Fischer: Skelfileg vonbrigði 17. febrúar 2005 00:01 Allsherjarnefnd Alþingis leggur ekki til að Bobby Fischer fái íslenskan ríkisborgararétt að svo stöddu. Guðmundur G. Þórarinsson, sem er í stuðningshópi Fischers, segir að þetta séu skelfileg vonbrigði. Á fundi sínum í morgun ræddi allsherjarnefnd meðal annars mál Bobby Fischers og var það niðurstaðan að ekki yrði lagt til við Alþingi að Bobby Fischer fengi ríkisborgararétt á Íslandi. Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við fréttastofuna að umsókn Fischers byggðist á því að með íslenskum ríkisborgararétti styrkti það stöðu hans gagnvart stjórnvöldum í Japan. Það séu deilur sem hann sé ekki viss um að Íslendingar vilji blanda sér í. Guðmundur G. Þórarinsson segir að stuðningsmenn Fischers hafi bundið miklar vonir við það í þessu mikla mannúðarmáli að Íslendingar myndu treysta sér að stíga þetta skref. Það hefði vakið alheimsathygli og mælst vel fyrir. „Mér finnst margt stangast á í ákvörðunum okkar Íslendinga ef menn treysta sér ekki til þess að blanda sér í deilu um vegabréf í Japan, en treysta sér til að taka ákvarðanir um að ráðast á Írak með Bandaríkjamönnum án mikils umhugsunarfrests,“ segir Guðmundur. Guðmundur veltir því fyrir sér hvort allsherjarnefnd hefði misskilið þróun málsins. Samkvæmt japönskum lögum eigi að senda fólk með ógild vegabréf til þess lands sem þeir ættu ríkisfang í. Fischer hefði sjálfur höfðað mál til þess að forða því eða fresta að vera sendur til Bandaríkjanna. Ef hann fengi íslenskt ríkisfang væri hægt að senda hann hingað og það fæli ekki í sér neina deilu við japönsk stjórnvöld. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Allsherjarnefnd Alþingis leggur ekki til að Bobby Fischer fái íslenskan ríkisborgararétt að svo stöddu. Guðmundur G. Þórarinsson, sem er í stuðningshópi Fischers, segir að þetta séu skelfileg vonbrigði. Á fundi sínum í morgun ræddi allsherjarnefnd meðal annars mál Bobby Fischers og var það niðurstaðan að ekki yrði lagt til við Alþingi að Bobby Fischer fengi ríkisborgararétt á Íslandi. Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við fréttastofuna að umsókn Fischers byggðist á því að með íslenskum ríkisborgararétti styrkti það stöðu hans gagnvart stjórnvöldum í Japan. Það séu deilur sem hann sé ekki viss um að Íslendingar vilji blanda sér í. Guðmundur G. Þórarinsson segir að stuðningsmenn Fischers hafi bundið miklar vonir við það í þessu mikla mannúðarmáli að Íslendingar myndu treysta sér að stíga þetta skref. Það hefði vakið alheimsathygli og mælst vel fyrir. „Mér finnst margt stangast á í ákvörðunum okkar Íslendinga ef menn treysta sér ekki til þess að blanda sér í deilu um vegabréf í Japan, en treysta sér til að taka ákvarðanir um að ráðast á Írak með Bandaríkjamönnum án mikils umhugsunarfrests,“ segir Guðmundur. Guðmundur veltir því fyrir sér hvort allsherjarnefnd hefði misskilið þróun málsins. Samkvæmt japönskum lögum eigi að senda fólk með ógild vegabréf til þess lands sem þeir ættu ríkisfang í. Fischer hefði sjálfur höfðað mál til þess að forða því eða fresta að vera sendur til Bandaríkjanna. Ef hann fengi íslenskt ríkisfang væri hægt að senda hann hingað og það fæli ekki í sér neina deilu við japönsk stjórnvöld.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira