Gerrard hetja Liverpool 8. desember 2004 00:01 Steven Gerrard var hetja Liverpool er hann skoraði þriðja og síðasta mark þeirra rauðu með frábæru skoti af um 25m færi á 86. mínútu í leik gegn Olympiakos í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld, en þar sem Grikkirnir höfðu skorað í leiknum varð Liverpool að skora þrjú mörk til að komast áfram. Varamennirnir ungu, Florent Sinama Pongolle og Neil Mellor, höfðu áður komið Liverpool í 2-1 eftir að Rivaldo hafði komið gestunum yfir með marki í fyrri hálfleik. En Gerrard tryggði Liverpool sæti í 16-liða úrslitum með stórkostlegu marki. Í hinum leik riðilsins vann Monaco auðveldan sigur á Deportivo 5-0 á Riazor Stadium á Spáni. Ernesto Javier Chevanton, Gael Givet, Javier Saviola, Sisenado Maicon og Emmanuel Adebayor skoruðu mörkin. Það er því ljóst að það verða Monaco og Liverpool sem verða í hattinum er dregið verður í 16-liða úrslitin, en Olympiakos, sem hefur staðið sig frábærlega í keppninni hingað til, verður að gera sér UEFA keppnina að góðu. Í B-riðli tryggði Real Madrid sér sæti í 16-liða úrslitum með öruggum 3-0 sigri á Róma í Róm. Ronaldo skoraði fyrsta markið í fyrri hálfleik, en Portúgalinn snjalli Luis Figo skoraði tvö í þeim seinni. Í hinum leiknum tryggði Bayer Leverkusen sæti í 16-liða úrslitunum með öruggum sigri á Dynamo Kiev 3-0. Silveira Juan, Andrej Voronin og Marko Babic skoruðu mörkin. Það verða því Real Madrid og Bayer Leverkusen sem fara í 16-liða úrslitin en Dinamo Kiev fer í UEFA keppnina. Í C-riðlinum tapaði Juventus sínum fyrstu stigum er þeir gerðu jafntefli gegn Maccabi Tel-Aviv á Ramat-Gan Stadium. Baruch Dago kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik með marki úr vítaspyrnu, en Alessandro Del Piero tryggði Juventus stig með marki tuttugu mínútum fyrir leikslok. Í hinum leiknum gerðu Ajax og Bayern Munich 2-2 jafntefli. Roy Makaay kom Bayern yfir en Tomas Galasek og Nicolae Mitea komu heimamönnum í 2-1. Það var síðan Michael Ballack sem jafnaði leikinn með marki tólf mínútum fyrir leikslok. Juventus og Bayern voru þegar komin áfram, en eftir útslit kvöldsins er ljóst að það verður Ajax sem fer í UEFA keppnina. Í D-riðli steinlág Man Utd í Tyrklandi gegn Fenerbache 3-0 þar sem Tuncay Sanli gerði þrennu fyrir heimamenn. United telfdi þó fram hálfgerðu varaliði í leiknum enda komnir áfram fyrir kvöldið. Í hinum leiknum tryggði Lyon sér sigur í riðlinum með öruggum 5-0 sigri á Spörtu frá Prag. Honorato da Silva Nilmar gerði tvö mörk og þeir Mickael Essien, Sylvain Idangar og Bryan Bergougnoux gerði hin þrjú. Lyon og Man Utd verða því í 16-liða úrslitunum en Fenerbache fer í UEFA keppnina. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Sjá meira
Steven Gerrard var hetja Liverpool er hann skoraði þriðja og síðasta mark þeirra rauðu með frábæru skoti af um 25m færi á 86. mínútu í leik gegn Olympiakos í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld, en þar sem Grikkirnir höfðu skorað í leiknum varð Liverpool að skora þrjú mörk til að komast áfram. Varamennirnir ungu, Florent Sinama Pongolle og Neil Mellor, höfðu áður komið Liverpool í 2-1 eftir að Rivaldo hafði komið gestunum yfir með marki í fyrri hálfleik. En Gerrard tryggði Liverpool sæti í 16-liða úrslitum með stórkostlegu marki. Í hinum leik riðilsins vann Monaco auðveldan sigur á Deportivo 5-0 á Riazor Stadium á Spáni. Ernesto Javier Chevanton, Gael Givet, Javier Saviola, Sisenado Maicon og Emmanuel Adebayor skoruðu mörkin. Það er því ljóst að það verða Monaco og Liverpool sem verða í hattinum er dregið verður í 16-liða úrslitin, en Olympiakos, sem hefur staðið sig frábærlega í keppninni hingað til, verður að gera sér UEFA keppnina að góðu. Í B-riðli tryggði Real Madrid sér sæti í 16-liða úrslitum með öruggum 3-0 sigri á Róma í Róm. Ronaldo skoraði fyrsta markið í fyrri hálfleik, en Portúgalinn snjalli Luis Figo skoraði tvö í þeim seinni. Í hinum leiknum tryggði Bayer Leverkusen sæti í 16-liða úrslitunum með öruggum sigri á Dynamo Kiev 3-0. Silveira Juan, Andrej Voronin og Marko Babic skoruðu mörkin. Það verða því Real Madrid og Bayer Leverkusen sem fara í 16-liða úrslitin en Dinamo Kiev fer í UEFA keppnina. Í C-riðlinum tapaði Juventus sínum fyrstu stigum er þeir gerðu jafntefli gegn Maccabi Tel-Aviv á Ramat-Gan Stadium. Baruch Dago kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik með marki úr vítaspyrnu, en Alessandro Del Piero tryggði Juventus stig með marki tuttugu mínútum fyrir leikslok. Í hinum leiknum gerðu Ajax og Bayern Munich 2-2 jafntefli. Roy Makaay kom Bayern yfir en Tomas Galasek og Nicolae Mitea komu heimamönnum í 2-1. Það var síðan Michael Ballack sem jafnaði leikinn með marki tólf mínútum fyrir leikslok. Juventus og Bayern voru þegar komin áfram, en eftir útslit kvöldsins er ljóst að það verður Ajax sem fer í UEFA keppnina. Í D-riðli steinlág Man Utd í Tyrklandi gegn Fenerbache 3-0 þar sem Tuncay Sanli gerði þrennu fyrir heimamenn. United telfdi þó fram hálfgerðu varaliði í leiknum enda komnir áfram fyrir kvöldið. Í hinum leiknum tryggði Lyon sér sigur í riðlinum með öruggum 5-0 sigri á Spörtu frá Prag. Honorato da Silva Nilmar gerði tvö mörk og þeir Mickael Essien, Sylvain Idangar og Bryan Bergougnoux gerði hin þrjú. Lyon og Man Utd verða því í 16-liða úrslitunum en Fenerbache fer í UEFA keppnina.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Sjá meira