Myndband af líkamsárás á Netinu 19. febrúar 2005 00:01 Myndbandi með líkamsárás í Hafnarstræti í Reykjavík, sem leiddi til dauða ungs manns, er dreift á Netinu. Myndbandið er úr eftirlitsmyndavél lögreglunnar og var sönnunargagn í málinu gegn árásarmönnunum. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir þetta afar ósmekklegt. Aðfararnótt 7. apríl árið 2002 réðust tveir menn á þann þriðja fyrir utan skemmtistað í Hafnarstræti. Árásinni lauk með því að sá sem ráðist var á, 22 ára, lést af áverkum á sjúkrahúsi nokkrum dögum síðar. Tvímenningarnir voru í október árið 2003 dæmdir af Hæstarétti í þriggja og sex ára fangelsi. Meðal sönnunargagna í málinu á sínum tíma var myndband úr eftirlitsmyndavél lögreglunnar og því myndbandi er nú dreift á Netinu. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að lögreglan hafi fengið upplýsingar um það. Aðspurður hvort hann geti skýrt hvers vegna myndbandið sé komið á Netið segir Geir Jón að helsta skýringin sé sú að þeir aðilar sem hafi aðgang að gögnunum hafi látið myndbandið frá sér. Ljóst sé að þetta þjóni ekki tilgangi lögreglunnar og það sé ekki frá henni komið. Lögreglan hafi grunsemdir um að verjandi eða sakborningar í málinu hafi séð ástæðu til að koma myndbandinu áfram. Geir Jón segir að lögreglu beri að afhenda öll gögn í svona málum en hann segir það engan veginn þjóna lögreglunni að gögn á við þetta myndband fari í almenna dreifingu. Hann telur ekki ástæðu til að rannsaka eftir hvaða leiðum myndbandið barst á Netið. Mann hafi þessi gögn löglega í sínum höndum og lögregla hafi gert athugasemdir við það því henni finnist það ekki við hæfi. Sumt eigi ekki að birtast alls staðar. Geir Jón er ekki sáttur við að þeir sem ábyrgð bera á dreifingu myndbandsins skuli hafa valið þessa leið. Hann segir þetta afar ósmekklegt og eigi alls ekki að eiga sér stað. Hann hafi heyrt að svona lagað gerist í stórum löndum en í jafnlitlu samfélagi og Íslandi sé það afar ósmekklegt að hans mati. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Myndbandi með líkamsárás í Hafnarstræti í Reykjavík, sem leiddi til dauða ungs manns, er dreift á Netinu. Myndbandið er úr eftirlitsmyndavél lögreglunnar og var sönnunargagn í málinu gegn árásarmönnunum. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir þetta afar ósmekklegt. Aðfararnótt 7. apríl árið 2002 réðust tveir menn á þann þriðja fyrir utan skemmtistað í Hafnarstræti. Árásinni lauk með því að sá sem ráðist var á, 22 ára, lést af áverkum á sjúkrahúsi nokkrum dögum síðar. Tvímenningarnir voru í október árið 2003 dæmdir af Hæstarétti í þriggja og sex ára fangelsi. Meðal sönnunargagna í málinu á sínum tíma var myndband úr eftirlitsmyndavél lögreglunnar og því myndbandi er nú dreift á Netinu. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að lögreglan hafi fengið upplýsingar um það. Aðspurður hvort hann geti skýrt hvers vegna myndbandið sé komið á Netið segir Geir Jón að helsta skýringin sé sú að þeir aðilar sem hafi aðgang að gögnunum hafi látið myndbandið frá sér. Ljóst sé að þetta þjóni ekki tilgangi lögreglunnar og það sé ekki frá henni komið. Lögreglan hafi grunsemdir um að verjandi eða sakborningar í málinu hafi séð ástæðu til að koma myndbandinu áfram. Geir Jón segir að lögreglu beri að afhenda öll gögn í svona málum en hann segir það engan veginn þjóna lögreglunni að gögn á við þetta myndband fari í almenna dreifingu. Hann telur ekki ástæðu til að rannsaka eftir hvaða leiðum myndbandið barst á Netið. Mann hafi þessi gögn löglega í sínum höndum og lögregla hafi gert athugasemdir við það því henni finnist það ekki við hæfi. Sumt eigi ekki að birtast alls staðar. Geir Jón er ekki sáttur við að þeir sem ábyrgð bera á dreifingu myndbandsins skuli hafa valið þessa leið. Hann segir þetta afar ósmekklegt og eigi alls ekki að eiga sér stað. Hann hafi heyrt að svona lagað gerist í stórum löndum en í jafnlitlu samfélagi og Íslandi sé það afar ósmekklegt að hans mati.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira