Bæjarstjórinn komi úr Framsókn 30. nóvember 2004 00:01 Líklegt er að framsóknarmenn í bæjarstjórn Kópavogs fari fram á að embætti bæjarstjóra haldist í þeirra röðum þangað til í júní þegar Gunnar Birgisson, bæjarfulltrúi og þingmaður Sjálfstæðisflokks, tekur við starfinu. Guðrún Pálsdóttir, bæjarritari Kópavogs, verður staðgengill Sigurðar Geirdals þar til ákveðið verður hver gegni embættinu uns Gunnar Birgisson tekur við í júní á næsta ári. Guðrún tók nýlega við starfi bæjarritara tímabundið af Ástu Þórarinsdóttur og gegnir því fram að áramótum. Þá tekur Ólafur Briem við af henni. Ekkert hefur verið ákveðið um það hver muni gegna starfi bæjarstjóra þangað til í júní þegar Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs, tekur við starfinu. Sigurbjörg Vilmundardóttir fer inn í bæjarstjórn Kópavogs í stað Sigurðar, Gestur Valgarðsson verður fyrsti vara-bæjarfulltrúi og Una María Óskarsdóttir verður annar vara-bæjarfulltrúi. Þeir sem fréttastofan ræddi við innan bæjarstjórnar í dag sögðu að viðræður um hver tæki við af Sigurði fram í júní væru rétt að hefjast og af virðingu við Sigurð og fjölskyldu hans yrði beðið með ákvörðun þess efnis þangað til eftir útför hans. Þó væri afar ólíklegt að framsóknarmenn myndu samþykkja að Gunnar Birgisson tæki strax við embættinu, enda vilja framsóknarmenn halda stöðunni þangað til tími Sigurðar átti að renna út. Ekkert liggur þó fyrir um það hvort leitað verði til annað hvort Hansínu Björgvinsdóttur eða Ómars Stefánssonar sem skipað hafa 2. og 3. sæti lista Framsóknarflokksins, eða hvort hreinlega verði leitað út fyrir listann til þess að finna bæjarstjóra til næstu sex mánaða. Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Líklegt er að framsóknarmenn í bæjarstjórn Kópavogs fari fram á að embætti bæjarstjóra haldist í þeirra röðum þangað til í júní þegar Gunnar Birgisson, bæjarfulltrúi og þingmaður Sjálfstæðisflokks, tekur við starfinu. Guðrún Pálsdóttir, bæjarritari Kópavogs, verður staðgengill Sigurðar Geirdals þar til ákveðið verður hver gegni embættinu uns Gunnar Birgisson tekur við í júní á næsta ári. Guðrún tók nýlega við starfi bæjarritara tímabundið af Ástu Þórarinsdóttur og gegnir því fram að áramótum. Þá tekur Ólafur Briem við af henni. Ekkert hefur verið ákveðið um það hver muni gegna starfi bæjarstjóra þangað til í júní þegar Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs, tekur við starfinu. Sigurbjörg Vilmundardóttir fer inn í bæjarstjórn Kópavogs í stað Sigurðar, Gestur Valgarðsson verður fyrsti vara-bæjarfulltrúi og Una María Óskarsdóttir verður annar vara-bæjarfulltrúi. Þeir sem fréttastofan ræddi við innan bæjarstjórnar í dag sögðu að viðræður um hver tæki við af Sigurði fram í júní væru rétt að hefjast og af virðingu við Sigurð og fjölskyldu hans yrði beðið með ákvörðun þess efnis þangað til eftir útför hans. Þó væri afar ólíklegt að framsóknarmenn myndu samþykkja að Gunnar Birgisson tæki strax við embættinu, enda vilja framsóknarmenn halda stöðunni þangað til tími Sigurðar átti að renna út. Ekkert liggur þó fyrir um það hvort leitað verði til annað hvort Hansínu Björgvinsdóttur eða Ómars Stefánssonar sem skipað hafa 2. og 3. sæti lista Framsóknarflokksins, eða hvort hreinlega verði leitað út fyrir listann til þess að finna bæjarstjóra til næstu sex mánaða.
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira