Ríkulega lagt á búsið 16. febrúar 2005 00:01 Skýrsla, sem unnin var að ósk samgönguráðherra, sýnir að veitingamenn leggja á bilinu 170-250 prósent ofaná innkaupsverð algengra tegunda bjórs, léttvíns og sterkra vína. Af verðinu sem greitt er yfir barborðið renna á bilinu 50 til 60 prósent til veitingamanna. Í skýrslunni, sem Reynir Ragnarsson endurskoðandi vann, segir að álagning á áfengi á veitingastöðum sé mjög há miðað við álagningu almennrar vöru og þjónustu. Reyni var falið að kanna þátt áfengisgjalds, sem er sérstakur skattur á áfengi, í útsöluverði áfengra drykkja. Fram kemur að áfengisgjald á Íslandi er það hæsta í Evrópu en fullyrt að það eitt og sér skýri ekki háa verðlagningu áfengis á vínveitingahúsum og bent á álagningu veitingamannanna sjálfra því til stuðnings. Áfengisgjald er hins vegar 43 prósent af verði bjórdósar sem keypt er í vínbúð og við fáa aðra að eiga en hið opinbera ef lækka á útsöluverð slíkra vara. Veitingamenn hafa löngum býsnast yfir áfengisgjaldinu þegar hátt verð veiga er gagnrýnt og jafnvel sagt það standa enn meiri vexti ferðaþjónustunnar fyrir þrifum. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, bendir á að þegar menn kaupi sér drykk á veitingahúsi séu þeir ekki aðeins að borga fyrir drykkinn heldur líka umhverfi, þjónustu, tónlist og fleira. Hún segist líka þekkja þess dæmi að verð á víni hafi ekki hækkað í langan tíma og sumir veitingamenn hafi stórlækkað verðið hjá sér. Það geri þeir í þeirri vissu að þeir selji meira ef verðið er lágt. Samkeppnin sé hörð á veitingamarkaðnum. Erna segist viss um að veitingamenn væru til í að leggjast á árarnar til að lækkað áfengisverð en til að svo megi verða þurfi ríkið að lækka áfengisgjaldið. "Það er ekki hægt að bjóða íslenskum veitingamönnum heimsmet í öllum gjöldum. Áfengisgjaldið er hæst, virðisaukaskatturinn er sá hæsti og að auki þurfa menn að fá 30 leyfi og vottorð til að opna veitingastaði og búa svo við allskyns óeðlilega samkeppni," segir Erna. Erna Hauksdóttir. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Skýrsla, sem unnin var að ósk samgönguráðherra, sýnir að veitingamenn leggja á bilinu 170-250 prósent ofaná innkaupsverð algengra tegunda bjórs, léttvíns og sterkra vína. Af verðinu sem greitt er yfir barborðið renna á bilinu 50 til 60 prósent til veitingamanna. Í skýrslunni, sem Reynir Ragnarsson endurskoðandi vann, segir að álagning á áfengi á veitingastöðum sé mjög há miðað við álagningu almennrar vöru og þjónustu. Reyni var falið að kanna þátt áfengisgjalds, sem er sérstakur skattur á áfengi, í útsöluverði áfengra drykkja. Fram kemur að áfengisgjald á Íslandi er það hæsta í Evrópu en fullyrt að það eitt og sér skýri ekki háa verðlagningu áfengis á vínveitingahúsum og bent á álagningu veitingamannanna sjálfra því til stuðnings. Áfengisgjald er hins vegar 43 prósent af verði bjórdósar sem keypt er í vínbúð og við fáa aðra að eiga en hið opinbera ef lækka á útsöluverð slíkra vara. Veitingamenn hafa löngum býsnast yfir áfengisgjaldinu þegar hátt verð veiga er gagnrýnt og jafnvel sagt það standa enn meiri vexti ferðaþjónustunnar fyrir þrifum. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, bendir á að þegar menn kaupi sér drykk á veitingahúsi séu þeir ekki aðeins að borga fyrir drykkinn heldur líka umhverfi, þjónustu, tónlist og fleira. Hún segist líka þekkja þess dæmi að verð á víni hafi ekki hækkað í langan tíma og sumir veitingamenn hafi stórlækkað verðið hjá sér. Það geri þeir í þeirri vissu að þeir selji meira ef verðið er lágt. Samkeppnin sé hörð á veitingamarkaðnum. Erna segist viss um að veitingamenn væru til í að leggjast á árarnar til að lækkað áfengisverð en til að svo megi verða þurfi ríkið að lækka áfengisgjaldið. "Það er ekki hægt að bjóða íslenskum veitingamönnum heimsmet í öllum gjöldum. Áfengisgjaldið er hæst, virðisaukaskatturinn er sá hæsti og að auki þurfa menn að fá 30 leyfi og vottorð til að opna veitingastaði og búa svo við allskyns óeðlilega samkeppni," segir Erna. Erna Hauksdóttir.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira