Leiða Danir sannleikann í ljós? 25. nóvember 2004 00:01 Vínlandskortið er í fréttunum eina ferðina enn. Að þessu sinni vegna þess að danskir fræðimenn hafa fengið leyfi eigandans, Yale-háskóla í Bandaríkjunum, til að rannsaka kortið. Danirnir eru sérfræðingar við Konunglega bókasafnið og Forvörsluskólann í Kaupmannahöfn. Dagblaðið Berlingske Tidende gerði leiðangri þeirri vestur um haf góð skil fyrr í vikunni en blaðið hefur löngum sýnt kortinu mikinn áhuga. Fram kemur að Danirnir vænta þess að geta skýrt frá niðurstöðum rannsókna sinna innan nokkurra mánaða. Þeir ætli að skoða bókfellið sem kortið er teiknað á og blekið sem notað hefur verið. Þeir munu þó ekki fá að taka sýni úr kortinu í þessu skyni. Ekki kemur fram í umfjöllun blaðsins að hvaða leyti Danirnir telji sig vera að nálgast viðfangsefnið á nýjan hátt með ferðinni í kortasafn Yale-háskóla. Virtar rannsóknarstofnanir hafa áður rannsakað bæði efnið í bókfellinu og blekinu og um það hafa birst ritgerðir í vísindatímaritum, síðast fyrir tveimur árum. En ályktanir vísindamanna af þessum niðurstöðum hafa hnigið í gagnstæðar áttir og raunar einnig verið deilt um staðreyndir. En kannski eru Danirnir með einhverja tilgátu í kollinum sem þeir vilja prófa með því að þreifa á kortinu í návígi í stað þess að styðjast við endurprentanir af því. Segja má að hin ríkjandi skoðun í vísindaheiminum sé - og hafi verið allt frá því að fyrst var sagt frá kortinu opinberlega - að það sé falsað. Þessi skoðun var lengst af reist á því að landafræði kortsins væri ótrúverðug og að óhugsandi væri að miðaldamenn hefðu getað búið að landaþekkingu af því tagi sem birtist á kortinu. Um miðjan áttunda áratuginn birtu efnafræðingar síðan gögn sem bentu til þess að í blekinu sem kortið er teiknað með væru efni sem ekki hefðu verið til fyrr en á nítjándu öld. Um tíu árum síðar voru birtar gagnstæðar niðurstöður. Fyrir tveimur árum kom enn ein efnarannsóknin og samkvæmt henni er efni í blekinu sem ekki var framleitt fyrr en þriðja áratug tuttugustu aldar. Ekki hafa allir efnafræðingar þó viljað fallast á þá niðurstöðu. Aftur á móti hafa flestir vísindamenn viðurkennt að bókfellið sjálft sé afar gamalt, líklega frá 15. öld. Sama er að segja um pappírinn í bókinni sem kortið var bundið inn í. Hafi kortið verið falsað á 20. öld hefur falsarinn haft aðgang að 500 ára gömlu bókfelli en það er frekar óvenjulegt. Vínlandskortið hefur þótt áhugavert vegna þess að sé það ófalsað er það elsta kort í heimi sem sýnir Norður-Ameríku, Grænland og Ísland. Það væri sönnun þess að Evrópubúar hafi vitað um tilvist Ameríku löngu fyrir daga Kólumbusar. Í texta sem ritaður er á kortið er vísað til þess að Leifur Eiríksson og Bjarni Herjólfsson hafi sameiginlega fundið Vínland. Þetta atriði hefur einn helsti sérfræðingurinn um Vínlandskortið, dr. Kirsten A. Seaver, raunar talið sterka vísbendingu um að kortið sé falsað. Engar miðaldaheimildir séu um sameiginlega ferð Leifs og Bjarna vestur um haf heldur sé um að ræða misskilning sem fyrst hafi komist á prent 1765. Kortið sé því gert eftir þann tíma. Seaver telur sig vita hver falsaði kortið og hefur ritað um það heila bók; hún nefnir til sögu austurríska munkinn Josef Fischer (1858-1944) sem var sérfræðingur í landakortum miðalda. Telur hún sig jafnvel geta þekkt rithönd hans á kortinu. Um þessa niðurstöðu ríkir þó ekki almenn samstaða. Yale-háskóli eignaðist Vínlandskortið snemma á sjöunda áratugnum. Það var auðugur bandarískur læknir, Paul Mellon, sem gaf skólanum kortið. Hafði það þá verið í höndum starfsmanna skólans til rannsóknar í nokkur ár. Það var bandarískur fornbókasali sem vakti athygli skólans á kortinu 1957 en hann kvaðst hafa keypt það af svissneskum fornbókasala. Hvaðan sá fékk kortið hefur aldrei verið upplýst. Eigendasagan er því óljós og það atriði er eitt af því sem skapar tortryggnina um kortið. Athyglisvert er að í greininni í Berlingske Tidende er sagt frá því að Danirnir séu komnir í samband við áttræða konu sem sögð er dóttir svissneska fornbókasalans. Þeir ætla semsé ekki að binda rannsóknina við athugun á kortinu einu. Hljómar spennandi! Við þurfum að fylgjast með þessum þætti rannsóknarinnar! Hvort Danir leysi ráðgátuna um Vínlandskortið þannig að allir verði sáttir skal ekkert fullyrt um. Það er þó frekar ólíklegt. En málið allt er áhugavert fyrir okkur Íslendinga því það snýr með beinum hætti að okkar eigin sögu. Sé kortið ófalsað styrkir það heimildargildi fornritanna Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða. En þó að það reynist á endanum falsað breytir það ekki hinu að fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós með óyggjandi hætti að norrænir menn, að líkindum Íslendingar, fundu Norður-Ameríku í kringum árið 1000. Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Vínlandskortið er í fréttunum eina ferðina enn. Að þessu sinni vegna þess að danskir fræðimenn hafa fengið leyfi eigandans, Yale-háskóla í Bandaríkjunum, til að rannsaka kortið. Danirnir eru sérfræðingar við Konunglega bókasafnið og Forvörsluskólann í Kaupmannahöfn. Dagblaðið Berlingske Tidende gerði leiðangri þeirri vestur um haf góð skil fyrr í vikunni en blaðið hefur löngum sýnt kortinu mikinn áhuga. Fram kemur að Danirnir vænta þess að geta skýrt frá niðurstöðum rannsókna sinna innan nokkurra mánaða. Þeir ætli að skoða bókfellið sem kortið er teiknað á og blekið sem notað hefur verið. Þeir munu þó ekki fá að taka sýni úr kortinu í þessu skyni. Ekki kemur fram í umfjöllun blaðsins að hvaða leyti Danirnir telji sig vera að nálgast viðfangsefnið á nýjan hátt með ferðinni í kortasafn Yale-háskóla. Virtar rannsóknarstofnanir hafa áður rannsakað bæði efnið í bókfellinu og blekinu og um það hafa birst ritgerðir í vísindatímaritum, síðast fyrir tveimur árum. En ályktanir vísindamanna af þessum niðurstöðum hafa hnigið í gagnstæðar áttir og raunar einnig verið deilt um staðreyndir. En kannski eru Danirnir með einhverja tilgátu í kollinum sem þeir vilja prófa með því að þreifa á kortinu í návígi í stað þess að styðjast við endurprentanir af því. Segja má að hin ríkjandi skoðun í vísindaheiminum sé - og hafi verið allt frá því að fyrst var sagt frá kortinu opinberlega - að það sé falsað. Þessi skoðun var lengst af reist á því að landafræði kortsins væri ótrúverðug og að óhugsandi væri að miðaldamenn hefðu getað búið að landaþekkingu af því tagi sem birtist á kortinu. Um miðjan áttunda áratuginn birtu efnafræðingar síðan gögn sem bentu til þess að í blekinu sem kortið er teiknað með væru efni sem ekki hefðu verið til fyrr en á nítjándu öld. Um tíu árum síðar voru birtar gagnstæðar niðurstöður. Fyrir tveimur árum kom enn ein efnarannsóknin og samkvæmt henni er efni í blekinu sem ekki var framleitt fyrr en þriðja áratug tuttugustu aldar. Ekki hafa allir efnafræðingar þó viljað fallast á þá niðurstöðu. Aftur á móti hafa flestir vísindamenn viðurkennt að bókfellið sjálft sé afar gamalt, líklega frá 15. öld. Sama er að segja um pappírinn í bókinni sem kortið var bundið inn í. Hafi kortið verið falsað á 20. öld hefur falsarinn haft aðgang að 500 ára gömlu bókfelli en það er frekar óvenjulegt. Vínlandskortið hefur þótt áhugavert vegna þess að sé það ófalsað er það elsta kort í heimi sem sýnir Norður-Ameríku, Grænland og Ísland. Það væri sönnun þess að Evrópubúar hafi vitað um tilvist Ameríku löngu fyrir daga Kólumbusar. Í texta sem ritaður er á kortið er vísað til þess að Leifur Eiríksson og Bjarni Herjólfsson hafi sameiginlega fundið Vínland. Þetta atriði hefur einn helsti sérfræðingurinn um Vínlandskortið, dr. Kirsten A. Seaver, raunar talið sterka vísbendingu um að kortið sé falsað. Engar miðaldaheimildir séu um sameiginlega ferð Leifs og Bjarna vestur um haf heldur sé um að ræða misskilning sem fyrst hafi komist á prent 1765. Kortið sé því gert eftir þann tíma. Seaver telur sig vita hver falsaði kortið og hefur ritað um það heila bók; hún nefnir til sögu austurríska munkinn Josef Fischer (1858-1944) sem var sérfræðingur í landakortum miðalda. Telur hún sig jafnvel geta þekkt rithönd hans á kortinu. Um þessa niðurstöðu ríkir þó ekki almenn samstaða. Yale-háskóli eignaðist Vínlandskortið snemma á sjöunda áratugnum. Það var auðugur bandarískur læknir, Paul Mellon, sem gaf skólanum kortið. Hafði það þá verið í höndum starfsmanna skólans til rannsóknar í nokkur ár. Það var bandarískur fornbókasali sem vakti athygli skólans á kortinu 1957 en hann kvaðst hafa keypt það af svissneskum fornbókasala. Hvaðan sá fékk kortið hefur aldrei verið upplýst. Eigendasagan er því óljós og það atriði er eitt af því sem skapar tortryggnina um kortið. Athyglisvert er að í greininni í Berlingske Tidende er sagt frá því að Danirnir séu komnir í samband við áttræða konu sem sögð er dóttir svissneska fornbókasalans. Þeir ætla semsé ekki að binda rannsóknina við athugun á kortinu einu. Hljómar spennandi! Við þurfum að fylgjast með þessum þætti rannsóknarinnar! Hvort Danir leysi ráðgátuna um Vínlandskortið þannig að allir verði sáttir skal ekkert fullyrt um. Það er þó frekar ólíklegt. En málið allt er áhugavert fyrir okkur Íslendinga því það snýr með beinum hætti að okkar eigin sögu. Sé kortið ófalsað styrkir það heimildargildi fornritanna Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða. En þó að það reynist á endanum falsað breytir það ekki hinu að fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós með óyggjandi hætti að norrænir menn, að líkindum Íslendingar, fundu Norður-Ameríku í kringum árið 1000. Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun