Innlent

Ofbeldismenn yfirgefi heimilið

Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, lagði fram frumvarp um að auka heimildir lögreglu til að vísa manni af heimili sínu ef hann beitir eða hótar öðru heimilisfólki ofbeldi á Alþingi í gær. Að sögn Kolbrúnar er þetta frumvarp lagt fram til að sporna við heimilisofbeldi gegn konum og börnum en ofbeldi gegn konum sé útbreiddasta mannréttindabrot heims. Frumvarpið er samið að Austurrískri fyrirmynd og sagði Kolbrún að þar í landi hafi það gefist vel og heimilisofbeldi minnkað í kjölfar þess. Hún sagði það staðreynd að ofbeldi gegn konum er oftast framið af sambýlismönnum þeirra innan veggja heimilsins þar sem þeir njóta friðhelgi, en fórnarlömbin þurfa að flýja undan okinu. Með þessari lagabreytingu sé það ofbeldismaðurinn sem er fjarlægður af heimilinu og getur lögreglan gert það að eigin frumkvæði. Ágúst Ólafur Ágústsson tók undir með Kolbrúnu og sagðist vona að þetta mál yrði rætt og samþykkt á þingi þar heimilisofbeldi sé týndur brotaflokkur í íslensku réttarkerfi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×