Tveir taka við af Sigurði 16. febrúar 2005 00:01 Ragnhildur Geirsdóttir, 33 ára verkfræðingur, var í dag ráðin forstjóri Flugleiða. Þá var Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, ráðinn forstjóri dótturfélagsins Icelandair. Það er óhætt að segja að tíðindin sem stjórnarformaður Flugleiða, Hannes Smárason, flutti starfsmönnum nú síðdegis hafi komið mörgum á óvart, þ.e. tilkynning um ráðningu Ragnhildar í forstjórastarfið. Ragnhildur er 33 ára verkfræðingur en hún hefur starfað hjá Flugleiðum í sex ár, þar af sem framkvæmastjóri rekstrarstýringar síðustu þrjú ár. Hún kvaðst vera hálf orðlaus yfir þessu og þakkaði stjórninni það traust sem henni sé sýnt. Hinn nýráðni forstjóri sagðist taka við einstaklega góðu búi úr höndum Sigurðar Helgasonar, fráfarandi forstjóra. Sigurður lýsti yfir ánægju með að það þurfi tvo til að taka við af sér. Þau Ragnhildur og Jón Karl munu starfa með Sigurði þar til hann lætur af störfum þann 1. júní næstkomandi. Aðspurð hvort Íslendingum eigi ekki eftir að finnast skrítið að þurfa að venjast því að 33 ára stúlka sé komin í forstjórastólinn hjá Flugleiðum segist Ragnhildur ekki eiga von á því. „Ég hef aldrei upplifað það í mínu lífi að það skipti einhverju máli hvort maður sé karlkyns eða kvenkyns. Ég held að tímarnir séu bara breyttir,“ segir Ragnhildur. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Sjá meira
Ragnhildur Geirsdóttir, 33 ára verkfræðingur, var í dag ráðin forstjóri Flugleiða. Þá var Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, ráðinn forstjóri dótturfélagsins Icelandair. Það er óhætt að segja að tíðindin sem stjórnarformaður Flugleiða, Hannes Smárason, flutti starfsmönnum nú síðdegis hafi komið mörgum á óvart, þ.e. tilkynning um ráðningu Ragnhildar í forstjórastarfið. Ragnhildur er 33 ára verkfræðingur en hún hefur starfað hjá Flugleiðum í sex ár, þar af sem framkvæmastjóri rekstrarstýringar síðustu þrjú ár. Hún kvaðst vera hálf orðlaus yfir þessu og þakkaði stjórninni það traust sem henni sé sýnt. Hinn nýráðni forstjóri sagðist taka við einstaklega góðu búi úr höndum Sigurðar Helgasonar, fráfarandi forstjóra. Sigurður lýsti yfir ánægju með að það þurfi tvo til að taka við af sér. Þau Ragnhildur og Jón Karl munu starfa með Sigurði þar til hann lætur af störfum þann 1. júní næstkomandi. Aðspurð hvort Íslendingum eigi ekki eftir að finnast skrítið að þurfa að venjast því að 33 ára stúlka sé komin í forstjórastólinn hjá Flugleiðum segist Ragnhildur ekki eiga von á því. „Ég hef aldrei upplifað það í mínu lífi að það skipti einhverju máli hvort maður sé karlkyns eða kvenkyns. Ég held að tímarnir séu bara breyttir,“ segir Ragnhildur.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Sjá meira