Dómur fyrir brot gegn stjúpdóttur 11. febrúar 2005 00:01 Rúmlega fertugur karlmaður var í dag dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að ítrekuð og svívirðileg kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Hann var einnig ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn stjúpsyni sínum en eindregin neitun hans stóð gegn orðum drengsins. Brotin gegn stúlkunni hófust er maðurinn kvæntist móður systkinanna og þau hófu sambúð. Þá var stúlkan átta ára en brotin héldu áfram næstu fimm árin, eða þangað til stúlkan flutti til ömmu sinnar og afa þrettán ára gömul. Maðurinn hélt því fram fyrir dómi að stúlkan hefði sýnt sér kynferðislegan áhuga en framburður stúlkunnar þótti hins vegar trúverðugur. Móðir hennar sagði ákærða hafa skýrt sér frá því þegar stúlkan var þrettán ára að hann hefði átt í kynferðislegu sambandi við hana síðustu fimm ár. Hún hafi hins vegar brugðist dóttur sinni á þessum tíma. Þá var frásögn stúlkunnar einnig studd af vitnisburði vinkonu hennar og bróður. Drengurinn kærði manninn einnig fyrir ítrekuð kynferðisbrot sem hann sagði hafa átt sér stað þegar drengurinn var á aldrinum tíu til fimmtán ára. Rannsókn á máli drengsins hófst í tengslum við athugun á því hvort yngri systir þeirra, dóttir mannsins, hefði orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Sú rannsókn leiddi ekki til ákæru. Drengurinn sagði manninn hafa iðulega flengt sig með sleif, og sagði maðurinn það rétt, en hann og eiginkona hans hefðu talið það í samræmi við kenningar Biblíunnar að refsa bæri börnum með vendi. Kom drengurinn fyrir dóm og sagði manninn hafa oft í viku beitt sig kynferðislegu ofbeldi þegar móður hans var fjarverandi. Þessu neitaði maðurinn einarðlega. Þrátt fyrir að dómarar teldu frásögn piltsins trúverðuga, auk þess sem hún var studd af umsögn sálfræðings, dugði það ekki til sakfellingar gegn neitun ákærða. Maðurinn var að auki dæmdur fyrir þjófnað og fíkniefnabrot og til að greiða stúlkunni 1200 þúsund krónur í skaðabætur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira
Rúmlega fertugur karlmaður var í dag dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að ítrekuð og svívirðileg kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Hann var einnig ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn stjúpsyni sínum en eindregin neitun hans stóð gegn orðum drengsins. Brotin gegn stúlkunni hófust er maðurinn kvæntist móður systkinanna og þau hófu sambúð. Þá var stúlkan átta ára en brotin héldu áfram næstu fimm árin, eða þangað til stúlkan flutti til ömmu sinnar og afa þrettán ára gömul. Maðurinn hélt því fram fyrir dómi að stúlkan hefði sýnt sér kynferðislegan áhuga en framburður stúlkunnar þótti hins vegar trúverðugur. Móðir hennar sagði ákærða hafa skýrt sér frá því þegar stúlkan var þrettán ára að hann hefði átt í kynferðislegu sambandi við hana síðustu fimm ár. Hún hafi hins vegar brugðist dóttur sinni á þessum tíma. Þá var frásögn stúlkunnar einnig studd af vitnisburði vinkonu hennar og bróður. Drengurinn kærði manninn einnig fyrir ítrekuð kynferðisbrot sem hann sagði hafa átt sér stað þegar drengurinn var á aldrinum tíu til fimmtán ára. Rannsókn á máli drengsins hófst í tengslum við athugun á því hvort yngri systir þeirra, dóttir mannsins, hefði orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Sú rannsókn leiddi ekki til ákæru. Drengurinn sagði manninn hafa iðulega flengt sig með sleif, og sagði maðurinn það rétt, en hann og eiginkona hans hefðu talið það í samræmi við kenningar Biblíunnar að refsa bæri börnum með vendi. Kom drengurinn fyrir dóm og sagði manninn hafa oft í viku beitt sig kynferðislegu ofbeldi þegar móður hans var fjarverandi. Þessu neitaði maðurinn einarðlega. Þrátt fyrir að dómarar teldu frásögn piltsins trúverðuga, auk þess sem hún var studd af umsögn sálfræðings, dugði það ekki til sakfellingar gegn neitun ákærða. Maðurinn var að auki dæmdur fyrir þjófnað og fíkniefnabrot og til að greiða stúlkunni 1200 þúsund krónur í skaðabætur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira