Borgin sameinist ekki Kjósarhreppi 23. desember 2004 00:01 Reykjavíkurborg mælir ekki með því að kosið verði um sameiningu borgarinnar við Kjósarhrepp í allsherjarkosningu um sameiningu sveitarfélaga sem verður eftir fjóra mánuði. Mörg önnur sveitarfélög víða um land hafna einnig sameiningartillögu. Áformað er að stór hluti þjóðarinnar gangi að kjörborðinu þann 23. apríl næstkomandi til að kjósa um sameiningu sveitarfélaga. Sameiningarnefnd lagði fram tillögur í haust sem miða við að sveitarfélögum fækki úr liðlega eitthundrað niður í um fjörutíu. Sveitarstjórnum og almenningi var síðan gefinn frestur til 1. desember til að segja álit sitt á tillögunum. Nefndin situr nú yfir umsögnum en mun síðan um miðjan janúar setja fram endanlegar tillögur sem kosið verður um í vor samkvæmt upplýsingum verkefnisstjóra, Róberts Ragnarssonar. Miðað við framkomnar umsagnir er víða tregða til sameiningar. Samkvæmt upphaflegri tillögu hefði fjölmennasta kosningin farið fram í Reykjavík en gert var ráð fyrir því að kosið yrði um sameiningu Reykjavíkur og Kjósarhrepps. Nú hefur borgarstjóri hins vegar lýst því að hann mæli ekki með því að kosið verði um þá sameiningu. Þá hefur Álftanes hafnað því að kosið verði um sameiningu við Garðabæ. Á Suðurnesjum hefur Reykjanesbær einn líst yfir stuðningi við allsherjarsameiningu þar. Garðurinn hefur þegar hafnað slíkri kosningu og sömuleiðis er talið að andstaða sé í Grindavík og Sandgerði. Á Vesturlandi er byltingarkennsta tillagan sú að sameina Snæfellsnes þannig að Ólafsvík, Grundarfjörður og Stykkishólmur verði öll eitt sveitarfélag en formleg afstaða þeirra liggur ekki fyrir. Á Vestfjörðum telja Tálknfirðingar ekki tímabært að kjósa um sameiningu við Vesturbyggð fyrr en niðurstaða er fengin í hvaða verkefni verða flutt milli ríkis og sveitarfélaga. Súðavíkurhreppur hafnar sameiningu við Ísafjarðarbæ en Bolungarvík gerir ekki athugasemd við að kosið verði um slíka sameiningu. Á Ströndum hafnar Kaldrananeshreppur, en þar er Drangsnes, sameiningu við nærsveitir. Skagabyggð, lítill sveitahreppur milli Blönduóss og Skagastrandar, hafnar sameiningu með þeim orðum að menn eigi að hætta þessu sameiningarbrölti. Í Eyjafirði stefnir í að kosið verði um sameiningu allra sveitarfélaga á svæðinu í eitt, þar með Siglufjarðar og Grímseyjar. Í Þingeyjarsýslum vekur athygli að Öxarfjarðarhreppur og Raufarhafnarhreppur hafna sameiningu þeirra tveggja en vilja þess í stað mun stærri sameiningu við Húsavík og Mývatnssveit. Á Austfjörðum hafna bæði Breiðdalsvík og Djúpvogur sameiningu þeirra tveggja og í Vestur-Skaftafellssýslu hafnar Skaftárhreppur sameiningu við Mýrdalshrepp. Sveitarfélög í Árnessýslu hafa ekki gert athugasemd við að kosið verði um víðtæka sameiningu innan sýslunnar í aðeins tvö sveitarfélög, uppsveitir og lágsveitir, en það myndi þýða að Selfoss, Hveragerði og Þorlákshöfn rynnu saman í eitt. Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Sjá meira
Reykjavíkurborg mælir ekki með því að kosið verði um sameiningu borgarinnar við Kjósarhrepp í allsherjarkosningu um sameiningu sveitarfélaga sem verður eftir fjóra mánuði. Mörg önnur sveitarfélög víða um land hafna einnig sameiningartillögu. Áformað er að stór hluti þjóðarinnar gangi að kjörborðinu þann 23. apríl næstkomandi til að kjósa um sameiningu sveitarfélaga. Sameiningarnefnd lagði fram tillögur í haust sem miða við að sveitarfélögum fækki úr liðlega eitthundrað niður í um fjörutíu. Sveitarstjórnum og almenningi var síðan gefinn frestur til 1. desember til að segja álit sitt á tillögunum. Nefndin situr nú yfir umsögnum en mun síðan um miðjan janúar setja fram endanlegar tillögur sem kosið verður um í vor samkvæmt upplýsingum verkefnisstjóra, Róberts Ragnarssonar. Miðað við framkomnar umsagnir er víða tregða til sameiningar. Samkvæmt upphaflegri tillögu hefði fjölmennasta kosningin farið fram í Reykjavík en gert var ráð fyrir því að kosið yrði um sameiningu Reykjavíkur og Kjósarhrepps. Nú hefur borgarstjóri hins vegar lýst því að hann mæli ekki með því að kosið verði um þá sameiningu. Þá hefur Álftanes hafnað því að kosið verði um sameiningu við Garðabæ. Á Suðurnesjum hefur Reykjanesbær einn líst yfir stuðningi við allsherjarsameiningu þar. Garðurinn hefur þegar hafnað slíkri kosningu og sömuleiðis er talið að andstaða sé í Grindavík og Sandgerði. Á Vesturlandi er byltingarkennsta tillagan sú að sameina Snæfellsnes þannig að Ólafsvík, Grundarfjörður og Stykkishólmur verði öll eitt sveitarfélag en formleg afstaða þeirra liggur ekki fyrir. Á Vestfjörðum telja Tálknfirðingar ekki tímabært að kjósa um sameiningu við Vesturbyggð fyrr en niðurstaða er fengin í hvaða verkefni verða flutt milli ríkis og sveitarfélaga. Súðavíkurhreppur hafnar sameiningu við Ísafjarðarbæ en Bolungarvík gerir ekki athugasemd við að kosið verði um slíka sameiningu. Á Ströndum hafnar Kaldrananeshreppur, en þar er Drangsnes, sameiningu við nærsveitir. Skagabyggð, lítill sveitahreppur milli Blönduóss og Skagastrandar, hafnar sameiningu með þeim orðum að menn eigi að hætta þessu sameiningarbrölti. Í Eyjafirði stefnir í að kosið verði um sameiningu allra sveitarfélaga á svæðinu í eitt, þar með Siglufjarðar og Grímseyjar. Í Þingeyjarsýslum vekur athygli að Öxarfjarðarhreppur og Raufarhafnarhreppur hafna sameiningu þeirra tveggja en vilja þess í stað mun stærri sameiningu við Húsavík og Mývatnssveit. Á Austfjörðum hafna bæði Breiðdalsvík og Djúpvogur sameiningu þeirra tveggja og í Vestur-Skaftafellssýslu hafnar Skaftárhreppur sameiningu við Mýrdalshrepp. Sveitarfélög í Árnessýslu hafa ekki gert athugasemd við að kosið verði um víðtæka sameiningu innan sýslunnar í aðeins tvö sveitarfélög, uppsveitir og lágsveitir, en það myndi þýða að Selfoss, Hveragerði og Þorlákshöfn rynnu saman í eitt.
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Sjá meira