Máttum giftast en ekki búa saman 25. janúar 2005 00:01 Said Hasan, 23ja ára Jórdani sem er giftur íslenskri konu, Ásthildi Albertssdóttur, hefur verið neitað um dvalarleyfi vegna aldurs og honum er bannað að koma hingað í þrjú ár þar sem hann fór ekki úr landi innan tilskilins tíma. Ásthildur segir að það hafi gerst vegna ónógra upplýsinga. Hasan verður 24 ára í ágúst og samkvæmt íslenskum lögum á hann þá að geta fengið dvalarleyfi. Vegna misskilnings hefur hann fyllt út vitlaus eyðublöð og sótti um makaleyfi en það var aldrei grundvöllur fyrir því. Þar sem þeim var aldrei bent á mistökin gátu þau ekki leiðrétt þau. Hasan hefur tvisvar sinnum fengið vinnu uppi á Kárahnjúkum og sótt um atvinnuleyfi en ekki fengið þar sem hann hefur ekki dvalarleyfi. Ásthildur gagnrýnir stjórnsýsluna harkalega og telur seint og illa svarað ef svar á annað borð berst. Bréfaskipti fari fram á íslensku, sem Hasan ekki skilur, auk þess sem hann hafi aldrei fengið arabískan túlk nema einu sinni og hann hafi þá talað egypska arabísku, ekki jórdanska, og því hafi misskfilnings gætt. Búið er að kæra það. Þá telur hún að verið sé að teygja lögin, til dæmis varðandi aldurinn. "Maður má gifta sig hvenær sem maður vill. Við erum ósátt við að mega ekki búa saman en geta gift okkur," segir hún og vísar í plögg frá stofnuninni þar sem kemur fram að "ekkert er því til fyrirstöðu að kærandi og kona hans búi saman utan Íslands," segir hún og spyr: "Á að reka mig úr landi?" Hasan á barn á Íslandi og vill því gjarnan búa hér. Hann er kominn til Jórdaníu en er ekki velkominn hjá fjölskyldu sinni þar sem það þykir ekki gott að hann búi ekki með barnsmóður sinni. Embættismenn í Útlendingastofnun gátu engin svör gefið í gær. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Said Hasan, 23ja ára Jórdani sem er giftur íslenskri konu, Ásthildi Albertssdóttur, hefur verið neitað um dvalarleyfi vegna aldurs og honum er bannað að koma hingað í þrjú ár þar sem hann fór ekki úr landi innan tilskilins tíma. Ásthildur segir að það hafi gerst vegna ónógra upplýsinga. Hasan verður 24 ára í ágúst og samkvæmt íslenskum lögum á hann þá að geta fengið dvalarleyfi. Vegna misskilnings hefur hann fyllt út vitlaus eyðublöð og sótti um makaleyfi en það var aldrei grundvöllur fyrir því. Þar sem þeim var aldrei bent á mistökin gátu þau ekki leiðrétt þau. Hasan hefur tvisvar sinnum fengið vinnu uppi á Kárahnjúkum og sótt um atvinnuleyfi en ekki fengið þar sem hann hefur ekki dvalarleyfi. Ásthildur gagnrýnir stjórnsýsluna harkalega og telur seint og illa svarað ef svar á annað borð berst. Bréfaskipti fari fram á íslensku, sem Hasan ekki skilur, auk þess sem hann hafi aldrei fengið arabískan túlk nema einu sinni og hann hafi þá talað egypska arabísku, ekki jórdanska, og því hafi misskfilnings gætt. Búið er að kæra það. Þá telur hún að verið sé að teygja lögin, til dæmis varðandi aldurinn. "Maður má gifta sig hvenær sem maður vill. Við erum ósátt við að mega ekki búa saman en geta gift okkur," segir hún og vísar í plögg frá stofnuninni þar sem kemur fram að "ekkert er því til fyrirstöðu að kærandi og kona hans búi saman utan Íslands," segir hún og spyr: "Á að reka mig úr landi?" Hasan á barn á Íslandi og vill því gjarnan búa hér. Hann er kominn til Jórdaníu en er ekki velkominn hjá fjölskyldu sinni þar sem það þykir ekki gott að hann búi ekki með barnsmóður sinni. Embættismenn í Útlendingastofnun gátu engin svör gefið í gær.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira