Svaf ekki eftir ránið 14. febrúar 2005 00:01 "Ég hef það ágætt núna, það vill til að ég er búin að vera í fríi og hef getað verið heima eftir ránið," segir Ólöf Garðarsdóttir, starfsmaður Leikbæjar í Mjóddinni, en hún var í vinnu þegar maður rændi verslunina um hábjartan dag á fimmtudaginn var. Fyrr um daginn rændi maðurinn bókabúð í Grafarvogi og hafði dagana áður rænt þrjá söluturna í viðbót, vopnaður ýmist loftriffli, öxi eða hnífi. Hann var handtekinn eftir ránin á fimmtudag. Ólöf segist ekki hafa veitt manninum athygli í fyrstu því hann hafi snúið baki í sig en þegar hann sneri sér við sá hún að hann var með lambhúshettu á höfðinu. "Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvert grín, en svo sá ég glitta í hnífsskaftið og vissi að honum var alvara. Hann sagði strax að hann ætlaði ekki að meiða mig, hann væri bara örvæntingarfullur og kannski hef ég verið minna hrædd vegna þess en mér brá auðvitað nokkuð við þetta," segir Ólöf og bætir við að maðurinn hafi angað af víni. Ólöf segir að sér hafi gengið vel að vinna úr þessu og ekki þurft á sérfræðihjálp að halda. "Hann mundaði aldrei hnífinn, það hefði ábyggilega verið allt öðruvísi hefði hann gert það." "Þetta er í þriðja skipti sem við höfum verið rænd og auðvitað hefur þetta mikil áhrif á starfsfólkið," segir kona sem á söluturn sem maðurinn reyndi að ræna. Hún vill ekki láta nafns síns getið. Hún segir að atburðurinn hafi lagst þungt á konuna sem var að vinna þegar ræninginn lét til skarar skríða "Hún svaf lítið nóttina eftir en er sem betur fer öll að koma til." Konan segir að við atburði sem þessa fái hún starfsfólkið til sín í kaffi og spjalli við það og kanni hvernig því líði. "Þau eru yfirleitt reið en bregðast samt misjafnlega við þessu og við reynum bara að taka hvert tilfelli fyrir sig." Hún segist heyra almennan vonleysistón í þeim sem hafa komið að máli við hana eftir ránstilraunina. "Fólk virðist líta svo á að svona sé þjóðfélagsástandið orðið og það sé hálf bjargarlaust. Maður þarf ekki annað en lesa blöðin til að sjá að fólki er ekki óhætt að fara út fyrir hússins dyr." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Sjá meira
"Ég hef það ágætt núna, það vill til að ég er búin að vera í fríi og hef getað verið heima eftir ránið," segir Ólöf Garðarsdóttir, starfsmaður Leikbæjar í Mjóddinni, en hún var í vinnu þegar maður rændi verslunina um hábjartan dag á fimmtudaginn var. Fyrr um daginn rændi maðurinn bókabúð í Grafarvogi og hafði dagana áður rænt þrjá söluturna í viðbót, vopnaður ýmist loftriffli, öxi eða hnífi. Hann var handtekinn eftir ránin á fimmtudag. Ólöf segist ekki hafa veitt manninum athygli í fyrstu því hann hafi snúið baki í sig en þegar hann sneri sér við sá hún að hann var með lambhúshettu á höfðinu. "Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvert grín, en svo sá ég glitta í hnífsskaftið og vissi að honum var alvara. Hann sagði strax að hann ætlaði ekki að meiða mig, hann væri bara örvæntingarfullur og kannski hef ég verið minna hrædd vegna þess en mér brá auðvitað nokkuð við þetta," segir Ólöf og bætir við að maðurinn hafi angað af víni. Ólöf segir að sér hafi gengið vel að vinna úr þessu og ekki þurft á sérfræðihjálp að halda. "Hann mundaði aldrei hnífinn, það hefði ábyggilega verið allt öðruvísi hefði hann gert það." "Þetta er í þriðja skipti sem við höfum verið rænd og auðvitað hefur þetta mikil áhrif á starfsfólkið," segir kona sem á söluturn sem maðurinn reyndi að ræna. Hún vill ekki láta nafns síns getið. Hún segir að atburðurinn hafi lagst þungt á konuna sem var að vinna þegar ræninginn lét til skarar skríða "Hún svaf lítið nóttina eftir en er sem betur fer öll að koma til." Konan segir að við atburði sem þessa fái hún starfsfólkið til sín í kaffi og spjalli við það og kanni hvernig því líði. "Þau eru yfirleitt reið en bregðast samt misjafnlega við þessu og við reynum bara að taka hvert tilfelli fyrir sig." Hún segist heyra almennan vonleysistón í þeim sem hafa komið að máli við hana eftir ránstilraunina. "Fólk virðist líta svo á að svona sé þjóðfélagsástandið orðið og það sé hálf bjargarlaust. Maður þarf ekki annað en lesa blöðin til að sjá að fólki er ekki óhætt að fara út fyrir hússins dyr."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels