Ólafur Kristjánsson gagnrýnir KSÍ 14. nóvember 2005 09:15 Ólafur Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari Fram, var gagnrýninn á stefnu KSÍ varðandi uppbyggingu yngri landsliða á þjálfararáðstefnu sem KSÍ og KÞÍ stóðu fyrir á laugardag. Ólafur telur að það sé skortur á stefnumótin þegar kemur að landsliðunum og það sé hugsanlega ein megin skýringin á því af hverju A-landsliðið sé ekki betra en raun ber vitni. "Ég velti því fyrir hvort að það sé einhver rauður þráður í gegnum öll landsliðin upp í sjálft A-landsliðið þar sem unnið er að markvissri uppbyggingu. Hver stýrir þróun og stefnumótun í íslenskrar knattspyrnu? Er hvert og eitt félag að vinna í sínu horni eða er einhver stefna á vegum KSÍ?" Þessari spurningu varpaði Ólafur til Eyjólfs Sverrissonar, nýráðins þjálfara A-landsliðsins, sem var einn af fyrirlesurum ráðstefnunnar. Ólafur kveðst hafa fengið fá svör. "Nei ég fékk ekkert svar en veit að svo er ekki. Ég hef að minnsta kosti ekki ennþá séð þessa stefnu. Við erum alltaf að tala um að landsliðið okkar sé svo lélegt og leitum skýringa á því en ef uppbygginguna skortir verður landsliðið aldrei gott," segir Ólafur. "Við þurfum að sjálfsögðu að styrkja það landslið sem er núna en það verður að sjálfösgðu að byrja á því að styrkja þá landsliðsmenn sem verða til staðar eftir 10 ár. Þetta er svona í öllum íþróttum. Ég get nefnt danska kvennalandsliðið í handbolta sem dæmi. Danir voru með slakt landslið eins og Ísland fyrir tuttugu árum þegar þeir fóru markvisst að byggja upp yngri landsliðin. Í dag eiga þeir eitt besta kvennalandslið í heimi," segir Ólafur og kallar á skýr markmið. "Ég sé ekki neina stefnu í íslenskum fótbolta, á engan hátt. Ég tel að það sé nauðsynlegt að koma á þessum rauða þræði sem unnið verður að því að styrkja svo að nýjir þjálfarar séu ekki sífellt að byrja á núlli. Það er auðvitað hægt að halda ástandinu óbreyttu en ef það á að nást betri árangur verða öll landsliðin að vera á sömu línu," segir Ólafur. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Fleiri fréttir Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari Fram, var gagnrýninn á stefnu KSÍ varðandi uppbyggingu yngri landsliða á þjálfararáðstefnu sem KSÍ og KÞÍ stóðu fyrir á laugardag. Ólafur telur að það sé skortur á stefnumótin þegar kemur að landsliðunum og það sé hugsanlega ein megin skýringin á því af hverju A-landsliðið sé ekki betra en raun ber vitni. "Ég velti því fyrir hvort að það sé einhver rauður þráður í gegnum öll landsliðin upp í sjálft A-landsliðið þar sem unnið er að markvissri uppbyggingu. Hver stýrir þróun og stefnumótun í íslenskrar knattspyrnu? Er hvert og eitt félag að vinna í sínu horni eða er einhver stefna á vegum KSÍ?" Þessari spurningu varpaði Ólafur til Eyjólfs Sverrissonar, nýráðins þjálfara A-landsliðsins, sem var einn af fyrirlesurum ráðstefnunnar. Ólafur kveðst hafa fengið fá svör. "Nei ég fékk ekkert svar en veit að svo er ekki. Ég hef að minnsta kosti ekki ennþá séð þessa stefnu. Við erum alltaf að tala um að landsliðið okkar sé svo lélegt og leitum skýringa á því en ef uppbygginguna skortir verður landsliðið aldrei gott," segir Ólafur. "Við þurfum að sjálfsögðu að styrkja það landslið sem er núna en það verður að sjálfösgðu að byrja á því að styrkja þá landsliðsmenn sem verða til staðar eftir 10 ár. Þetta er svona í öllum íþróttum. Ég get nefnt danska kvennalandsliðið í handbolta sem dæmi. Danir voru með slakt landslið eins og Ísland fyrir tuttugu árum þegar þeir fóru markvisst að byggja upp yngri landsliðin. Í dag eiga þeir eitt besta kvennalandslið í heimi," segir Ólafur og kallar á skýr markmið. "Ég sé ekki neina stefnu í íslenskum fótbolta, á engan hátt. Ég tel að það sé nauðsynlegt að koma á þessum rauða þræði sem unnið verður að því að styrkja svo að nýjir þjálfarar séu ekki sífellt að byrja á núlli. Það er auðvitað hægt að halda ástandinu óbreyttu en ef það á að nást betri árangur verða öll landsliðin að vera á sömu línu," segir Ólafur.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Fleiri fréttir Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Sjá meira