Erlent

Samúðarkveðjur héðan til Asíu

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sendi í gær samúðarkveðjur til stjórnvalda þeirra ríkja sem verst urðu úti vegna náttúruhamfaranna sem áttu sér stað í Asíu á annan í jólum. Neðansjávarjarðskjálfti upp á níu á Richter olli flóðbylgjum með þeim afleiðingum að tugþúsundir létust og á aðra milljón manns missti heimili sitt. Kveðjur voru sendar til stjórnvalda á Indlandi, Sri Lanka, Indónesíu, Taílandi, Maldíveyjum, Malasíu, Bangladess, Myanmar og Sómalíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×