Stærsti vandi íslensks réttarfars 11. febrúar 2005 00:01 Það fer eftir því hvernig Hæstiréttur er mannaður hvort dómurinn geti endurmetið sönnunargildi munnlegs framburðar úr héraðsdómi. Í gær klofnaði Hæstiréttur í afstöðu sinni vegna þessa og niðurstaðan varð sú að karlmaður, sem þó er talinn sekur um kynferðisbrot gegn ungri stúlku, var sýknaður. Eiríkur Tómasson lagaprófessor segir að um sé að ræða stærsta vanda sem við er að etja í íslensku réttarfari. Héraðsdómur sýknaði manninn af ákæru um kynferðislegt áreiti gagnvart stúlkubarni en sakfelldi hann fyrir að hafa neytta hana til samræðis. Ofbeldið mun hafa hafist þegar stúlkan var níu ára gömul, árið 1990, og staðið í fjögur ár. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brot sitt í Héraðsdómi. Dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar sem kemst að þveröfugri niðurstöðu. Hæstiréttur endurmetur niðurstöðu héraðsdóms varðandi munnlegan framburð og kemst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi ekki átt samræði við stúlkuna heldur áreitt hana kynferðislega. Þar sem lögreglurannsókn hófst ekki fyrr en fimm árum eftir að brotið átti sér stað var maðurinn sýknaður. Ef hann hefði hins vegar verið fundinn sekur um samræði hefði brotið ekki verið fyrnt. Dómurinn virðist marka tímamót að því leyti að hann klofnar í afstöðu sinni til þess hvort hann getur endurmetið munnlegan framburð þeirra sem kölluð eru fyrir héraðsdóm. Meirihluti dómsins telur svo ekki vera þegar tekin er afstaða til kynferðislegs áreitis, en snýr blaðinu við þegar tekin er afstaða til brots um samræði. Eiríkur Tómasson segir að samkvæmt niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu geti Hæstiréttur ekki viðhaft þessa aðferð til að sakfella mann sem hefur verið sýknaður í héraði. Það virðist þó vera að það fari eftir því hvernig Hæstiréttur er skipaður, hvernig þetta er túlkað. Viðhorfið sé mismunandi eftir því hvort menn myndi meirihlutann eða minnihlutann að sögn Eiríks. Eiríkur segir að um sé að ræða stærsta vanda sem við er að etja í íslensku réttarfari. Hann segir mjög mikilvægt að þarna gildi sama regla í öllum málum, hvort sem hinn ákærði sé sýknaður í héraði eða sakfelldur. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Það fer eftir því hvernig Hæstiréttur er mannaður hvort dómurinn geti endurmetið sönnunargildi munnlegs framburðar úr héraðsdómi. Í gær klofnaði Hæstiréttur í afstöðu sinni vegna þessa og niðurstaðan varð sú að karlmaður, sem þó er talinn sekur um kynferðisbrot gegn ungri stúlku, var sýknaður. Eiríkur Tómasson lagaprófessor segir að um sé að ræða stærsta vanda sem við er að etja í íslensku réttarfari. Héraðsdómur sýknaði manninn af ákæru um kynferðislegt áreiti gagnvart stúlkubarni en sakfelldi hann fyrir að hafa neytta hana til samræðis. Ofbeldið mun hafa hafist þegar stúlkan var níu ára gömul, árið 1990, og staðið í fjögur ár. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brot sitt í Héraðsdómi. Dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar sem kemst að þveröfugri niðurstöðu. Hæstiréttur endurmetur niðurstöðu héraðsdóms varðandi munnlegan framburð og kemst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi ekki átt samræði við stúlkuna heldur áreitt hana kynferðislega. Þar sem lögreglurannsókn hófst ekki fyrr en fimm árum eftir að brotið átti sér stað var maðurinn sýknaður. Ef hann hefði hins vegar verið fundinn sekur um samræði hefði brotið ekki verið fyrnt. Dómurinn virðist marka tímamót að því leyti að hann klofnar í afstöðu sinni til þess hvort hann getur endurmetið munnlegan framburð þeirra sem kölluð eru fyrir héraðsdóm. Meirihluti dómsins telur svo ekki vera þegar tekin er afstaða til kynferðislegs áreitis, en snýr blaðinu við þegar tekin er afstaða til brots um samræði. Eiríkur Tómasson segir að samkvæmt niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu geti Hæstiréttur ekki viðhaft þessa aðferð til að sakfella mann sem hefur verið sýknaður í héraði. Það virðist þó vera að það fari eftir því hvernig Hæstiréttur er skipaður, hvernig þetta er túlkað. Viðhorfið sé mismunandi eftir því hvort menn myndi meirihlutann eða minnihlutann að sögn Eiríks. Eiríkur segir að um sé að ræða stærsta vanda sem við er að etja í íslensku réttarfari. Hann segir mjög mikilvægt að þarna gildi sama regla í öllum málum, hvort sem hinn ákærði sé sýknaður í héraði eða sakfelldur.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira