Ræðum við þá sem setja verðmiðana 2. desember 2004 00:01 Karlar í heilbrigðishópi Starfsmannafélags ríkisstofnana hafa 29,5 prósentum hærri heildartekjur á mánuði en konur miðað við greiðslur í júní í fyrra. Karlarnir höfðu þá 494.874 krónur á mánuði en konurnar 348.851. Í dagvinnulaun höfðu karlarnir hinsvegar 142.810 meðan konurnar voru með 146.229 krónur. Það er því greinilegt að þarna skiptir yfirvinnan öllu máli. Í skrifstofuhópi er munurinn 19 prósent og í tæknihópi er hann minnstur eða aðeins 9,1 prósent. Ef litið er á alla félaga í Starfsmannafélagi ríkisstofnana þá hafa karlarnir 20 prósentum hærri tekjur en konurnar miðað við sama tíma. Heildartekjur karlanna eru tæpar 244 þúsund krónur meðan konurnar hafa rúmar 195 þúsund. Dagvinnulaunin eru hinsvegar rúmar 165 þúsund hjá körlunum og 153 þúsund hjá konunum. Þetta kemur fram í fréttariti kjararannsóknarnefndar opinberra starfsmanna. Jens Andrésson, formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana, segir að launamunurinn komi ekki á óvart. Í nýlegri könnun Félagsvísindastofnunar hafi komið fram að almennur launamunur sé hjá hinu opinbera upp á 12-15 prósent. "Við höfum hlustað á yfirlýsingar félagsmálaráðherra í átta til tíu ár um að þessu þyrfti að útrýma. Nú finnst okkur kominn tími til að ræða þetta á vettvangi þar sem verðmætamat starfsins liggur. Ef þetta er ekki leyfilegt samkvæmt lögum þá er eitthvert viðhorf í gangi í þjóðfélaginu sem ekki hefur tekist að útrýma. Við þurfum að ræða þetta við þá sem setja verðmiða á störfin," segir hann. Um 4.000 eru í Starfsmannafélagi ríkisstofnana, karlarnir eru um 1.200 talsins og konurnar 2.700. Leiðrétting á launamuni kynjanna er í kröfugerð félagsins. Launamunurinn er einna mestur hjá Starfsmannafélagi ríkisstofnana af þeim sem kjarakönnun KOS nær til en hann er líka yfir 20 prósent hjá BSRB, RÚV, lögreglumönnum, tollvörðum, flugumferðarstjórum og háskólamönnum hjá Reykjavíkurborg. Áður hefur verið greint frá því að launamunur sé um 30 prósent hjá starfsmönnum Stjórnarráðsins. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Karlar í heilbrigðishópi Starfsmannafélags ríkisstofnana hafa 29,5 prósentum hærri heildartekjur á mánuði en konur miðað við greiðslur í júní í fyrra. Karlarnir höfðu þá 494.874 krónur á mánuði en konurnar 348.851. Í dagvinnulaun höfðu karlarnir hinsvegar 142.810 meðan konurnar voru með 146.229 krónur. Það er því greinilegt að þarna skiptir yfirvinnan öllu máli. Í skrifstofuhópi er munurinn 19 prósent og í tæknihópi er hann minnstur eða aðeins 9,1 prósent. Ef litið er á alla félaga í Starfsmannafélagi ríkisstofnana þá hafa karlarnir 20 prósentum hærri tekjur en konurnar miðað við sama tíma. Heildartekjur karlanna eru tæpar 244 þúsund krónur meðan konurnar hafa rúmar 195 þúsund. Dagvinnulaunin eru hinsvegar rúmar 165 þúsund hjá körlunum og 153 þúsund hjá konunum. Þetta kemur fram í fréttariti kjararannsóknarnefndar opinberra starfsmanna. Jens Andrésson, formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana, segir að launamunurinn komi ekki á óvart. Í nýlegri könnun Félagsvísindastofnunar hafi komið fram að almennur launamunur sé hjá hinu opinbera upp á 12-15 prósent. "Við höfum hlustað á yfirlýsingar félagsmálaráðherra í átta til tíu ár um að þessu þyrfti að útrýma. Nú finnst okkur kominn tími til að ræða þetta á vettvangi þar sem verðmætamat starfsins liggur. Ef þetta er ekki leyfilegt samkvæmt lögum þá er eitthvert viðhorf í gangi í þjóðfélaginu sem ekki hefur tekist að útrýma. Við þurfum að ræða þetta við þá sem setja verðmiða á störfin," segir hann. Um 4.000 eru í Starfsmannafélagi ríkisstofnana, karlarnir eru um 1.200 talsins og konurnar 2.700. Leiðrétting á launamuni kynjanna er í kröfugerð félagsins. Launamunurinn er einna mestur hjá Starfsmannafélagi ríkisstofnana af þeim sem kjarakönnun KOS nær til en hann er líka yfir 20 prósent hjá BSRB, RÚV, lögreglumönnum, tollvörðum, flugumferðarstjórum og háskólamönnum hjá Reykjavíkurborg. Áður hefur verið greint frá því að launamunur sé um 30 prósent hjá starfsmönnum Stjórnarráðsins.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira