Lögsækir ríkið fyrir uppsögn 9. febrúar 2005 00:01 Valgerður H. Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, hefur stefnt ríkissjóði til greiðslu liðlega þrettán milljóna króna vegna þess að hún var neydd til að segja af sér. Valgerður hefur stefnt íslenska ríkinu vegna málsins og kemur þetta fram í stefnunni, en fyrirtaka var í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Valgerður var skipuð framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu til 5 ára frá 1. september 2000. Auk þess var hún formaður Leikfélags Akureyrar í frístundum. Í febrúar 2002 tók hún þátt í ráðningu leikhússtjóra, sú ráðning var kærð og komst kærunefnd jafnréttismála að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn jafnréttislögum. Páll Pétursson, þáverandi félagsmálaráðherra, lýsti opinberlega yfir trausti á Valgerði. Síðar komst Héraðsdómur Norðurlands eystra að sömu niðurstöðu og kærunefndin en þá var Árni Magnússon orðinn félagsmálaráðherra. Í stefnunni kemur fram að Valgerður og Árni hafi átt fundi um málið. Þar hafi komið í ljós að Valgeðrur nyti ekki trausts ráðherra. Valgerður vildi ekki segja af sér en ráðherra taldi að hún ætti að gera það, fyrst og fremst vegna þess hversu málið væri óheppilegt í pólitísku tilliti. Reyndar bauðst Valgerður til að láta af störfum tímabundið, þar til Hæstiréttur hefði komist að niðurstöðu, en ráðherra taldi of langt að bíða eftir því samkvæmt stefnunni. Fyrir rúmu ári komst Hæstiréttur síðan að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið brotið gegn jafnréttislögum í umræddu máli. Í kjölfar þess að Valgerður hætti gerði ráðuneytið Valgerði tilboð um 6 mánaða laun, sem hún samþykkti ekki. Hún telur sig eiga rétt á launum út skipunartímann, eða 18 mánuði, og er til dæmis vísað í starfslok tveggja forstjóra Byggðastofnunar sem báðir eru karlmenn og fengu ríflegar greiðslur. Krafa Valgerðar hljóðar því upp á 18 mánaða laun auk þiggja mánaða uppsagnarfrests og 500 þúsund króna miskabóta. Alls gera það tæplega 13,3 milljónir króna. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Valgerður H. Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, hefur stefnt ríkissjóði til greiðslu liðlega þrettán milljóna króna vegna þess að hún var neydd til að segja af sér. Valgerður hefur stefnt íslenska ríkinu vegna málsins og kemur þetta fram í stefnunni, en fyrirtaka var í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Valgerður var skipuð framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu til 5 ára frá 1. september 2000. Auk þess var hún formaður Leikfélags Akureyrar í frístundum. Í febrúar 2002 tók hún þátt í ráðningu leikhússtjóra, sú ráðning var kærð og komst kærunefnd jafnréttismála að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn jafnréttislögum. Páll Pétursson, þáverandi félagsmálaráðherra, lýsti opinberlega yfir trausti á Valgerði. Síðar komst Héraðsdómur Norðurlands eystra að sömu niðurstöðu og kærunefndin en þá var Árni Magnússon orðinn félagsmálaráðherra. Í stefnunni kemur fram að Valgerður og Árni hafi átt fundi um málið. Þar hafi komið í ljós að Valgeðrur nyti ekki trausts ráðherra. Valgerður vildi ekki segja af sér en ráðherra taldi að hún ætti að gera það, fyrst og fremst vegna þess hversu málið væri óheppilegt í pólitísku tilliti. Reyndar bauðst Valgerður til að láta af störfum tímabundið, þar til Hæstiréttur hefði komist að niðurstöðu, en ráðherra taldi of langt að bíða eftir því samkvæmt stefnunni. Fyrir rúmu ári komst Hæstiréttur síðan að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið brotið gegn jafnréttislögum í umræddu máli. Í kjölfar þess að Valgerður hætti gerði ráðuneytið Valgerði tilboð um 6 mánaða laun, sem hún samþykkti ekki. Hún telur sig eiga rétt á launum út skipunartímann, eða 18 mánuði, og er til dæmis vísað í starfslok tveggja forstjóra Byggðastofnunar sem báðir eru karlmenn og fengu ríflegar greiðslur. Krafa Valgerðar hljóðar því upp á 18 mánaða laun auk þiggja mánaða uppsagnarfrests og 500 þúsund króna miskabóta. Alls gera það tæplega 13,3 milljónir króna.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira