eflaust leiða til verðbreytinga. Sameiginlegar verðbreytingar? Nei, verðbreytinga almennt. En það var ekki á mínu verksviði. Það var eingöngu á mínu verksviði að tilkynna verðbreytingar. En það er fullt af fundargerðum og minnispunktum frá þér þar sem kemur fram að þú sast fundi þar sem var undirbúið verðsamráð á bensínverði til almennings. Áttirðu ekki þátt í að undirbúa ákvörðunina þótt þú hafir ekki tekið hana? Ég hitti engan í þeim tilgangi að ræða eldsneytisverð. Vandamálið var í þessu umhverfi öllu að við hittumst til að ræða eignaumsýslu, samrekstur og fleira. Fjöldi manna hefði átt að ganga út við þessar kringumstæður. Því miður gerði ég það ekki. Þú biður um traust borgarbúa. Hvernig eiga þeir að treysta þér þegar þú hefur tekið þátt í, þótt þú hafi ekki átt lokaákvörðun, að ákvarða samráð um bensínverð til almennings, þar á meðal borgarbúa? Ég er ekki sáttur við spurninguna. Minn skilningur er ekki sá að ég hafi átt þátt í að undirbúa eða ákvarða bensínverð. Hins vegar myndaðist á þessum fundum spjall þeirra sem eru í þessu fagi. Spjall sem byrjaði á óvarkáran hátt. Þeir fundir voru ekki lykilatriðið í þessu máli, heldur hið skipulega samráð. Ég harma það hins vegar að hafa ekki gengið út af slíkum fundum. En er ekki eina leiðin fyrir þig núna að viðurkenna þetta, iðrast og biðja borgarbúa afsökunar? Ég hef beðið þá afsökunar á því að hafa starfað hjá olíufélögunum og geri það enn á ný. Þú hefur ekki viðurkennt að hafa tekið beinan þátt í þessu eins og þú gerðir. Ég vil ekki viðurkenna meira en mér ber í þessu máli og ég ætla ekki að viðurkenna að hafa haft ákvörðunarrétt um verðlagsmál. Það hafði ég einfaldlega ekki. Ekki ákvörðunarrétt heldur þátttöku í verðsamráði. Það er skilgreiningaratriði og annarra að dæma um það. Þetta rekstrarumhverfi var hins vegar ekki á mínu valdi. Í minnisblaði frá þér til forstjórans segir þú: "Hann var líka sammála mér þegar ég nefndi að nú þyrftu félögin öll að vera mjög vakandi í því að láta ekki egna sig saman í verðstríði í útboðum." Bendir þetta ekki til þess að brotavilji þinni hafi verið einbeittur? Þetta var í september 1994 þegar olíufélögin máttu fyrst selja olíu á mismunandi verði. Við þurfum að átta okkur á því í hvers konar heimi við vorum. Það voru í gildi lög þangað til í september 1994 sem sögðu að það yrði að selja um allt land eldsneyti á sama verði. Svo hitti ég Einar Benediktsson, forstjóra Olís, og við byrjuðum á því að tala um að það sé breytt lagaumhverfi. Þá kunni ekki nokkur maður í þessum bransa að reikna út afslætti. Ég hafði lagt til hjá ESSO að við gæfum afslætti, en var stoppaður. Auðvitað voru allir í bransanum mjög hræddir við að framlegðin hrapaði niður úr öllu valdi við samkeppni. Og þú sagðir sjálfur að félögin ættu ekki að láta egna sig út í verðstríð. Ég var ekkert síður hræddur við þetta. Ætlar þú að fela þig á bakvið það að þú hafir verið hluti af spilltu kerfi, lögin hafi verið ný og þess vegna hafir þú ekki kunnað að fara eftir þeim? Ég fel mig ekki á bak við neitt, en hér eruð þið kannski að beita mælikvörðum dagsins í dag á viðskiptaumhverfi liðinna tíma. Ég hafði starfað í samkeppnisumhverfi í nokkur ár áður en ég byrjaði hjá Essó. Ég fann að þetta var með allt öðrum brag hjá olíufélögunum. Þetta var svona gamalt kerfi. Essó hafði unnið eins í fimmtíu ár og við mig var sagt: "Strákur minn, ekki láta þig dreyma um það að fara að bjóða þessum manni afslátt, veistu ekki hvar hann er í pólitík?" Í skýrslu Samkeppnisstofnunar segir meðal annars frá tölvupósti frá þér til forstjóra Essó vegna útboðs Reykjavíkurborgar: "Eftir þreifingar Skeljungsmanna um sameiginlega stefnu í útboðsmálum bað ég um tillögu frá þeim, sem forstjórar geta rætt." Bendir þetta ekki til þess að þú hafir haft fulla vitneskju um hversu víðtækt samráð forstjóranna var, meðal annars í útboði Reykjavíkurborgar? Það sem ég gerði á þessum fundi var að þegar starfsmaður Skeljungs kom með tillögur þá sagðist ég ekki taka þátt í slíku. Ég kom því þessari málaleitan frá mér og tók ekki þátt í því máli. Þú baðst þá samt um tillögu sem forstjórarnir gætu rætt. Ég sagði eitthvað á þennan hátt: ert þú með einhverja tillögu? Ég er ekki sá sem er hægt að tala við um svona mál. En af hverju baðstu þá um tillögu á fundinum fyrst þú varst saklaus og hneykslaður? Sjálfsagt var þetta hugsunarleysi og ég bar skilaboðin til forstjóra. Þú varst ekki að bera skilaboð. Þú baðst um tillögu sem forstjórarnir gætu rætt. Jú, ég var að bera skilaboð. Þú sagðir það í tölvupóstinum að þú hafir beðið um tillögu. Tölvupósturinn var náttúrulega endursögn. Ég bara man ekki nákvæmlega orðaskipti þarna fyrir tæpum tíu árum. Ég hvatti síðar innanhúss til þess að það yrðu tvær tillögur í máli Reykjavíkurborgar og við berðumst fyrir því að ná viðskiptunum. Bendir það til þess að ég hafi verið í verðsamráði? Ræddir þú þessi mál aldrei við Geir Magnússon forstjóra eða kvartaðir yfir þessari stöðu? Það er líklegt að við höfum talað um hvað rekstrarumhverfi olíufélaganna var ólíkt því umhverfi sem ég var í áður hjá Marel. Hver finnst þér að ábyrgð Geirs ætti að vera í málinu? Ég tel ábyrgð að lögum skýra. Stjórnir og forstjórar bera hana. Finnst þér þú dreginn út úr og sætir einn ábyrgð? Ég kvarta ekki undan því. Ég er ekki óánægður með að ég sem opinber persóna sé látinn svara meiru en aðrir. Hvað sagðir þú borgarfulltrúum um aðild þína í verðsamráðinu þegar þú varst ráðinn? Það sem ég sagði í fyrra stendur enn. Ég harma að hafa unnið þarna og framkvæmt þau atriði sem ég var beðinn um að gera og hafði ekki vald yfir. Ég hef komið hreint fram og bið um traust þeirra sem þekkja mig af störfum mínum. Hvað sagðirðu Ingibjörgu Sólrúnu þegar hún hafði samband við þig og bað þig um að verða borgarstjóri? Þá var ekki í huga mér að eitthvað kæmi við mig sem ég var búinn að reyna að upplýsa með Samkeppnisstofnun. Síðan örfáum dögum seinna, í byrjun janúar 2003, hringdi Geir Magnússon í mig og sagði af drögum að niðurstöðu Samkeppnisstofnunar og að mitt nafn væri þar víða. Hann taldi að þetta gæti reynst mér erfitt í framtíðinni. Ég lét Ingibjörgu vita af þessu og hún spurði hvort ég gæti varið mig. Ég sagði já. Hún sagðist engu geta treyst nema dómgreind minni. Geturðu varið þig núna? Já, ég tel það. Ég bið fólk að treysta dómgreind minni.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira