Minni viðskiptahalli 12. janúar 2005 00:01 Viðskiptahallinn fyrstu níu mánuði síðasta árs nam 36,3 milljörðum króna eða 5,6 prósentum af landsframleiðslu sem er 0,6 prósentum meira en fyrstu níu mánuði ársins 2003. "Það er mikilvægt í þessu sambandi að það er búið að vera að spá miklum viðskiptahalla í langan tíma og því á þetta ekki að koma á óvart," segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands. "Það sem er í raun merkilegt við tölurnar fyrir fyrstu níu mánuðina er að þær eru lægri en ég átti von á. Þannig að það er útlit fyrir að spá Seðlabankans gangi ekki eftir." Edda Rós segir hugsanlegt að skýringin á því að viðskiptahallinn sé minni en spáð var sé að fólk sé ekki að eyða þeim auknu fjármunum sem það hefur í neyslu heldur í húsnæði. Ef peningunum sé varið til húsnæðiskaupa innanlands þýði það að minni þörf sé á innfluttum vörum. "Auðvitað er viðskiptahallinn samt alltaf ógn við stöðugleikann sérstaklega ef vitað er að erfitt er að fjármagna hann. Við vitum hins vegar að þriðjungur af honum tengist stóriðjuframkvæmdum og því búið að fjármagna þann hluta og ég get ekki séð að það verði erfitt að fjármagna restina." Edda Rós segist reikna með því að krónan veikist um mitt næsta ár. "Það verður samt að hafa í huga að það er alveg vonlaust að spá fyrir um nákvæmar tímasetningar í þessum efnum. Við hjá greiningardeild Landsbankans spáum því samt að krónan verði sterk út þetta ár og veikist síðan um mitt árið 2006. Það þýðir það að verðbólgan getur farið af stað þá." Útflutningsfyrirtækin hafa staðið mjög vel undanfarið miðað við það hvað krónan hefur verið sterk og gert þeim erfitt fyrir að sögn Eddu Rósar. Hún segir að sjávarútvegsfyrirtækin hafi náð góðum árangri þó að þau sem flytji til Bandaríkjanna hafi náttúrlega átt mjög erfitt uppdráttar. Þá segir hún hafa haft jákvæð áhrif á viðskiptajöfnuðinn að fyrirtæki eins og til dæmis Actavis hafi í mjög auknu mæli verið að flytja út lyf. Það sé breyting frá því sem áður var.Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands, reiknar með því að krónan veikist um mitt næsta ár. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Sjá meira
Viðskiptahallinn fyrstu níu mánuði síðasta árs nam 36,3 milljörðum króna eða 5,6 prósentum af landsframleiðslu sem er 0,6 prósentum meira en fyrstu níu mánuði ársins 2003. "Það er mikilvægt í þessu sambandi að það er búið að vera að spá miklum viðskiptahalla í langan tíma og því á þetta ekki að koma á óvart," segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands. "Það sem er í raun merkilegt við tölurnar fyrir fyrstu níu mánuðina er að þær eru lægri en ég átti von á. Þannig að það er útlit fyrir að spá Seðlabankans gangi ekki eftir." Edda Rós segir hugsanlegt að skýringin á því að viðskiptahallinn sé minni en spáð var sé að fólk sé ekki að eyða þeim auknu fjármunum sem það hefur í neyslu heldur í húsnæði. Ef peningunum sé varið til húsnæðiskaupa innanlands þýði það að minni þörf sé á innfluttum vörum. "Auðvitað er viðskiptahallinn samt alltaf ógn við stöðugleikann sérstaklega ef vitað er að erfitt er að fjármagna hann. Við vitum hins vegar að þriðjungur af honum tengist stóriðjuframkvæmdum og því búið að fjármagna þann hluta og ég get ekki séð að það verði erfitt að fjármagna restina." Edda Rós segist reikna með því að krónan veikist um mitt næsta ár. "Það verður samt að hafa í huga að það er alveg vonlaust að spá fyrir um nákvæmar tímasetningar í þessum efnum. Við hjá greiningardeild Landsbankans spáum því samt að krónan verði sterk út þetta ár og veikist síðan um mitt árið 2006. Það þýðir það að verðbólgan getur farið af stað þá." Útflutningsfyrirtækin hafa staðið mjög vel undanfarið miðað við það hvað krónan hefur verið sterk og gert þeim erfitt fyrir að sögn Eddu Rósar. Hún segir að sjávarútvegsfyrirtækin hafi náð góðum árangri þó að þau sem flytji til Bandaríkjanna hafi náttúrlega átt mjög erfitt uppdráttar. Þá segir hún hafa haft jákvæð áhrif á viðskiptajöfnuðinn að fyrirtæki eins og til dæmis Actavis hafi í mjög auknu mæli verið að flytja út lyf. Það sé breyting frá því sem áður var.Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands, reiknar með því að krónan veikist um mitt næsta ár.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Sjá meira